Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Qupperneq 59

Fálkinn - 28.06.1965, Qupperneq 59
um okkur algerlega óháða þeim flokki að öðru leyti. En við erum samt sem áður pólitískir, þ. e. a. s. við látum stjórn- málin mikið til okkar taka, og ég held mér sé óhætt að segja, að stjórnmálamennirnir taki fullt tillit til okkar. 70 þúsund tonn af pappír. Húsið, sem aldrei sefur, er aðsetur tveggja stærstu dag- blaða Svíþjóðar. Annað er morgunblað (Dagens Nyheter), hitt kvöldblað (Expressen). Sama fyrirtæki á bæði þessi blöð, en þau eru algerlega óháð hvort öðru og slær oft í brýnu milli þeirra. Hins vegar er öll vinnsla blaðanna sameiginleg. Þau eru sett og prentuð í sömu vélum, enda fer vel á því, þar sem prentunartími blaðanna rekst ekki á. Prófarkalestur bókasafn, myndasafn og blaða- úrklippusafn, ljósmyndavinnsla og myndamótagerð, pökkun og dreifing er sameiginleg. En slík vinna krefst vitanlega mikillar skipulagningar. Rétt hlutfall verður að vera milli stærðar blaðanna, enda er Ex- pressén í svipuðu broti og ís- lenzku blöðin, en Dagens Ny- heter hins vegar í helmingi stærra broti. Samanlagt er upp- lag blaðanna um ein milljón eintaka, svo að það er ekkert smáræðis fyrirtæki, sem þarf til slíkrar prentunar. Enda er iðnfyrirtæki blaðanna tveggja hið stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Sem dæmi um stærð þess má nefna, að það þarf 38 setningarvélar til að setja blöðin. Salurinn, þar sem sjálf prentunin fer fram er 80 metrar á lengd, og hin risastóra prentvél, sem auðvitað er sjálf- virk, prentar 280 þús. eintök af Dagens Nyheter á klukkustund eða 420 þúsund eintök af Ex- pressen (helmingi minna brot). Það tekur því ekki nema um klukkutíma og 15 mínútur að prenta allt upplagið af Ex- pressen, sem er’ útbreiddasta blað á Norðurlöndúm. Og til þess að gefa nokkra hugmynd um lesmáiið má nefna, að papp- írsnotkun blaðanna nemur 70 þús. tonnum á ári. Prentunin á Dagens Nyheter hefst klukkan 10.30 á kvöldin, en kl. 9 á morgnana er byrjað að prenta Expressen. Morgunninn h«=í)gað”r Eyoressen. Þannig breytir húsið, sem aldrei sefur, sífellt um svip. Það eru ýmist blaðamenn eða iðn- aðarmenn, sem bera hita starfs- ins. Morgunninn er helgaður Expressen, hinu létta kvöld- blaði, sem er vinsælast allra dagblaða á Norðurlöndum. Það eru um það bil 170 blaðamenn, sem vinna daglega að samningu þessa blaðs. Auðvitað hefst vinnan raunverulega nokkrum dögum áður en efni birtist í blaðinu, en fréttir eru unnar á eins skömmum tíma og fram- ast er unnt. Um nóttina sitja blaðamenn og fara yfir ógrynni erlendra blaða og vinna úr fréttasendingum úr fjarritum. Ritstjórnarskrifstofan er inn- réttuð með óvenjulegum hætti og allt skipulagt með hraða í huga. Hinir skrifandi blaða- menn eru staðsettir í klefum umhverfis stórt, opið svæði. Þar heldur til hin svokallaða ,,miðstjórn“, sem er hjarta blaðsins. Þaðan koma fyrirmæli til hinna ýmsu blaðamanna, hvar sem þeir eru staddir, og þangað kemur allt efni, sem skrifað hefur verið. Þar er það skipulagt, raðað niður og endanlega frá því gengið áður en það fer í setningu. f þessari „miðstjórn" eru starfandi um 20 menn, sem sitja við sér- smíðuð skrifborð, sem sérstak- lega eru gerð fyrir þessa vinnu. Á vegg einum er stór ljósa- tafla, og á henni er hægt að fylgjast með framgangi blaðs- ins, hvaða síður er verið að setja, hverjar eru fullfrágengn- ar og hverjar ókomnar. Þetta er gert til að koma í veg fyrir allar seinkanir og tafir, sem eru óhemjudýrar og setja allt skipulag úr skorðum. Fyrsti hluti upplagsins er sendur með flugvél til Norðurlands, en síð- asti hluti upplagsins kemur í sölustaði um klukkan 4 síð- degis. Síðari hluti dagsins helgaður Dagens Nyheter. Vinnudagurinn á Dagens Ny- heter hefst einnig snemma, þótt annasamt sé síðari hluta dags- ins. Klukkan níu hefst skipu- lagning dagsins. Hér eru blaða- mennirnir 190 talsins, þótt ekki geti þeir allir verið til staðar á hverjum einasta degi vegna fría, veikinda, ferðalaga o. s. frv. Um hádegi taka blaðamenn að streyma inn á ritstjórnar- skrifstofurnar, og um tvöleytið er allt á ferð og flugi. Kúltúr- deildin og stjórnmáladeildin halda fund um hálfeitt, og Framh. á bls. 63. Húsið, sem aldrei sefur, hið milda hús tveggja stærstu dagblaða Svíþjóðar, Dagens Nyheter og Expressen. Olof Lagercrantz, annar aðalsitstjóri Dagens Nyheter Hér er hjarta Expressen, aðsctur „miðstjórn- arinnar“ Setjarasalur blaðanna tveggja, þar sem 38 setningarvélar glymja allan sólarhringinn. FÁLKINN 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.