Fréttablaðið - 12.09.2009, Page 94

Fréttablaðið - 12.09.2009, Page 94
62 12. september 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. skrafa, 6. 49, 8. þangað til, 9. hluti kynfæra, 11. forfaðir, 12. rabb, 14. gimsteinn, 16. hvað, 17. röst, 18. sprækur, 20. umhverfis, 21. upp- spretta. LÓÐRÉTT 1. kvenflík, 3. tvíhljóði, 4. snautaðu, 5. flýtir, 7. bókastóll, 10. æxlunarkorn, 13. kjáni, 15. lappi, 16. gyðja, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. masa, 6. il, 8. uns, 9. leg, 11. ái, 12. skraf, 14. tópas, 16. ha, 17. iða, 18. ern, 20. um, 21. lind. LÓÐRÉTT: 1. pils, 3. au, 4. snáfaðu, 5. asi, 7. lektari, 10. gró, 13. api, 15. sami, 16. hel, 19. nn. Gylfi Ægisson Aldur: Ég er 62 ára en lít út fyrir að vera 43 ára. Starf: Listamaður. Stjörnumerki: Sporðdreki (fæddur sama dag og Richard Burton). Búseta: Nei, ég er ekki í Búseta. Fjölskylda: Ég, Jóhanna, köttur og Schäfer-hundur. Í vikunni var staðfest að skrautleg ævi- saga Gylfa kemur út fyrir jólin. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Magnús Þorsteinsson. 2 Sautján. 3 Gilles Mbang Ondo. „Hann er mjög spenntur fyrir því að koma hingað, hefur lengi langað að koma til Íslands,“ segir Davíð Óskar Ólafsson, einn þriggja fram- leiðenda kvikmyndarinnar Kónga- vegur 7 sem Valdís Óskarsdóttir leikstýrir. Í vikunni var gengið frá samningum við þýska leikarann Daniel Brühl um að hann myndi leika stórt hlutverk í íslensku myndinni sem fjallar um hvers- dagsleikann í hjólhýsahverfi. Brühl hefur skotist upp á stjörnuhimininn að undanförnu fyrir frammistöðu sína í Taranti- no-myndinni Inglourious Basterds en hann leikur stórt hlutverk í kvikmynd sem sýnd er inni í þeirri ágætu mynd. Tökur á Kóngavegi 7 hefjast í næstu viku en myndar- legt hjólhýsahverfi er nú að rísa fyrir myndina. Davíð vildi ekki gefa upp nákvæma staðsetningu á því svæði af ótta við skemmdar- verk og þjófnaði. Davíð segir þetta hafa krafist mikillar skipulagn- ingar enda sé Brühl stórstjarna í sínu föðurlandi og ákaflega eftir- sóttur. Inglourious Basterds hafi heldur ekki skemmt fyrir fram- anum. „Hann er í tökum á þýskri kvikmynd um svipað leyti en við lögum okkur að þeim tíma. Hann verður smá tíma með okkur í þess- ari viku, svo flýgur hann til Berl- ínar og kemur síðan aftur.“ Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu er leikhópurinn Vesturport í stóru hlutverki í myndinni og einn meðlimur hóps- ins hafði töluvert mikið um það að segja að Brühl tók hlutverkið að sér. „Þannig var með máli vexti að Nína Dögg Filippusdóttir og hann voru svokallaðar Shooting Stars í Berlín 2003 og þar kynnt- ust þau. Þegar upp kom sú pæling að fá evrópskan leikara í myndina stakk Nína upp á honum og hann reyndist meira en lítið til í að vera með. Hann hafði lengi langað til að vinna með Nínu og Vesturporti.“ Davíð viðurkennir að nærvera Brühls eigi eflaust eftir að liðka enn frekar fyrir dreifingarsamn- ingum erlendis og þá sér í lagi í Þýskalandi þar sem íslensk menn- ing hefur löngum átt sína aðdáend- ur. „Þetta skemmir ekkert fyrir og opnar okkur vissulega ýmsar dyr fyrir dreifingu myndarinnar erlendis.