Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 73
unnið ásamt Meistara
og verktakasambandi
byggingamanna og
ýmsum félögum í
byggingaiðnaði að því
að skoða fyrirkomulag
uppmælinga og
tölvuvinnslu þeirra bæði
núverandi fyrirkomulag
og hvernig þróunin gæti
orðið í næstu framtíð.
Þessi vinna er langt
komin og fyrir liggja
fyrstu tillögur til úrbóta.
- Gerð verkáætlana
með aðstoð tölvu.
Verkefnið snérist um að
finna hentugan
hugbúnað fyrir gerð
verkáætlana og aðstoða
við að taka upp breytt
vinnubrögð við
skipulagningu
verkefna. Er því að
mestu lokið, en
fyrirhuguð eru
námskeið fyrir verktaka
í byggingariðnaði í gerð
og hagnýtingu
verkáætlana.
- Samtök um stofnun
félags um upptöku
EDI á íslandi
Um 80% af gögnum,
sem slegin eru inn í
tölvur eru útskriftir úr
öðrum tölvum. EDI
(electronic data
interchange) snýst um
að senda viðskiptaskjöl
beint á milli tölva. Til
þess að svo megi verða
þarf að koma upp
stöðlum fyrir skjöl,
samskipti og fleira svo
skjölin komist til skila og
móttökutölvan túlki
boðin rétt. Auk þess
þarf að leysa úr ýmsum
lagalegum atriðum.
Landssambandið hefur
tekið þátt í undirbúningi
að stofnun félags, sem
vinnuraðframgangi EDI
á íslandi. Það á fulltrúa í
framkvæmdanefnd
félagsins og auk þess
fulltrúa í svokallaðri
ICEPRO nefnd, sem er
nefnd á vegum
viðskiptaráðuneytisins.
- Starfí
undirbúningsnefnd
fyrir norræna
ráðstefnu: „Tré og
tölvutækni“
Fyrir 5 árum síðan var
haldin fyrsta norræna
ráðstefnan, sem bar
yfirskriftina: „Tré og
tölvutækni". Hún þótti
heppnast svo vel að
ákveðið var að halda
hana áfram á tveggja ára
fresti og áttu
Norðurlöndin að
skiptast á um að halda
hana. Nú er röðin komin
að íslandi að halda hana
og verður hún haldin í
september 1990. Þegar
hefur verið skipuð
nefnd til þess að sjá um
undirbúning og er hún
skipuð fulltrúum frá L.i.
auk Félagi ísl.
iðnrekenda og
Iðntæknistofnun.
Undirbúningur er þegar
hafinn fyrir ráðstefnuna.
Fulltrúi frá
Landssambandinu fór á
þessa ráðstefnu er hún
var síðast haldin í Oslo
1988. Upp úr þeirri ferð
kviknaði hugmynd að
sérstöku
frumherjaverkefni fyrir
húsgagna og
innréttingaiðnaðinn,
sem nú er verið að
undirbúa.