Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 12. september 2009 Michael Myers snýr aftur, þrátt fyrir að hafa verið skotinn í and- litið í síðustu mynd. Myers ætlar nú ári seinna að drepa systur sína til að „fullkomna“ fjölskyldu sína. Afar metnaðarfullt framtak af dauðum manni að vera. Rokkarinn Rob Zombie leikstýr- ir framhaldi sínu af endurgerð Halloween frá 2007, en sú upp- runalega úr smiðju Johns Carp- enter er ein af bestu hrollvekjum fyrr og síðar. Það er mér hulin ráðgáta hvernig Zombie fékk að leikstýra fyrri myndinni þar sem hann er hræðilegur handritshöf- undur og leikstjóri. Handritið að Halloween II er gloppótt og sam- tölin grátbrosleg, atburðarásin kjánaleg, spennuatriðin óspenn- andi og myndin í þokkabót illa leikin. Í myndinni er viðhaldið kjána- legum skrípalátum fyrri Hall- oween-framhaldsmyndanna og Friday the 13th-myndanna; það er sama hvað kemur fyrir skúrkinn, hann lifir allan fjandann af. Ekki tekst að skapa neitt jafnvægi milli skúrksins og fórnarlamba því að áhorfendur vita að skúrkurinn mun hafa betur. Það er alveg á tæru að Hall- oween II verður meðal verstu mynda ársins, svo slæm er hún að það hefði mátt gefa auka- stjörnu fyrir það eitt að lina þján- ingar áhorfenda með að vera hálftímanum styttri. Vignir Jón Vignisson Hörmuleg hrollvekja KVIKMYNDIR Halloween II Leikstjóri: Rob Zombie. ★ Ein versta mynd ársins. Leikkonan Katherine Heigl og eiginmaður hennar, Josh Kelley, hyggjast ættleiða tíu mánaða gamalt stúlkubarn frá Kóreu. Náinn vinur hjónanna sagði ættleiðingarferlið hafa hafist fyrir sex mánuðum og gangi allt samkvæmt áætlun ætti því ferli að vera lokið í byrjun næstu viku. Litla stúlkan heitir Nayleigh og hyggj- ast Katherine og Josh nefna hana Leigh við komuna til Bandaríkjanna. Ættleiðir barn „Við stefnum að því að ná sömu tölu og síðast, þúsund manns,“ segir Jóhannes Bachmann, einn skipuleggjenda Trukkakvölds Dóra tjakks sem haldið verður á Spot í Kópavogi í kvöld. Stíf dag- skrá verður á malarplaninu fyrir aftan Smáralind í dag. Þar verð- ur sýningin Trukkar & tæki 2009 þar sem trukkabílstjórar landsins koma saman og sýna tryllitæki sín. Almenningi gefst kostur á að skoða tækin. Ef veður leyfir verð- ur hægt að láta hífa sig tugi metra upp í loft í körfu. Ókeypis er inn á sýninguna og segir Jóhannes að þar verði eitthvað að finna fyrir alla aldurshópa. Jóhannes stendur að skipulagn- ingu sýningarinnar og skemmti- kvöldsins ásamt þeim Dóra tjakk, Ólafi Þór, Gesti Reynissyni og Herði Aðils. Hann segir að marg- ir úr þessum geira séu fluttir úr landi en enn sé nóg af fólki sem vilji gera sér glaðan dag. „Þetta er eina dæmið í þessum geira þar sem eitthvað er um að vera, fyrir utan árshátíð. Trukkakvöld Dóra tjakks er algjört eðalkvöld sem enginn vill missa af.“ Dagskráin er ekki flókin þegar trukkabílstjórar koma saman. Á þeirra samkomum kneyfa menn öl, ræða málin og stíga svo dans þegar hljómsveitin stígur á svið. „Við erum svo skemmtileg og hress. Við látum okkur sömu hljómsveit og í fyrra duga. Strák- arnir í Sixties voru æðislegir í fyrra og nú eru þeir reynslunni ríkari.“ - hdm Trukkabílstjórar gera sér glaðan dag HRESSIR TRUKKARAR Dóri tjakkur, lengst til vinstri, heldur árlegt skemmtikvöld sitt á Spot í Kópavogi í kvöld. Jói Bach er annar frá hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Umsjónakennari námskeiðsins er Elín Jakobsdóttir, fyrirsæta, auk fjölmargra gestakennara. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Skráning er hafin í síma 533 4646 og eskimo@eskimo.is Aldurstakmark er 12 ára. SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 22. SEPTEMBER OG 24. SEPTEMBER. SJÁLFSTYRKING FRAMKOMA LÍKAMSBURÐUR INNSÝN Í FYRIRSÆTUSTÖRF FÖRÐUN UMHIRÐA HÚÐAR OG HÁRS MYNDATAKA (10 S/H MYNDIR) TÍSKUSÝNINGARGANGA FÍKNEFNARFRÆÐSLA LEIKRÆN TJÁNING NÆRINGARFRÆÐSLA Allir þáttekendur fá Eskimo bol og Maybeline mascara. Viðurkenningarskjal og 10 sv/hv myndir. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu. Stúlkurnar eru farðaðar fyrir myndatökuna og tískusýninguna. Emm School of Make-Up sér um förðun. Leynileikhúsið kennir leikræna tjáningu. Verð 17.900 kr. VIÐ KLIPPUM HERRAMENN Á ÖLLUM ALD RI Bæjarlind 1-3 - 201 Kópavogur - Sími: 554 1414 Jörgen Gunnhildur Jökull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.