Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Side 44

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Side 44
tekjuskatt og eignarskatt á atvinnureksturinn, enda hafa samtökin öll mjög líka stefnu í þessum málum. Hefur þar verið bent á, að lítið eigið fé fyrirtækja er eitt stærsta vandamál atvinnurekstrar á íslandi. í tillögunum hefur því verið lögð megináhersla á nauðsyn breytinga á skattalögum, sem tryggi að skattaleg meðferð áhættufjár í atvinnurekstri sé ekki lakari en annars sparifjár. Hefur Landssambandið, eins og flest önnur samtök, komið tillögum um þetta efni á framfæri við stjórnvöld og stjórnmálamenn af ýmsu tilefni, en með litlum árangri. Flestir stjórnmálaflokkar hafa a.m.k. í orði kveðnu viðurkennt nauðsyn þess, að fyrirtæki nái að byggja upp eigið fé, en samt hefur engin samstaða náðst um þær breytingar á skattalögum, sem nauðsynlegar eru til þess að það megi verða. Þvert á móti var haustið 1988 lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem fól í sér heldur kaldar kveðjur til atvinnulífsins, sem þó var viðurkennt að stæði höllum fæti fyrir. Nánar tiltekið fól frumvarpið í sér verulega skerðingu á afskriftum, t.d. á iðnaðarvélum úr 15% í 12% og vélum til jarðvinnslu og mannvirkjagerðarúr20% í 15%, niðurfellingu á heimild til að gjaldfæra (afskrifa) á kaupári kostnaðarverð lausafjár með skemmri endingartíma en 3 ár, skerðingu á heimild til að leggja hluta af hagnaði í fjárfestingarsjóð, tekjuskattur lögaðila verði hækkaður úr 48% í 50% og eignarskattur þeirra hækkaður úr 0,95% í 1,2%. Landssamband iðnaðarmanna lýsti harðri andstöðu sinni við þessar breytingar á skattalögunum, erlendri lántöku á ábyrgð ríkissjóðs, skuldbreytingu, stofnun Atvinnutryggingarsjóðs útflutningsgreina, Hlutafjársjóðs o.fl. Umsagnir og ályktanir Landssambands iðnaðarmanna um þessi mál voru því mjög á sömu lund og um þær ráðstafanir, sem gerðar voru í febrúar 1988, þ.e. að almennar aðgerðir væru nauðsynlegar til þess að bæta samkeppnisstöðu og afkomu atvinnuveganna og draga úr viðskiptahalla, en mótmælt millifærslum og sértækum ráðstöfunum í þágu einstaka atvinnugreina sem í reynd fælu í sér gengisfölsun og óeðlilega röskun á starfsskilyrðum atvinnuveganna innbyrðis. Var sjónarmiðum Landssambandsins um þetta efni komið á framfæri með ýmsu móti, m.a. á fundum með iðnaðarnefndum Alþingis í desember 1988. Tekjuskattur og eignarskattur - skattlagning atvinnurekstrar Eins og mörg undanfarin ár hefur Landssamband iðnaðarmanna haft samstarf við önnur samtök atvinnurekenda um tillögugerð varðandi SKATTAMÁL

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.