Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 23

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 23
Viö getum til dæmis skoðað það sem er að gerast í Danmörku núna, en þar er staðan nokkuð dæmigerð fyrir Evrópubandalagið. í dag eru fjögur fyrirtæki í Danmörku með vottuð gæðakerfi. Fimmtíu til viðbótareru komin langt með að setja saman gæðahandbók fyrir sig og á annað hundrað hafa formlega óskað vottunar og eru farin að vinna að nauðsynlegum aðlögunum til þess. Það tekur enda hátt á annað ár fyrir fyrirtæki að koma sér upp gæðakerfi sem telst vottunarhæft. Þetta er eitt af því sem er okkur mjög mikilvægt og verður sífellt mikilvægara. Staðreyndin er sú að þegar þar að kemur verður ekki gefinn langur aðlögunarfrestur. Menn setja þessi gæðakerfi ekki heldur upp einungis til að sýna fram á gæði vörunnar. Það er einnig talið að í þeim felist verulegur sparnaður í framleiðslu og því ættu þau að bæta stöðu þeirra fyrirtækja sem hafa tekið þau upp. Fyrir utan það hversu mikið þessi fyrirtæki bæta ímynd sína á markaðinum, sem er ekki lítils virði. Það er svo eðlilegt framhald af því að koma á gæðastjórnun að fyrirtæki noti upplýsingar sem gæðakerfin gefa þeim, til þess að leysa vandamál sem varða gæði framleiðslunnar. Samkeppnisstaða þeirra sem ekki beita gæðastjórnun mun því versna mjög fljótt. “ — Ereinhver ástæða til þess fyrir íslensk fyrirtæki að taka upp gæðakerfi? jjÞað eref til vill í lagi fyrir I okkur íslendinga að láta þessi mál kyrr liggja, ef við ætlum okkurekki að stefna að neinum útflutningi, heldur starfa einungis hér innanlands. Jafnvel hér munu þó fylgja því erfiðleikar, þar sem íslensk framleiðsla yrði að keppaá innanlandsmarkaði við framleiðslu þeirra erlendu aðila sem hafa tekið upp gæðakerfi. Við myndum því búa við flæöi inn í landið þótt við værum búin að reisa vegg í vegi fyrir útflutningi, sem varla þætti gott fyrir efnahagslífið. Eg held raunar að íslenskir iðnaðarmenn vilji alls ekki verða eftirbátar annara á þennan hátt. Feir vilja flestir skila góðu verki. Það má líka leggja áherslu á það, að þegar fyrirtæki setur upp gæðakerfi hjá sér er það ekki síður að tryggja gæði aðkeyptrar vöru og hráefnis heldur en eigin framleiðslu. Það er hætt við að á markaði sem ekki gerði skýrar gæðakröfur kæmi mikið af fremur slöku hráefni og þegar hráefnið er lélegt verður framleiðslan það einnig. Þess má svo geta að nokkur íslensk fyrirtæki hafa þegar sett upp gæðakerfi hjá sér og þau fyrstu eru farin að hugleiða að fá vottun." — Þarfþáekkiað koma til frumkvæði frá hinum opinbera í þessum efnum? HÞað er mjög skýrt varðandi gæðastjórnun að hún má alls ekki koma ofan frá. Komi fyrirmæli frá stjórnvöldum um að fylgt skuli gæðakerfum, verði reynt að troða einhverju slíku upp á iðnaðinn, munu viðbrögð manna þar verða mjög neikvæð. Það verður ekki um neitt nothæft gæðaátak að ræða hérá landi nema iðnaðurinn sé tilbúinn til þess að hafa frumkvæði þarum. Hiðopinberagetur tryggt að aðstæður séu fyrir hendi, svo sem og vottunarþjónusta og getur stutt fyrirtækin, en í iðnaðinum eru lykilmennirnir og það verður ekkert að gert í þessum efnum nema þeir leggi því lið sitt. “ Ef við víkjum aftur að stöðlum, hvað er verið að vinna í þeim efnum hér á landi nú? MÞað hefur verið hlutverk Iðntæknistofnunar að vinna að stöðlum og hefur stofnunin gert það um árabil. Það var ekki mikið fé sett í þetta í upphafi og er varla enn. Þó kom hingað til lands sænskur ráðgjafi, haustið 1986. Hann lagði til að stofnað yrði staðlaráð, sem skipað væri fulltrúum hagsmunaaðila. Lagði hann til að ráðið færi með allt sem lýtur að staðlamálum. A þeim tíma voru menn ekki tilbúnir að taka þátt í þessu. Margir voru ekki of vissir um hvað staðall er, auk þess sem margskonar misskilnings gætti um staðla og áhrif þeirra. Þó nokkurt undirbúningsstarf fór því fram áður en staðlaráðið tók formlega til starfa í október árið 1987. í ráðinu eiga sæti fulltrúar iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis, Háskóla íslands, Landssambands iðnaðarmanna, Félags íslenskra iðnrekenda, Verkfræðingafélagsins, Tæknifræðingafélagsins. Margir þessir aðilar hafa stutt markvisst við stöðlun, þeirra á meðal Landssamband iðnaðarmanna. Þá hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.