Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Síða 63
Þjónustustarfsemi
Landssambandsins
Eitt megin hlutverk
Landssambands
iðnaðarmanna er að vera
þjónustuaðili, sem
vinnur bæði fyrir
aðildarfélögin og einstök
fyrirtæki og félagsmenn
þeirra. Þessari almennu
j þjónustu má skipta í
nokkra megin þætti eftir
eðli þjónustunnar. Verður
nú gerð grein fyrir hverjum
þeirra um sig.
SAMNINGS'
BUNDIN
ÞJÓNUSTA
| Samkvæmt sérstöku
samkomulagi hefur
Landssambandið annast
alhliða skrifstofuhald
og hvers konar
hagsmunagæslu fyrir
ýmis af aðildarfélögum
I sínum fyrir ákveðið gjald
jafnframt selur það öðrum
aðilum þjónustu af ýmsum
toga. Talsverður tími hefur
I farið í þessi verkefni, enda
eru tekjur
Landssambandsins af
slíkri þjónustu all hátt
hlutfall af heildartekjum
þess. Hérá eftirverður
stuttlega gerð grein fyrir
því helsta, sem unnið
I hefur verið fyrír þessa
aðila.
Félag
dráttarbrauta
og skipasmiðja
- Átak í tölvuvæddri
verkáætlanagerð
hófst í samvinnu við
Landssambandið, og
eru nokkrar
skipasmíðastöðvar
komnar vel á veg með
að innleiða þessa nýju
tækni við
verkskipulagningu.
- Verkefnastaða
fyrirtækja innan
félagsins er könnuð
reglulega. Hún var
þokkaleg á árinu 1988
og virðist iðnaðurinn
nokkuð hafa rétt hlut
sinn í samkeppni við
erlendar stöðvar, hvað
varðarframkvæmd
viðgerða og
endurbótaverkefna,
miðað við árið áður. Það
sem af er þessu ári
hefur verkefnastaða
verið þokkaleg.
- Útboðsmál hafa mjög
verið til umfjöllunar og
kannaði félagið útkomu
úr 53 íslenskum
útboðum á
endurbótaverkefnum,
sem boðin hafa verið út
áalþjóðlegum markaði
á síðastliðnum 3 árum. í
Ijós kom að íslensk
fyrirtæki voru oftar lægri
í verðum en þau
erlendu, en samt sem
áður voru aðeins
helmingur þessara
verkefna unnin
innanlands. Félagið
vinnur nú að því að fá
hagsmunaaðilatil að
vinna að
samskiptareglum um
útboð.
- ÁvegumSMSfélagsins
og Landssambandsins
hefur verið unnið að
stöðlun
verksamninga
v/nýsmíði og
breytinga- og
viðgerðaverkefna í
samvinnu við LÍÚ og
ráðgjafaverkfræðinga.
Hafa drög að skilmálum
verið send út til
umsagnar og nú unnið
að endurskoðun með
hliðsjón af þeim.
- Félagið þurfti nú sem
áður að berjast fyrir því,
að í lánsfjárlögum yrði
lántökuheimild til
Byggðasjóðs til
viðbótarlána vegna
viðgerðaverkefna
innanlands.
- Félagið vann talsvert
með aðildarfyrirtækjum
vegna svokallaðs
“Marokkó-skipa“
verkefnis, sem eitt
aðildarfyrirtækjanna
hafði aflað. Þrátt fyrir að
verkefnið hafi ekki orðið
að veruleika reyndust
menn sammála um að
hægt væri að ná
stórfelldri hagræðingu
og lægra verði, með
aukinni stöðlun skipaog
samvinnu stöðva.
- Eitt megin verkefni
félagsins hefur verið að
vinna við úttekt
breska ráðgjafa-
fyrirtækisins
A & P Appledore
á íslenskum
skipaiðnaði í
samvinnu við
Landssambandið og
iðnaðarráðuneytið.
Verkefninu var skipt í
annars vegar
heildarúttekt á
íslenskum skipaiðnaði
og hins vegar úttekt á
einstökum fyrirtækjum.
í maí sl. skiluðu
ráðgjafarnir lokaskýrslu.
Nefnd á vegum
iðnaðarráðuneytisins
hefur verið skipuð til að
gera tillögur til
iðnaðarráðherra um þau
atriði í skýrslu
ráðgjafanna, sem
ráðlegt þykirað hrinda í
framkvæmd.
- Markaðsátak hófst í
sumar í samvinnu við
iðnaðarráðuneytið. Nú
er unnið að því að Ijúka
gerð bæklings um
innlendan skipaiðnað
bæði fyrir innlendan og
erlendan markað. Þá er
unnið að skilgreiningu á
verkefni, sem skal hafa
að markmiði að leita
markaðstækifæra
erlendis.
63