“ freyrgigja@frettabladid.is DAVÍÐ ÓSKAR: DANIEL BRÜHL OPNAR DYR INN Á ERLENDAN MARKAÐ Inglourious Basterds-leikari í kvikmynd Valdísar Óskars Fæðingarstaður-og ár: Barcelona árið 1978. Helstu myndir: Goodbye Lenin (2003) 2 days in Paris (2007) Bourne Ultimatum (2007) Inglouriuus Basterds (2009) DANIEL BRÜHL Í HNOTSKURN „Ég var náttúrlega bara í skýjunum þegar við fundum þessar upptökur. Þær eru algjör dem- antur,“ segir Bubbi Morthens. Hann komst heldur betur í feitt þegar myndbrot með tónlist- argoðsögninni Bing Crosby kom í leitirnar. Þar semur Crosby lag um Laxá í Aðaldal en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Bubbi nú að leggja lokahönd á heimildarmynd um ána. „Það er ekki nóg með að hann syngi heldur fer hann bara algjörlega á kostum. Hann setur í lax og fiskurinn fær slý á hausinn. Og þá heyrist Crosby segja; „this guy looks like a hippie“ eða, þessi lítur út eins og hippi.“ Crosby kom hingað til lands árið 1969 og heill her af fólki fylgdi honum við hvert fótmál. Bandarísk sjónvarpsstöð var með í för og tók myndirnar en Bubbi segir að gömlu Loftleiðir hafi átt réttinn. „Og þannig fengum við heimild til að nota myndirnar.“ Varla þarf að hafa mörg orð um hvers lags goðsögn Bing Crosby er; hann á vin- sælasta jólalag allra tíma, White Christmas, en söngurinn um jólasnjóinn hefur selst í yfir 100 milljónum eintaka. Bing Crosby er þar að auki þriðji vinsælasti leikari allra tíma ef marka má tölur úr miðasölu, aðeins Clark Gable og John Wayne skáka honum. Bubbi segir að fleiri gullmola sé að finna í heim- ildarmyndinni, þar á meðal myndbrot með listamannin- um Guðmundi frá Miðdal. „Og svo er það náttúrlega rúsín- an í pylsuendanum, sem eru myndir af Lee Wulff við veiði í ánni,“ segir Bubbi en fyrir þá sem ekki vita, þá er Wulff þessi algjör frumkvöðull í fluguveiðiheiminum. - fgg Bing Crosby syngur fyrir Bubba SJALDGÆFT MYNDEFNI Meðal þess sem má sjá í heimildarmynd Bubba Morthens um Laxá í Aðaldal er sjálfur Bing Crosby að taka lagið við árbakkann. Á svarthvítu myndinni kveður Crosby land og þjóð og stígur um borð í Loftleiðavél eftir velheppnaða veiði í hinni sögu- frægu á árið 1969. „Það er búið að vera að vinna í þessu lengi. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir sjónvarps- kokkurinn Völli Snær. Upptökur hafa staðið yfir á Snæfellsnesi á nýjum matreiðsluþætti sem nefnist Delicious Iceland. Um prufu- þátt er að ræða á enskri tungu og ef hann fær góðar viðtökur dreifingaraðila stend- ur til að framleiða heila þáttaröð hér á landi. Leikstjóri þáttarins heitir Dom- inic Cyriax og er hinn sami og hefur búið til matreiðsluþættina vinsælu með Nigellu Lawson sem hafa verið sýndir í Sjónvarpinu. „Það er verið að reyna að gera spenn- andi efni og vanda sig við það,“ segir Völli. Eingöngu verða notaðar íslenskar afurðir í þættinum, sem verður kynnt- ur á sjónvarpsráðstefnu í Cannes á næstunni. Þar verður einnig kynnt heimildarmyndin Living on