Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2009, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 12.09.2009, Qupperneq 78
46 12. september 2009 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Sara McMahon OKKUR LANGAR Í … Sumarið leið allt of fljótt, eins og segir í kvæðinu, og nú er tekið við brakandi ferskt haustveður og með haustgolunni fylgja hlýrri flíkur, þykkar peysur, jakkar, lokaðir skór og vettlingar. Mér finnst þetta allt gott og blessað því sjálf er ég agalega hrifin af haustinu og hlýjum fatnaði. „Layering“ kallast það þegar fólk klæðist mörgum flíkum í einu, má taka sem dæmi stúlku sem klæðist bol, bómullarpeysu og ullar- peysu hvert yfir annað. Þetta tískuform hentar verr á sumrin af því að þá getur orðið afskaplega hlýtt, en er mjög sniðugt á veturna þegar kuldinn læðist að. Ég er mikill aðdáandi þess að klæðast „lögum“ og hleð á mig hverri flíkinni á fætur annarri á morgni hverjum áður en ég held kampakát út í daginn. Þar sem ég klæðist yfirleitt frekar stórum, víðum flíkum hef ég alltaf dáðst í laumi að stúlkum sem þora að ganga í þröngum kjólum og eru vel til hafðar, með uppsett hárið og rósrauðan varalit. Það hefur gerst að mig grípur eitthvert stundarbrjálæði og ég reyni að leika þennan leik eftir, fer í háa hæla og mála mig um augun. Að því loknu stend ég fyrir framan spegilinn um stund og reyni að sannfæra mig um að ég líti temmilega vel út. En þegar á hólminn er komið er sem brjálæðið renni af mér og ég átta mig á því að svona get ég ekki látið sjá mig. Persónulega trúi ég því að besta tískuráðið sé að klæða sig þannig að manni líði vel í eigin skinni. Sumum líður best í háhæluðum skóm og fallegum kjólum, öðrum í gallabuxum og flatbotna stígvélum. Sumir kjósa liti, aðrir vilja einungis svarta tóna. Það er nefnilega lítið sjarmerandi að horfa á fólk sem teygir og togar í flíkurnar sem það klæðist vegna þess að það hefur klætt sig út fyrir þæginda- rammann. Ætli ég sé ekki ein af fáum sem fagnar vetrinum og þá helst fyrir þær sakir að ég get nú farið að hlaða á mig flíkum, treflum, sokk- um og vettlingum á ný. Ég lít án efa út eins og lítill garnhnykill, en þannig líður mér einna best. Nú er lag að klæða sig vel Með komu haustsins er nú hægt að draga hinar klass- ísku svörtu flíkur, sem eru í svo miklu uppáhaldi hjá íslenskum konum, aftur fram úr fataskápnum. Sé mið tekið af haust- og vetrarl ínum Gucci, Alexand- ers Wang og Haiders Acker- mann ætlar leðrið og mótor- hjólatískan að halda velli í vetur. Grodda- leg mótor- hjólastígvél, Dr. Martens, þröngar legg- ings og hjóla- buxur í anda tíunda ára- tugarins verða ríkj- andi í vetur í bland við leður, fjaðrir og glimmer. LEÐUR OG HÆLAR Hönnuðurinn Alexander Wang sendi frá sér flotta haust- og vetrarlínu fyrir árið 2009. DISKÓDÍVA Falleg pallíettuflík frá Gucci. Litla handtaskan gerir samsetninguna enn glæsilegri. Hver segir að stórar stelpur geti ekki verið smart? Þessi stutti kjóll með göddum á öxlunum gæti verið frá Balenciaga, en fæst í Evans. Æðislega augnskugga úr nýrri línu frá Mac sem byggir á litapallettum þriggja listamanna. Þessi föli litur á varaglossi Yves Saint Laurent fer fullkomlega við dökk augu í vetur. HETTUKLÆDD OG FLOTT Þröngar leggings og flottur jakki frá Alexander Wang. Hann skaust upp á stjörnu- himininn fyrir nokkrum árum, þá nýútskrifaður úr Parsons-skólanum. SVART, SVART OG AFTUR SVART FYRIR HAUSTIÐ: SVART OG SEIÐANDI GLIMMER OG GLAMÚR Fyrirsæta klædd í sam- festing úr smiðju Gucci. Haust- og vetrarlína Gucci fyrir árið 2009 er full af glysi og glans. FJAÐURMAGNAÐ Þessi fyrirsæta klæðist hönnun frá Haider Ackermann. Fjaðrir og þröngar, svartar leggings klikka seint. Í ANDA TÍUNDA ÁRATUGARINS Hjólabuxur og mótorhjólastígvél eru ef til vill ekki praktísk samsetn- ing, en flott er hún. > NEW YORK, NEW YORK Tískuvikan í stóra eplinu hófst í fyrradag með pompi og prakt. Sýningarnar sem vöktu mesta athygli til þessa voru hjá Vena Cava, Max Azria og Elie Tahari. Sýn- ingar Preen er beðið með eftirvæntingu en hún verður í dag, laugardag. á amerískum dögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.