Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 61

Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 61
FERÐALÖG 9 NOKKRAR STAÐREYNDNIR: PANAMA er syðsta land Mið-Ameríku, tilheyrir í raun Norður- Ameríku. Landið er aðeins 75 þúsund ferkílómetrar, eða þrír fjórðu hlutar Íslands, og á landamæri að Kosta Ríka í norðri og Kólumbíu í suðri. Efnahagur landsins gengur ágætlega um þessar mundir og spáir Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn mestum uppgangi í Panama í allri Rómönsku-Ameríku. Þannig er jafnvel reiknað með að á næsta ári verði þjóðar- framleiðsla á mann hæst í Panama í þessum heimshluta. ENGU AÐ SÍÐUR er veruleg fátækt í landinu, eins og í öllum ríkjum Rómönsku-Ameríku. 28% þjóðarinnar eru sögð undir fátæktarmörkum, en reyndar á sú tala að lækka um heil 11% á þessu ári. Misskipting er mikil í landinu, allt frá gífurlegu ríkidæmi niður í fátækt á götum úti. Þó má fullyrða að fátækt sé mun minni en almennt í Rómönsku-Ameríku. Kyrrahafseyjar Skjannahvítur sandur og gagnsær sjór. líf allt í kring. Hreinasta náttúru- paradís. Kyrrahafið – Perlueyjar Kyrrahafið er ekki síðri viðkomu- staður, þó að Karíbahafið hafi ávallt yfir sér meira áberandi blæ. Margar eyjar í Kyrrahafinu eru friðaðar og á heimsminja- skrá, sums staðar minnir dýra- líf jafnvel á Galapagoseyjar sem liggja nokkuð sunnar. Perlueyjar eru bæði þægileg- ur og glæsilegur viðkomustað- ur. Í eyjaklasanum eru meira en 100 eyjar. Þær eru aðeins um 50 kílómetra frá Panamaborg og er hægt að fara þangað bæði sigl- andi og fljúgandi. Flug til Conta- dora-eyju tekur aðeins 20-25 mín- útur, en sigling einn og hálfan til tvo klukkutíma. Vel má mæla með því að fljúga, en sigla þeim mun meira frá eyjunni þegar þangað er komið, enda mun skemmtilegri siglingaleiðir í kringum eyjarnar. Líkt og í Karíbahafinu fær orðið gagnsær hér nýja merkingu, því sjórinn er kristaltær og alger draumastaður til að kafa. Contadora er pínulítil eyja og einstakur ferðamannastaður. Nú í sumar voru strendurnar þar nánast mannlausar, sem má sæta hreinustu furðu. Þó er líklegt að fleiri evrópskir og bandarísk- ir ferðamenn verði þarna þegar vetrar á norðurslóðum. Allar strendurnar eru hreinar og fal- legar og eru umvafðar klettum á báða bóga. Þeir sem vilja losna við brúnkufar sundfata ættu að fara á Playa de las Suecas („strönd sænskra kvenna“), sem einhverra hluta vegna er nektar- strönd, þó hvergi sé það merkt sérstaklega. Annars segja ferða- handbækur að baðföt séu val- frjáls nánast á öllum ströndum eyjunnar, enda fámenni algert og enginn að horfa. En varið ykkur á sólinni. Við erum jú stödd við miðbaug. Og þó að sólin sé sterk inni á megin- landi er hún enn skæðari hér úti á eyjum, enda sandurinn skjanna- hvítur og sjórinn gegnsær. Jafn- vel hörðustu sóldýrkendur eiga það til að misreikna sig á þessu. Almenn viðmið hins norðlæga Miðjarðarhafs eiga ekki við hér. Tarsanleikur í trjánum En þótt Panama sé „langt og mjótt“ land eru mjög fjölbreyttir ferðamátar í boði inn til landsins. Landið er nánast einn samfelldur frumskógur og dýralíf stórbrotið. Þjóðgarðar eru á heimsminjaskrá og draga að sér hundruð þúsunda ferðamanna sem vilja komast í tæri við ósnerta náttúru og upp- lifa litadýrð og dýralíf. Ekki þarf að leita langt til að komast í ævintýri regnskógar- ins. Þannig má víða komast í svo- kallaðan „canopy tour“, en slíkir loftfimleikar draga til sín fjölda ferðamanna í Kosta Ríka og eru alls ekki síðri í Panama. Skammt frá Panamaborg er til að mynda Vallé de Antón, einstakur dalur með heitum hveraböðum, gróðri sem á ekki sinn líka og svo er þar boðið upp á frábæra „canopy“- leið. Fyrst er stutt fjallganga í regnskóginum, en svo taka við nokkrar salíbunur þar sem fólk rennir sér yfir gil og fossa sem eru allt að því 100 metra há. Loft- hræddir horfi þá ekki niður, þótt það sé auðvitað langskemmtileg- ast. Matur er almennt góður í Pan- ama. Sérstaklega er sjávarfang ljúffengt, bæði fiskur og svo ýmis skelfiskur. Algengasti fiskurinn er corvina, alveg sérstaklega góður hvernig sem hann er eld- aður, enda ávallt ferskur. Dorado er einnig algengur og ljúffeng- ur. Risarækjur (langostinos) eru svipaðar stærstu humarhölum við Íslandsstrendur og ekki síðri á bragðið, algert lostæti, og þá er allt löðrandi í stórum humar. Veitingastaðir eru ágætir, flestir á mjög áþekku verði sem er mun lægra en í Evrópu. Sér- staklega hefur vel tekist upp með matargerð frá Líbanon, Mexíkó og Perú en alltént mælir undir- ritaður umfram allt með sjávar- fangi. Og ávöxtum auðvitað. Vá! karto.is A R G U S / 0 8 -0 4 4 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.