the Edge eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag. Hinrik Ólafsson hjá Profilm segir að mikill áhugi sé á þættinum úti í heimi og hafa margir dreifing- araðilar sýnt honum áhuga. Hann segir að áhuginn hafi komið þeim geysilega mikið á óvart. „Þetta er ekkert auðveldur markaður, sérstaklega ekki núna,“ segir hann. „Við erum í „prósess“ með þess- um leikstjóra. Hann þekkir þennan matreiðslu- sjónvarpsmarkað út og inn og hann sér rosalega mikla möguleika í þessu.“ - fb Leikstjóri Nigellu stýrir Völla VÖLLI SNÆR Sjónvarpskokkurinn Völli Snær stjórnar nýjum matreiðsluþætti sem er í undirbúningi. NIGELLA LAWSON Dominic Cyriax hefur leikstýrt matreiðsluþáttunum vinsælu með Nigellu Lawson. Óttar Felix Hauksson brosir út að eyrum þessa dagana enda tókust 09.09.09-tónleikarnir hans, sem tileinkaðir voru John Lennon, ákaflega vel. Fullt var út úr dyrum á Nasa og góður rómur var gerður að frammi- stöðu flytjenda. Óttar er því lagstur undir feld þessa dagana og er alvarlega að velta því fyrir sér að halda afmælistónleika til heiðurs Lennon en Bítilinn hefði orðið 69 ára hinn 9. október næstkomandi. Afmælisdaginn ber upp á föstudag, sem hefur löngum þótt prýðilegur til tónleikahalds. Stöðvar 2-menn eru brosmildir eins og Óttar því skráningin í Wipe- out hefur farið fram úr þeirra björtustu vonum. Bæði Idol og X-Factor trekktu duglega að en ekki í líkingu við þennan þrautakóng. Þegar lokað var fyrir skrán- ingu í gær höfðu rúmlega þrjú þús- und manns óskað eftir því að fá að komast frítt til Argentínu. Friðrika Hjördís Geirsdóttir verður kynnir þáttanna ásamt Idol-Jóa og Simma. Popparinn Daníel Ágúst Har- aldsson og sambýliskona hans, listakonan Kitty Von Sometime, eignuðust litla dóttur í fyrradag. Þetta er annað barn Daníels, sem á fyrir dóttur úr fyrra sambandi, en fyrsta barn Kittyar. Víst er að parið er himinlifandi með hinn nýja fjölskyldumeðlim, sem mun án efa láta til sín taka í listaheiminum í framtíðinni. - fgg, sm FRÉTTIR AF FÓLKI N O R D IC PH O TO S/ A FP Með breyttu hugarfari getur þú öðlast það líf sem þú óskar þér. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu. NLP er öflugasta sjálfstyrkingarnámskeið sem völ er á. Námskeið í NLP tækni verður haldið 25. - 27.sept. og 2. - 4.okt. 2009 www.ckari.com; Mail: rosa@ckari.com; Sími: 894-2992 Kári Eyþórsson MPNLP „Hugurinn ber þig alla leið“ - Er sjálfstraustið í ólagi? - Viltu betri líðan? - Skilja þig fáir? - Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu? - Gengur öðrum betur í lífinu en þér? - Gengur illa að klára verkefni? - Er erfitt að höndla gagnrýni? © cKari.com STÓRSTJARNA Í ÞÝSKALANDI Daniel Brühl er ákaflega þekkt- ur í sínu heimalandi en hann lék stórt hlutverk í Taranti- no-myndinni Inglourious Basterds sem frum- sýnd var fyrir nokkru í íslenskum kvikmynda- húsum. Brühl og Nína Dögg Fillippusdóttir eru vinir eftir að þau voru Shooting Stars í Berlín árið 2003 en leikhópurinn Vesturport verður í stórri rullu í myndinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.