Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Page 34

Fálkinn - 28.06.1965, Page 34
Kvikmyndagerð Svía á sér ' langa og merkilega sögu. Segja má. a3 alit írá upphaíi hafi Svíar verið þar í fremstu röS. En við œilum ekki a3 rekja sögu sœnskra kvikmynda held- ur einungis víkja aS því helzta, sem þar er nú aS gerast í heimi kvikmyndanna. Konungur sænskrar kvikmyndagerð- ar er Ingmar Bergman, og er hann eini kvikmyndaleikstjóri veraldar, sem hlot- ið hefur hin eftirsóttu Oscar-verðlaun tvö ár í röð: árið 1960 fyrir Meyjar- lindina og 1961 fyrir Sem í skuggsjá. En Ingmar Bergman gerir meira en að stjórna myndum sínum, hann skrifar éinnig handrit. Og myndir hans fjalla um hin ólíkustu efni, allt frá átakan- legustu harmsögum til hinna léttustu og fjörlegustu gamanmynda. Ingmar Bergman fæddist árið 1918 í Uppsölum. Hann stundaði nám í lista- sögu og bókmenntum við háskólann í Stokkhólmi, en starfaði síðan sem leik- ' stjóri við öll helztu leikhús Svíþjóðar og gegnir nú embætti þjóðleikhússtjóra þar í landi. Fyrstu kvikmynd sína gerði hann 1949, og hét hún Fangelsið, en það var ekki fyrr en með 14. mynd ' sinni árið 1956, Brosi sumarnæturinnar, sem hann gat sér alþjóðlega frægð. Sú 1 mynd var verðlaunuð á kvikmynda- i hátíðinni í Cannes sem bezta gaman- mynd ársins, og síðan hefur ferill hans verið óslitin sigurganga. Sjöunda inn- siglið hlaut verðlaun í Cannes 1957, Andlitið kom 1958, Meyjarlindin 1959, Sem í skuggsjá 1961, og er sú mynd fyrsti hluti stærri heildar, hinar mynd- irnar eru Vetrarljós 1962 og Þögnin 1963, og hefur hún vakið mesta at- hygli allra mynda Bergmans. Síðasta kvikmynd Bergmans var gerð í fyrra, og er hún jafnframt fyrsta litmynd '■ hans. Þetta er gamanmynd og heitir Svo ekki sé minnzt á allar þessar konur. Annar sænskur kvikmyndaleikstjóri, , sem einnig hefur getið sér mikla frægð er Arne Sucksdorff. Hann hefur nýlega lokið við nýja mynd, sem heitir Ég á heima í Copacabana, og hlýtur einróma lof allra gagnrýnenda, enda verður hún send til Cannes í ár. Þessi mynd fjallar um líf munaðarlausra villtra barna í fátækrahverfum Rio de Janero, en Sucksdorff hefur unnið á vegum UNESCO í Brasilíu. Þar kynntist hann þessum ógæfusömu börnum og varð djúpt snortinn af lífsbaráttu þeirra, ein- kennilegri kímnigáfu og furðulegum kjarki. Áður en Sucksdorff tók að gera kvikmynd sína, fór hann að taka mynd- ir af lífi þeirra. Hann tók þátt í gleði þeirra og sorg og ódrepandi lífsmætti mánuðum saman, áður en hann hóf Framh. á bls. 66. 34 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.