Fréttablaðið - 12.09.2009, Page 40

Fréttablaðið - 12.09.2009, Page 40
● Forsíðumynd: Grafíklistaverk eftir Katrínu Ólínu Pétursdóttur hönnuð. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. ● heimili&hönnun ● Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður og vörur hennar hafa átt miklum vinsældum að fagna hérlendis undanfarin ár. Tinna sjálf hefur unnið að hönnun allt frá árinu 1993 og vörur henn- ar vakið athygli á sýningum víða um heim, svo sem á húsgagnasýningunni í Mílanó. Vörur Tinnu eru afar fjölbreyttar, mottur, stólar, snagar og svo heilu rýmin. Tinna hlaut hönnunarverð- launin árið 2005, fyrir gúmmímotturnar sem hún hefur framleitt og hafa verið seldar í Epal og Kokku en þær hafa notið mikilla vinsælda. Tinna lærði þrívíddarhönnun í Bretlandi og iðnhönnun á Ítalíu. Þegar hönnun Tinnu er skoðuð má klárlega sjá áhrif frá sveitinni og íslenskri menningu en af öðrum eldri verkum hennar má nefna Paint Balls sem eru kúlulaga eins konar garðstólar en vörur hennar eru alltaf nýstárlegar og óvæntar. ● Katrín Ólína Pétursdóttir er ekki aðeins einn fremsti hönnuð- ur okkar Íslendinga, heldur það sem kannski ekki allir vita, einn fremsti hönnuður heims. Á þessu ári hlaut hún hin virtu Forum Aid- verðlaun fyrir hönnun sína á veit- ingastaðnum Cristal Bar í Hong Kong. Verðlaunin eru ein stærsta norræna viðurkenning sem hægt er að hljóta á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verk Katrínar eru orðin þekkt um alla veröld, enda finnast þau jafnt í Asíu sem Evrópu, og hún er talin leiðandi í kínverska list- og hönnunarheiminum. Sem dæmi um velgengni hennar má nefna veggspjald sem hún var beðin að hanna fyrir 41. djasshá- tíðina í Montreaux í Sviss. Vegg- spjöldin teljast safngripir og for- verar hennar í hönnun þess eru menn eins og Andy Warhol og Keith Haring. Katrín starfar úti um allan heim og fyrirtæki sem hafa framleitt eða sýnt verk hennar eru til dæmis Rosenthal, Nokia, 100% Design og hún hefur myndskreytt Grimms-ævintýri fyrir forlagið Die Gestalten Verlag í Berlín. Katrín er iðnhönnuður að mennt, frá ESDI í París og fékk vinnu hjá Philippe Starck nýútskrifuð. L itlu búðirnar heitir vefsíða sem að öllum líkindum fer í loftið fyrir jól en þar verður hægt að nálgast ýmiss konar íslenskt handverk og nátt- úruvörur á einum stað. Áskell Þórisson, starfs- maður Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri og fyrrum ritstjóri Bænda- blaðsins, stendur að baki verkefninu en hvað kom til? „Ég var að leita að ís- lensku handverki á netinu og uppgötvaði fljótt að hægt væri að gera betur í að koma því á fram- færi. Ég fann mikið af misgóðum heimasíðum sem margar áttu það sam- eiginlegt að erfitt var að nálgast vörurnar á þeim, þótt auðvitað hafi verið heiðarlegar undantekningar á því. Ég ákvað því að stofna umboðs- og söluvef og styrkti Vaxtarsjóður Vesturlands verkefnið.“ Framleiðendur íslensk handverks sem búa til vörur sem eiga uppruna sinn í ríki íslenskrar náttúru geta selt vörur sínar á vefnum og er Áskell nú að leita að fólki sem vill vera með. „Hver framleiðandi fær gott pláss og verður hægt að kalla fram upplýsingar um vörur hvers og eins. Lögð verður áhersla á söguna á bak við vörurnar auk þess sem birt verður stutt spjall við framleiðendurna en með því er leitast við að gera síðuna heimilislega.