Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Page 7

Fálkinn - 28.06.1965, Page 7
krónprins til Grikklands, og árangur af þeirri ferð varð mikill sænskur rannsóknarleið- angur til Asine (nálægt Naup- lia), og tók krónprinsinn sjálf- ur þátt í leiðangrinum. Var uppgreftri haldið áfram árum saman, og kom þar margt merkilegt fram í dagsljósið. Gústaf konungur tók einnig þátt í sænskum vísindaleiðangri til Kýpur á árunum 1927—’31. Aftur kom í ljós hinn mikli áhugi konungs á fornleifafræði, er hann tók þátt í uppgreftri á Ítalíu árið 1957. En á síðari árum hefur áhugi hans einkum beinzt að kínverskri fornleifa- fræði og fornri list Kínverja. Hann á safn kínverskra forn- gripa, sem frægt er orðið um víða veröld. GÚSTAF ADOLF konungur heíur endurlífgað fornan sið að fara svo kallaða „Eiríks- götu“ um land sitt. Upphaf- lega var þessi ferð gerð til þess að konungi yrði vottuð hollusta í hverri sýslu. Nú á dögum er þessi ferð gerð í öðru augna- miði, þ. e. a. s. til þess að færa konunginn nær þegnum sínum og gefa honum jafnframt kost á að kynnast málefnum sýsln- anna af eigin raun. Svíþjóð er skipt í 24 sýslur, og enda þótt konungurinn hafi ekki komizt yfir þær allar, eru nú einungis fáar eftir. Einnig hefur Svía- konungur farið í opinberar heimsóknir til allmargra la'nda, svo sem til Danmerkur, Noregs, Finnlands, íslands, Bretlands og Hollands. HIN þunga byrði konung- dómsins krefst einnig hvíldar. Vænst þykir konung- inum um að geta stundað lax- og silungsveiði í fjallahéruðum Svíþjóðar. í ágústmánuði ár hvert leggur hann leið sína til lítils veiðikofa fjarri alfaraleið- um, þangað sem ófært er öllum bílum. Þangað verður aðeins komizt á hesti éða fótgangandi. Hann hefur einnig mikið yndi af garðrækt, enda fer mikið orð af trjágarðinum við sumar- höllina á Skáni. Má þar oft sjá konunginn á hnjánum reyta arfa eða ræða við garðyrkju- menn. GÚSTAF ADOLF konungur gekk árið 1905 að eiga brezku prinsessuna Margaretha af Connaught, en hún andaðist 1920. Áttu þau fimm börn, en elzti sonur þeirra, Gústaf Adolf Framh. á bls. 66. Konunglegur fornleifafræðingur. Ljósm.: Pressens bild. Gústaf VI Adolf hefur mikinn áhuga á garðrækt, og ber garður hans við sumarhöllina á Skáni þess fagurt vitni. Ljósm.: Kamerabild. Hið konunglega cmbætti veitir einnig tækifæri til hvíldar í kyrrð náttúrunnar. Ljósm.: Kamcrbild. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.