Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 96

Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans Í dag er laugardagurinn 12. sept- ember 2009, 255. dagur ársins. 6.42 13.24 20.04 6.24 13.09 19.51 Miklar framkvæmdir eru í vændum í miðborg Reykja- víkur. Rífa á Nasa við Austur- völl og skerða Ingólfstorg til að rýma fyrir risahóteli. Ég er þeirr- ar skoðunar að þessar hugmyndir séu glapræði. Kemur þar einkum þrennt til. Í fyrsta lagi er byggingin sem hýsir Nasa menningarsögulegt djásn, elsti hlusti hennar var byggður 1870. Salurinn, frá 1946, á engan sinn líka. Innréttingarnar, sem margar eru upphaflegar, eru fágætur vitnisburður um glæsi- leika og tísku eftirstríðsáranna sem víðast annars staðar hefur vikið fyrir séríslenskum gráma og landlægri meðalmennskudýrk- un. Að smíða eftirlíkingu af saln- um í kjallara fyrirhugaðs hótels er auðvitað ekkert annað en hámark plebbaskaparins. Eða dytti ein- hverjum í hug að réttlæta eyðilegg- ingu á handriti með þeim rökum að til sé ljósrit af því? Í öðru lagi hlýtur að teljast fásinna að fara út í framkvæmdir af þess- ari stærðargráðu á sama tíma og hálfkaraðar draugahallir og tómir turnar á víð og dreif um borgar- landið bera hruni og kreppu ófag- urt vitni. Væri nú ekki ráð að klára eitthvað af þeim áður en hafist er handa við jafnviðamikið og tíma- frekt rask og hér er á ferðinni? LOKS hlýtur það að orka tvímæl- is að sá sem mest mun hagnast á þessari framkvæmd skuli vera jafnrækilega tengdur inn í annan stjórnmálaflokkinn sem myndar meirihluta í borgarstjórn, og hér er um að ræða. Einhver kynni að spyrja hvort hann eigi að gjalda þess, en spurningin er heimskuleg því svarið er augljóslega já. Hann á að gjalda þess. Frelsi auðkýf- inga til stórframkvæmda er ekki forgangsmál í íslensku samfélagi eins og sakir standa. Í nútímaþjóðfélagi er ekki nóg að sennilega sé staðið að framkvæmd- um sem þessum með eðlilegum hætti. Það þarf að vera hafið yfir allan vafa að svo sé. Þegar fólk er í þeirri stöðu að taka ákvarðanir sem ekki aðeins hafa víðtæk áhrif á líf og umhverfi samborgaranna heldur ekki síður tekjur og gróða- möguleika stórbokka, gilda einfald- lega um það aðrar reglur en fólk almennt. Þegar eiginmaður framá- manns í valdaflokki færi leyfi fyrir svona umdeildum, umfangsmiklum og langvinnum framkvæmdum í hjarta miðborgarinnar í óþökk fjölda borgarbúa, ef ekki flestra, þá minnir einfaldlega of margt á klassíska, íslenska spillingu til að verjandi sé að fallast á þær. Árásin á Ingólfstorg BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Hvar er þín auglýsing? 35% 72%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.