Fréttablaðið - 12.09.2009, Side 96

Fréttablaðið - 12.09.2009, Side 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans Í dag er laugardagurinn 12. sept- ember 2009, 255. dagur ársins. 6.42 13.24 20.04 6.24 13.09 19.51 Miklar framkvæmdir eru í vændum í miðborg Reykja- víkur. Rífa á Nasa við Austur- völl og skerða Ingólfstorg til að rýma fyrir risahóteli. Ég er þeirr- ar skoðunar að þessar hugmyndir séu glapræði. Kemur þar einkum þrennt til. Í fyrsta lagi er byggingin sem hýsir Nasa menningarsögulegt djásn, elsti hlusti hennar var byggður 1870. Salurinn, frá 1946, á engan sinn líka. Innréttingarnar, sem margar eru upphaflegar, eru fágætur vitnisburður um glæsi- leika og tísku eftirstríðsáranna sem víðast annars staðar hefur vikið fyrir séríslenskum gráma og landlægri meðalmennskudýrk- un. Að smíða eftirlíkingu af saln- um í kjallara fyrirhugaðs hótels er auðvitað ekkert annað en hámark plebbaskaparins. Eða dytti ein- hverjum í hug að réttlæta eyðilegg- ingu á handriti með þeim rökum að til sé ljósrit af því? Í öðru lagi hlýtur að teljast fásinna að fara út í framkvæmdir af þess- ari stærðargráðu á sama tíma og hálfkaraðar draugahallir og tómir turnar á víð og dreif um borgar- landið bera hruni og kreppu ófag- urt vitni. Væri nú ekki ráð að klára eitthvað af þeim áður en hafist er handa við jafnviðamikið og tíma- frekt rask og hér er á ferðinni? LOKS hlýtur það að orka tvímæl- is að sá sem mest mun hagnast á þessari framkvæmd skuli vera jafnrækilega tengdur inn í annan stjórnmálaflokkinn sem myndar meirihluta í borgarstjórn, og hér er um að ræða. Einhver kynni að spyrja hvort hann eigi að gjalda þess, en spurningin er heimskuleg því svarið er augljóslega já. Hann á að gjalda þess. Frelsi auðkýf- inga til stórframkvæmda er ekki forgangsmál í íslensku samfélagi eins og sakir standa. Í nútímaþjóðfélagi er ekki nóg að sennilega sé staðið að framkvæmd- um sem þessum með eðlilegum hætti. Það þarf að vera hafið yfir allan vafa að svo sé. Þegar fólk er í þeirri stöðu að taka ákvarðanir sem ekki aðeins hafa víðtæk áhrif á líf og umhverfi samborgaranna heldur ekki síður tekjur og gróða- möguleika stórbokka, gilda einfald- lega um það aðrar reglur en fólk almennt. Þegar eiginmaður framá- manns í valdaflokki færi leyfi fyrir svona umdeildum, umfangsmiklum og langvinnum framkvæmdum í hjarta miðborgarinnar í óþökk fjölda borgarbúa, ef ekki flestra, þá minnir einfaldlega of margt á klassíska, íslenska spillingu til að verjandi sé að fallast á þær. Árásin á Ingólfstorg BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Hvar er þín auglýsing? 35% 72%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.