Fréttablaðið - 12.09.2009, Side 61

Fréttablaðið - 12.09.2009, Side 61
FERÐALÖG 9 NOKKRAR STAÐREYNDNIR: PANAMA er syðsta land Mið-Ameríku, tilheyrir í raun Norður- Ameríku. Landið er aðeins 75 þúsund ferkílómetrar, eða þrír fjórðu hlutar Íslands, og á landamæri að Kosta Ríka í norðri og Kólumbíu í suðri. Efnahagur landsins gengur ágætlega um þessar mundir og spáir Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn mestum uppgangi í Panama í allri Rómönsku-Ameríku. Þannig er jafnvel reiknað með að á næsta ári verði þjóðar- framleiðsla á mann hæst í Panama í þessum heimshluta. ENGU AÐ SÍÐUR er veruleg fátækt í landinu, eins og í öllum ríkjum Rómönsku-Ameríku. 28% þjóðarinnar eru sögð undir fátæktarmörkum, en reyndar á sú tala að lækka um heil 11% á þessu ári. Misskipting er mikil í landinu, allt frá gífurlegu ríkidæmi niður í fátækt á götum úti. Þó má fullyrða að fátækt sé mun minni en almennt í Rómönsku-Ameríku. Kyrrahafseyjar Skjannahvítur sandur og gagnsær sjór. líf allt í kring. Hreinasta náttúru- paradís. Kyrrahafið – Perlueyjar Kyrrahafið er ekki síðri viðkomu- staður, þó að Karíbahafið hafi ávallt yfir sér meira áberandi blæ. Margar eyjar í Kyrrahafinu eru friðaðar og á heimsminja- skrá, sums staðar minnir dýra- líf jafnvel á Galapagoseyjar sem liggja nokkuð sunnar. Perlueyjar eru bæði þægileg- ur og glæsilegur viðkomustað- ur. Í eyjaklasanum eru meira en 100 eyjar. Þær eru aðeins um 50 kílómetra frá Panamaborg og er hægt að fara þangað bæði sigl- andi og fljúgandi. Flug til Conta- dora-eyju tekur aðeins 20-25 mín- útur, en sigling einn og hálfan til tvo klukkutíma. Vel má mæla með því að fljúga, en sigla þeim mun meira frá eyjunni þegar þangað er komið, enda mun skemmtilegri siglingaleiðir í kringum eyjarnar. Líkt og í Karíbahafinu fær orðið gagnsær hér nýja merkingu, því sjórinn er kristaltær og alger draumastaður til að kafa. Contadora er pínulítil eyja og einstakur ferðamannastaður. Nú í sumar voru strendurnar þar nánast mannlausar, sem má sæta hreinustu furðu. Þó er líklegt að fleiri evrópskir og bandarísk- ir ferðamenn verði þarna þegar vetrar á norðurslóðum. Allar strendurnar eru hreinar og fal- legar og eru umvafðar klettum á báða bóga. Þeir sem vilja losna við brúnkufar sundfata ættu að fara á Playa de las Suecas („strönd sænskra kvenna“), sem einhverra hluta vegna er nektar- strönd, þó hvergi sé það merkt sérstaklega. Annars segja ferða- handbækur að baðföt séu val- frjáls nánast á öllum ströndum eyjunnar, enda fámenni algert og enginn að horfa. En varið ykkur á sólinni. Við erum jú stödd við miðbaug. Og þó að sólin sé sterk inni á megin- landi er hún enn skæðari hér úti á eyjum, enda sandurinn skjanna- hvítur og sjórinn gegnsær. Jafn- vel hörðustu sóldýrkendur eiga það til að misreikna sig á þessu. Almenn viðmið hins norðlæga Miðjarðarhafs eiga ekki við hér. Tarsanleikur í trjánum En þótt Panama sé „langt og mjótt“ land eru mjög fjölbreyttir ferðamátar í boði inn til landsins. Landið er nánast einn samfelldur frumskógur og dýralíf stórbrotið. Þjóðgarðar eru á heimsminjaskrá og draga að sér hundruð þúsunda ferðamanna sem vilja komast í tæri við ósnerta náttúru og upp- lifa litadýrð og dýralíf. Ekki þarf að leita langt til að komast í ævintýri regnskógar- ins. Þannig má víða komast í svo- kallaðan „canopy tour“, en slíkir loftfimleikar draga til sín fjölda ferðamanna í Kosta Ríka og eru alls ekki síðri í Panama. Skammt frá Panamaborg er til að mynda Vallé de Antón, einstakur dalur með heitum hveraböðum, gróðri sem á ekki sinn líka og svo er þar boðið upp á frábæra „canopy“- leið. Fyrst er stutt fjallganga í regnskóginum, en svo taka við nokkrar salíbunur þar sem fólk rennir sér yfir gil og fossa sem eru allt að því 100 metra há. Loft- hræddir horfi þá ekki niður, þótt það sé auðvitað langskemmtileg- ast. Matur er almennt góður í Pan- ama. Sérstaklega er sjávarfang ljúffengt, bæði fiskur og svo ýmis skelfiskur. Algengasti fiskurinn er corvina, alveg sérstaklega góður hvernig sem hann er eld- aður, enda ávallt ferskur. Dorado er einnig algengur og ljúffeng- ur. Risarækjur (langostinos) eru svipaðar stærstu humarhölum við Íslandsstrendur og ekki síðri á bragðið, algert lostæti, og þá er allt löðrandi í stórum humar. Veitingastaðir eru ágætir, flestir á mjög áþekku verði sem er mun lægra en í Evrópu. Sér- staklega hefur vel tekist upp með matargerð frá Líbanon, Mexíkó og Perú en alltént mælir undir- ritaður umfram allt með sjávar- fangi. Og ávöxtum auðvitað. Vá! karto.is A R G U S / 0 8 -0 4 4 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.