“ Sem dæmi um litlar búðir má nefna litlu ullarbúðina, litlu heilsubúð- ina, litlu skartbúðina, litlu skrautmunabúðina, litlu matarbúðina, litlu fata- búðina og litlu tré- og járnbúðina. „Gangi þetta allt eftir þá verður síðan þýdd á tvö til þrjú tungumál á nýju ári,“ segir Áskell. Hann bendir þeim sem vilja vera með á að senda póst á netfangið ask@simnet.is. - ve Íslenskt handverk í umboðssölu á vefnum Á vefnum fær hver framleiðandi gott pláss – sína eigin litlu búð. MYND/ÚR EINKASAFNI Okkar fremstu KONUR Í HÖNNUN ● Allar hafa þær á undanförnum árum markað djúp spor í sögu íslenskrar hönnunar og unnið til fjölda viðurkenninga og verðlauna. Þær standa einna fremst meðal íslenskra kvenna í húsgagna-, grafískri og iðnhönnun. Þær eru Erla Sólveig Óskarsdóttir, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Katrín Ólína Pétursdóttir og Tinna Gunnarsdóttir. Nýjasta hönnun Erlu Sólveigar er úr línu sem sett hefur verið í framleiðslu hér á landi og er framleitt fyrir Á. Guðmunds- son. Erla segist heillast af lífrænum formum, leiðist beinar línur og form húsgagna hennar taki mið af notagildi. ● Erla Sólveig Óskarsdóttir útskrifaðist sem iðnhönnuð- ur úr Danmarks Design Skole í Kaupmannahöfn og hefur um áratuga skeið verið okkar fremsti húsgagnahönnuður en hún hefur staðið í eigin rekstri allt síðan hún útskrif- aðist og húsgögn hennar verið framleidd víðs vegar um Evrópu og Ameríku. Af fjöl- mörgum verðlaunum og viðurkenningum er að taka en má þar nefna menningarverðlaun Dagblaðsins, Sil- ver Award, Best of NeoCon 99 World´s Trade Fair, Chi- cago. Stóllinn Dreki fékk verðlaunin Red Dot Design Award og IF Product Design Award. Stóllinn Ames hlaut stærstu hönnunarverðlaun í Kólumbíu 2007. Erla hefur þrisvar hlotið listamannaverðlaun. ● Verk Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur hafa hlotið mikla umfjöll- un og verið til umfjöllunar í tímaritum sem og bókum um hönnun á 21. öldinni. Þannig prýða verk hennar til að mynda bækurnar Forms við Fantasy og Furnish, furniture and Interior Design for the 21st Century en hún er talin með þeim fremstu erlendis. Guðrún á ótrúlega fjölbreytta menntun að baki. Þannig hefur hún lagt stund á húsgagnasmíði í Iðnskólanum, leikhús- förðun nam hún í London og var í mynd- listarnámi við Myndlistarskólann á Akureyri. Árið 2002 komst hún inn í Design Acad- emy Eindhoven. Eftir útskrift stofnaði hún hönnunarverkstæðið Stu- dio Bility ásamt Jóni Ásgeiri Hreinssyni, eiginmanni sínum. Húsgögn Guðrúnar Lilju þóttu koma inn með ferska strauma rómantíkur eftir langt tímabil naumhyggju. Guðrún Lilja var valin ein af tíu björtustu vonum hönnunarheimsins af tímaritinu Art Review og af íslenskum verðlaunum má nefna Sjónlistarverðlaunin sem hún hlaut árið 2006. Cristal Bar í Hong Kong sem Katrín Ólína hannaði hefur unnið þekktustu norrænu verðlaun innan- hússhönnunar og vakið mikla athygli. Flower chair er nýleg hönnun Guðrúnar Lilju en húsgögn hennar minna gjarnan á náttúruna. Veggskápurinn Lauf er eitt það nýjasta af hönnun Tinnu. Hann er unninn úr lökkuðu stáli og mdf- plötum. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki 12. SEPTEMBER 2009 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.