Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 11

Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 11
LAUGARDAGUR 12. september 2009 11 LÖGREGLUMÁL Rætt hefur verið um að öryggisverðir fái heim- ild til þess að beita varnar- hundum þar sem starf þeirra fer fram á fáförnum stöðum. Hins vegar hefur ekki komið til tals í dómsmálaráðuneytinu að öryggisverðir fái heimild til að beita valdbeitingartækj- um. Þetta hefur fréttastofa Vísis eftir Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Samkvæmt lögreglulögum er heimild til valdbeitingar bund- in við þá sem hafa lögregluvald, auk fangavarða. Dómsmálaráð- herra segir að nú standi yfir vinna um breytingar á lögum um öryggisþjónustu, sem miði að því að skilgreina hlutverk lögreglu- manna og öryggisvarða. - jhh Dómsmálaráðuneytið: Öryggisverðir noti hunda LÖGREGLUMÁL Dómsmálaráðu- neytinu hafa borist framsals- gögn frá brasilískum stjórn- völdum vegna lýtalæknis- ins Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi um miðjan ágúst. Að sögn Hilm- ars Ingimund- arsonar, lög- manns Ramos, verður gæslu- varðhalds krafist yfir honum síðar í dag. Ramos var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns í Leifsstöð og lýkur afplánun þess dóms á morgun. Skömmu eftir handtökuna varð ljóst að brasilísk stjórn- völd myndu leggja fram beiðni um framsal Ramos en gögn- in hafa verið lengi á leið hingað til lands. Dómsmálaráðuneytið staðfesti hins vegar í samtali við fréttastofu Vísis að þau væru nú komin. - bl Mál Hosmany Ramos: Framsalsgögn- in hafa borist HOSMANY RAMOS HEILBRIGÐISMÁL Fulltrúar Sjúkra- liðafélags Íslands funduðu með fulltrúum frá heilbrigðisráðu- neytinu og Landlæknisembætt- inu í gær. Tilefnið var að lýsa yfir áhyggjum sínum af ástand- inu í heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkraliðafélaginu. Í tilkynningunni segir að áhyggjurnar beinist meðal annars að því að þegar aukn- ar byrðar leggist á sífellt færri starfsmenn skili það sér í verri þjónustu við skjólstæðinga. Sér- staklega hafi kvartanir borist af slæmu ástandi varðandi hjúkrun aldaðra. - kg Sjúkraliðafélag Íslands: Hafa áhyggjur af ástandinu FÆREYJAR Fari Íslendingar inn í ESB líður ekki á löngu þar til við Færeyingar þurfum að gera upp hug okkar. Spurningin vaknar strax: hvað gerum við? Þetta mál er svo stórt að við eigum ekki að leyfa að það verði að pól- itísku leikfangi. Við eigum að gera þetta upp við okkur sjálf. Svo segir í pistli frá Reiðarafélagi Færeyja, sem er félag skipseigenda; útgerðarmanna. Margir Færeyingar hafi ekki gert upp við sig hvort þeir styðji eða hafni aðild að ESB, enda hafi þeir ekki kannað kosti þess og galla. Félagið hafi skoðað áhrifin á sjávarút- veginn. Styrkir til sjávarútvegs freisti margra, enda komi ESB-styrkirnir illa við samkeppnisfærni Færeyinga. Á hinn bóginn mæli margt í móti. Nýlegt dæmi sé af ágreiningi um veiðarfæri, þar sem Frakkar hafi valtað yfir Íra, en Írar höfðu mótmælt ákveðnum lagabreytingum, með vísan til þess að þær þýddu að meira yrði veitt af smáfiski. „Þetta er umhugsunarvert. Hvað gera Íslendingar þegar þeir komast í sömu aðstæð- ur og Írar?“ er spurt í pistlinum. Leiddar hafi verið líkur að því að hvorki Íslendingar né Færeyingar fái sérsamninga. Ákvörðunarvaldið verði í Brussel. Færeyingar þurfi að skoða hvað þeir vilji gera í þessum málum, því fyrr, því betra. - kóþ Færeyskir útgerðarmenn segja ESB-umsókn Íslendinga kalla á að Færeyingar geri upp hug sinn: Færeyingar þurfa líka að ákveða sig FRÁ FÆREYJUM Færeyingar fylgjast nánar með ESB-aðildarumsókn Íslendinga en margar aðrar þjóðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, skorar á stjórnvöld að gera betur í samskiptum við erlenda fjár- festa. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í gær. Í ályktun stjórnar Heimdallar eru stjórnvöld hvött til að huga vel að erlendri fjárfestingu inn í landið. Ýmis dæmi hafi komið upp nýlega þar sem viðbrögð stjórnvalda við óskum og erind- um frá erlendum aðilum um að koma með fjármagn til landsins hafi verið lítil sem engin, og vald- ið því að hugmyndirnar renni út í sandinn. - kg Ályktun Heimdallar: Geri betur við erlenda fjárfesta Vertu með heimabanka sem sér um fjármálin með þér Sjálfvirkt heimilisbókhald færir fyrir þig öll útgjöld og allar tekjur. Snjöll lausn fyrir fjármál heimilisins. Í hvert sinn sem greitt er með greiðslukorti, reikningur er greiddur eða laun borguð út birtist færslan sjálfkrafa undir viðeigandi útgjalda- eða tekjulið. Þú ert með allt sem snertir fjármálin þín á einum stað. Gott skipulag á fjármálunum sparar þér bæði tíma og peninga, sem þú getur þá varið í eitthvað annað, til dæmis það sem er mikilvægast í lífi þínu. Náðu betri árangri í fjármálunum með sjálfvirku heimilisbókhaldi Byrs. Kannaðu málið á byr.is. „Ég vil rækta það mikilvægasta í lífinu!“ Heimabanki Byrs er með sjálfvirkt heimilisbókhald Afþreying Farartæki Ferðalög Fjármál Heilsa og útlit Heimilið Matur Rekstur Skóli / námskeið Annað 30,2% 24,0% 14,6% 11,2% 4,5% 1,1% 3,5% 3,4% 2,6% 4,9% í heimabanka D Y N A M O R E Y K JA V IK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.