Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Side 57

Fálkinn - 28.06.1965, Side 57
ÞEIR VILJA ÍSLANDSSÍLD SILDARBIIDIIMGUR 8 síldar, nýjar 4-5 tómatar 1 laukur 2 tsk. salt 10 piparkorn 1 tsk. dill Graslaukur Steinselja þeim milli síldanna. Kryddinu stráð yfir, % dl vatni hellt á. Laukurinn skor- inn smátt, stráð yfir. Lok sett á mótið, soðið í ofni við 200° nál. 30 mínútur. Graslauk og steinselju stráð yfir. FVLLTAR SÍLDAR Síldarnar hreinsaðar, hreistraðar og beinin tekin vel úr. Síldarnar vafðar saman, roðið látið snúa inn, raðað í smurt eldfast mót. Dýfið tómötunum í sjóðandi vatn, flettið hýðinu af þeim, skerið tómatana í tvennt og stingið 4-5 stórar útbein- aðar síldar 1 epli 1 stór tómat 1 lítill saxaður laukur Smjörbitar Salt og pipar 3 sneiðar bacon. Síldin hreinsuð og útbeinuð, skoluð vel og þerruð, lögð á málmpappír, sem brotinn er um síldina, svo að hún liggi eins og í lítilli öskju, kviðurinn á að snúa upp. Sildarnar fylltar með hráum eplabitum, tómatbátum, lauk og bacon, sem skorið er í mjóar ræmur. Smjör- bitum, salti og pipar dreift yfir. Síldin steikt í ofni við 250° í 15 mínútur eða undir glóðinni í um 5 mínútur. Borið fram á málmpappírnum með kartöfl- um í jafningi. KJÖTBOLLUR FYLLTAR KJÖTDEIGSVEFJUR o. fl. 400 g nautahakk 100 g svínahakk 1 dl brauðmylsna eða 2 soðnar, marðar kartöflur 1*4 dl rjómi 1*4 dl vatn 1 egg Salt, pipar, paprika 1 msk. saxaður laukur. Bezt er að hakka kjötið sjálfur. Kjöt- ið hrært með kryddinu, egginu, laukn- um, rjómablandinu, kartöflunum eða útbleyttri brauðmylsnunni hrært saman við. Úr þessu deigi er t. d. hægt að búa til kjötbollur, og kjötdeigsvefjur fylltar, baconbuff eða piparrótarbuff. Kjötbollur: Mótið bollur milli bleyttra handa. Steikið bollurnar á pönnu, ber- ið þær fram með alls kyns grænmeti. Kjötdeigsvefjur fylltar: Breiðið kjöt- deigið út í lengju á vættu plastbretti, skerið það í ferkantaða bita, setjið fyll- ingu á, vefjið kjötdeiginu utan um. Sem fyllingu er ágætt að hafa: Stein- selju saxaða, smjörsoðna sveppi, sveskj- ur og epli, tómatkraft, reykt flesk. Vefjurnar steiktar á pönnu, raðað í pott, dálitlu af sjóðandi vatni hellt yfir, soðið með hlemm á pottinum við hægan hita 10 mínútur. Potturinn hristur við og við. Raðað á fat, soðið jafnað með dálitlu kartöflumjöli eða rjóma, hellt yfir vefjurnar. Borðað með hráu græn- meti og soðnu. Baconbuff: Mótið kjötdeigið í lengj- ur, skerið hana í þykkar, jafnar sneið- ar, baconsneið vafið um hverja sneið, raðað í ofnskúffu. Sett inn í heitan ofn 20—25 mínútur. Feitinni ausið við og við yfir. Eftir 15 mínútna steikingu er ostsneið lögð ofan á hverja buffköku, fullsteikt. Borið fram með sýrðum agúrkum, soðnum kartöflum og salti. Piparrótarbuff: Búnar til þunnar buffkökur, gerið holu í miðju annarrar hverrar köku og látið piparrótarsmjör þar í (hrært smjör, kryddað með rif- inni, þurrkaðri piparrót), leggið aðra buffköku ofan á, fest vel saman. Steikt á pönnu, borið fram með brúnuðum lauk, soðnum kartöflum og öðru græn- meti. 1. Kjötbollurnar niótaðar milli lianda. 2. Þannig eru kjötdeigs- vefjurnar fylltar og vafðar upp. 3. Baconbuffin búin til. 4. Piparrótarbuffin fyllt mcð piparrótarsmjöri. FALKINN 57

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.