Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Side 10

Fálkinn - 28.06.1965, Side 10
 FÁLKINN munandi fín og fer það eftir því, hve mikið þau leggja á vöruna. Nordiska Kompaniet þykir fínast, á þeim forsend- um að það sé dýrast, — en hver veit nema hvort tveggja sé þjóðsaga. Eins og í öðrum borgum setur kaupmennskan mestan svip á Stokkhólm, meðan dag- ur er á lofti. Og það eru ekki aðeins stóru vöruhúsin, sem laða að sér vegfarendur held- ur einnig litlar verzlanir og ákafir kaupmenn, sem reyna með skjallyrðum og blíðubrosi á vör að fá fólk til þess að kaupa alls kyns óþarfa. En verði ekkert úr kaupunum er gamanið úti, hinn bukkandi búðarmaður er ekki lengi að verða eins og roð snúið í hund. Ég þvældist inn í litla búð i Stokkhólmi í vor þeirra er- inda að kaupa mér nærpils úr nælonefni. Það væri naum- ast í frásögur færandi, ef ég hefði ekki snúið út þaðan með pils, sem náði mér niður á hæla og þau heilræði verzl- unarkonunnar upp á vasann, að ég skyldi bregða því ofan í sjóðandi vatn heima hjá mér, þá myndi það hlaupa í mátu- lega stærð. Þetta var því merkilegra, þar sem fáir vissu betur en við báðar, að nælon- föt hafa þá náttúru, að þau stækka fremur en hlaupa í þvotti. En það hafa fleiri lent í svipaðri klípu. Maður, sem skrifar í dagblaðið Dagens Ny- heter, komst að því í vetur, að það væri óðs manns æði að ætla að kaupa skó á sjálfan sig í búðum. Það endaði alltaf með því, að einhverju ónot- hæfu væri prangað inn á mann. Aftur á móti pössuðu honum alltaf skórnir, sem konan hans keypti á hann, að honum fjarverandi. í gamla bænum úir og grú- ir af svolitlum búðarholum, þar sem seldir eru kjólgopar í kjánalegum litum, prjónles og annar heimilisiðnaður og kallað list. Ekki þarf um verð að spyrja. Þarna eru líka fjölmargar verzlanir, þar sem á boðstólum er gamall og þjóðlegur varningur, — misjafn að gæðum. Þangað leitar fólk og kaupir silfur- egg og kertastjaka sér til gamans. „Djöfulsins drasl er þetta,“ sagði íslenzk vinkona mín, sem horfði sínum óspilltu augum á fordýra forngripi fyrir innan verzlunarglerið við Strikið í Kaupmannahöfn. Kannskí hafði hi'm rétt fyrir sér? En þegar kvöldar er verzl- ununum lokað, og enginn veit, hvað hann á af sér að gera. Þeir, sem ætla að steypa sér út í gjálífið beint af götunni, lenda í mestu vandræðum. Eiginleg kaffihús eru sjald- séð í Stokkhólmi, aðallega er um að ræða einhvers konar bakarí með svolitlu plássi fyrir þá, sem vilja borða kök- urnar á staðnum og drekka kaffi með. Þessi bakaríishús loka öll snemma — eða eins og búizt sé við, að menn leiti ekki að kökum úr því. Þá eru dýrari veitingahús helztu greiðastaðir, en þeim er reyndar lokað um mið- nætti, og upp úr því er naum- 4 ast um annað að ræða en að fara heim til sín eða annarra. Því miður er ég ekki fær um að vísa veginn til beztu ‘ veitingastaðanna í Stokkólms- borg, — en Óperukjallarinn er sagður ákaflega hugguleg- ur matsölustaður, og það sagði mér stúlka, að fátt smakkað- ist sér betur en smásíld með rússneskum kavíar soðin í kampavíni framreidd á þeim stað. — Maður nokkur ofan af íslandi bar mikið lof á Bellmanskjallarann eða Gullna friðinn eins og húsið heitir. Þar skilst mér, að heyra megi óm af löngu sungnum vísum, ef menn sperra eyru, þegar kvöldar, þótt ég hafi ekki heyrt um það, að þar hafi verið sungið opinberlega óralengi. Ýmsir telja Svía, og þá ekki hvað sizt höfuðstaðarbúana, lítt ákomugóða. En það er mesti misskilningur, að þeir séu merkilegri með sig en annað fólk. Þeir eru kann- ski ekki sérstaklega flírulegir fyrst í stað, — en það er oft , á tíðum mjög þægilegt. Þann- ig má með lagni komast hjá þeim hálfkunningsskap, sem engum skemmtir. Ég hef held- ur ekki orðið vör við annað en fólk fyrirgefi það fúslega, þótt manni fipist í umgengnis- reglunum — að minnsta kosti, ef um útlendinga er að ræða, og að því er virðist, eru ís- lendingar með mestu útlend- ingum í Svíþjóð. En þetta er raunar kaup kaups, því að Stokkhólmur er framandi fyr- ir flestum hér heima. En eitt er illa liðið í Stokk- hólmi. Það er, að fólk troði sér fram fyrir aðra í biðröð. En þar eru alls staðar biðrað- ir, hvert sem litið er. Það er biðröð í búðunum, biðröð í bíóunum, biðröð á strætis- vagnastöðvunum. Ekki hittast svo tveir menn fyrir framan 10

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.