Fréttablaðið - 12.09.2009, Page 58

Fréttablaðið - 12.09.2009, Page 58
● heimili&hönnun Þ etta er bara lítill lykill og virkar nú ekki merkilegur, en ég fann hann á svolítið skrítnum stað,“ segir Birna um einn af sínum uppáhalds gripum, lykilinn góða. „Það eru örugglega komin tíu ár síðan; þá ég var í skráningarferð að skoða fornleifar í Mývatnssveit og nágrenni. Ég fór með gömlum manni þarna úr sveitinni að skoða stað sem heitir Fremri Námar, það var brennisteinsvinnsla þar fram á átjándu öld. Þetta er uppi á fjalli sem heitir Ketildyngja og er á mjög fáförnum slóðum. Þar vorum við að skoða þessar brennisteinsnámur og leifar af skýli sem er hlaðið þarna upp á. Þarna úti í auðninni fann ég þennan lykil.“ Það er því ekki laust við að lykillinn hafi fundið Birnu, frekar en hún hann. „Mér þykir svo vænt um þennan lykil og hugsa oft um hvað hann hafi verið að gera þarna uppi á fjallinu. Mér finnst jafnvel eins og ég hafi bara átt að finna hann þarna, mér finnst eitthvað svo furðulegt að ég hafi akkúrat rekist á hann. Svo hugsa ég oft um hver hafi átt hann og að hvaða skrá hann hafi gengið og svona.“ Hann hefur nú fengið heiðursess á heimilinu. „Hann var nú lengi bara í skartgripaskríninu mínu en núna hangir hann uppi á vegg. Maður fær ein- hvers konar innblástur við að horfa á þennan lykil, finnst mér stundum. Eins og hann sé lukkugripur. Hann minnir mig líka á þessa frábæru ferð með gamla manninum, sem heitir Snæbjörn Pétursson. Hann var örugglega orð- inn rúmlega áttræður þegar hann fór þarna með mér en ég dróst á eftir honum, rúmlega tvítug. Hann ætlaði bara að hlaupa mig af sér.“ Og Birna á eina ósk. „Ef einhver sæi þetta nú í blaðinu og vissi af einhverjum sem hefur týnt lykli á Ketildyngju þá væri gaman að vita af því.“ - kbs Lykillinn ætlaður henni heimili ●INNBLÁSTUR REGNBOGANS Í bænum Wuppertal í Þýskalandi er að finna litríkar tröppur sem fara ekki framhjá neinum. Þær eru málað- ar í öllum regnbogans litum og þó að þær stingi örlítið í stúf við reisuleg húsin í kring þá gefa þær bænum sannarlega lit. Ekki er gott að segja hvort eigandi gamla tréstigans á meðfylgjandi mynd hafi sótt innblástur til stigans í Wuppertal en hann gefur um- hverfinu jafn afgerandi svip. Teppabútarnir eru að öllum líkindum límdir á stigann en þá má einnig festa með listum. Litavalið getur svo verið allavega en útkoman er sannarlega heimilisleg. - ve ● LISTAVERK NÁTTÚRUNNAR Sumar ljósmyndir gefa abstrakt málverk- um ekkert eftir í frumlegum formum og litum. Þetta á meðal annars við um lands- lagsmyndir. Þeir sem hafa næmt auga og eru lunknir með linsurnar geta tekið myndir úti í náttúrunni sem líkjast engu venjulegu landslagi heldur verða eins og hver önnur listaverk. Sýning á slíkum listaverkum verður opnuð 19. september í Gallerí Fold á Rauðarárstíg. Þau eru eftir Hauk Snorrason ljósmyndara. ● HIMNAPOTTAR Með svokölluðum Sky Planter, eða himnapottum, eftir Patr- ick Morris, má rækta blóm á hvolfi. Morris hannaði blómapottana með all sérstöku vökvunarkerfi þar sem vatnið kemst beint til róta plöntunnar. Þannig gufar ekkert vatn upp og ekkert fer til spillis. Kostir himnapottanna: Þeir spara vatn, blómin hreinsa loftið, sparar tíma og bjargar blómum enda þarf aðeins að fylla á pottana einu sinni til tvisvar í mánuði. Hangandi pottar spara pláss auk þess sem öfug blóm munu örugglega vekja undrun og athygli gesta. Hægt er að fá slíka potta á www.rock- ettstgeorge.co.uk hönnun Til minningar um góðan dag og góða gæfu. Birna Lárusdóttir og lykillinn sem fann hana, frekar en hún hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 12. SEPTEMBER 2009 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.