Fréttablaðið - 12.09.2009, Side 33

Fréttablaðið - 12.09.2009, Side 33
FERÐIN TIL PANAMA P anama er að mörgu leyti skemmti- leg blanda af Rómönsku-Amer- íku og ýmsum einkennum sem við þekkjum frá Bandaríkjun- um. Þjóðtungan er spænska, þó með sér- staklega sterkri mállýsku sem er fullkom- lega óskiljanleg við fyrstu kynni. Íbúar eru þó vanir erlendum hreim og ættu að skilja hefðbundna spænsku. Annars er enska mjög almennt tungumál, mun útbreiddari en í öðrum Mið-Ameríkuríkjum. Reyndar virðast Panamabúar hafa lært ýmsan ósiðinn af Bandaríkjamönnum og minnir margt af því á amerísk áhrif á Íslandi. Þannig ekur efnað fólk um á allt of stórum bílum, aðallega stórum glæsijeppum sem það hefur enga þörf fyrir, ekki frekar en Jón og Gunna í Garðabænum. Þetta verð- ur til þess að þrengja að gangandi vegfar- endum, en lítið tillit er tekið til þeirra sem eru fótgangandi. Auk þess eru Panamabúar tillitslausir í umferðinni og því skal fara með gát, bæði á fæti og í akstri á vegum úti. Veðurblíða og fullkominn sjór Panama nýtur einstakrar veðursældar allt árið um kring. Meðalhitinn rokkar frá 33 upp í 36 stig, þannig að breytingin er nán- ast engin. Lega landsins rétt norðan við mið- baug veldur því að sólargangur er svipaður allt árið og árstíðirnar fjórar þekkjast ekki nema af afspurn. Hins vegar skipta Panamabúar sínum veðrakerfum í tvennt; ýmist er rigningar- tímabil eða ekki. Hið svokallaða rigning- artímabil er frá maí og allt fram í október eða jafnvel nóvember, en þá tekur við tíma- Fjölmiðlamaðurinn góð- kunni Þorfi nnur Ómarsson lagði land undir fót í sumar og hélt ásamt unnustu sinni, Ástrós Gunnarsdóttur, til Panama, þar sem þau dvöldu í nokkra mánuði. Hér segir Þorfi nnur frá landinu fjar- læga sem við Íslendingar þekkjum svo lítið. FRAMHALD Á BLS. 8 Beint flug til Taílands Ævintýrin færast nær Íslendingum 10 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] SEPTEMBER 2009 ferðalög Borgarferðir í haust Spennandi kostir í boði BLS 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.