Andvari - 01.01.1919, Side 163
Andvari.J
Vitakerfi íslands
143:
viti hafi fasta gæzlu eins og það, að hann sé bygð-
ur, og svo er um alla aðalvita.
3. b) Malarrifsviti: Þar sem viti þessi er bæði
landtökuviti og útviti í næst-fjölförnustu siglingaleið
iandsins, þá lítum vér svo á, að ekki sé við það
unandi, að viti þessi haldi áfram að vera smáviti,
með mjög litlu ljósmagni og auk þess gæzlulaus. —
Um vita þennan var mikið rætt í félaginu og var
það einróma álit allra, að sjálfsagt væri að auka
hann að Ijósmagni og það að miklum mun. — Það
er þvi tillaga vor, að ljósmagn vitans verði aukið
uin minst 6—7 sjómilur og hafi stöðuga gæzlu.
3. c) Vitatýrurnar á Svörtuloftam og Öndverðanesi;
Vér höfum leyft oss að kalla þessi tvö ljósker, sem
þarna hafa verið sett, »t5'rur«, sökum þess, að svo
var álit margra, sem höfðu farið fram hjá þeim að
næturlagi, að mjög væri erfitt að greina þau frá al-
mennum skipsljósum. — Að þannig megi vera ástatt
uin Ieiðarljós á jafnfjölförnum slað og hér um ræðir,
nær auðvitað ekki nokkurri átt; þar verður að koma
skýr og góður viti, engu síður en á Malarrifi. Báðir
þessir vitar eru útvitar á sömu siglingaleið, sem áð-
ur hefir verið bent á, að er önnur sú fjölfarnasla,
og verða því báðir að vera þannig úr garði gerðir,
að þeir geti heitið vitar. En eins og nú er, má það
eklci lengur vera. Gæzlulausar sjálftysandi týrur, eru
verri en enginn viti á jafnþýðingarmiklum stað og
hér um ræðir; verða þær því að leggjast niður hið
bráðasta og í stað þeirra þarf að byggja góðan leift-
urvita með minst 20 sjómílna Ijósmagni, á þeim stað,
sem getur um í tillögu vorri.
3. d) Vitinn á Elliðaey: Um þennan vita bárust