Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 51

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 51
 TOLLAROG ÖNNUR AÐFLUTNINGS- GJÖLD Fyrir og eftir áramótin 1987/88 samþykkti Alþingi ýmsar grundvallar breytingar á þýðingarmestu tekjustofnun ríkissjóðs, þ.e. tollum, vörugjaldi og söluskatti Breytingum ávörugjaldi og söluskatti eru gerð skil annars staðar, sem og á tekjuskattslögum vegna upptöku á staðgreiðslu skatta, en héráeftirverður greint frá breytingum á tollalögum og tollskrá. ICerfisbreytingin í tollamálum hafði verið í undirbúningi svo árum skipti, en hún vartvíþætt. Annars vegar voru sett ný tollalög sem tóku gildi 1. september 1987, en þau fólu í sértalsverða kerfisbreytingu á framkvæmd tollheimtu og tolleftirlits, þ.á.m. almenna heimild fyrir að veita greiðslufrest á aðflutningsgjöldum (tollkrít). Hins vegar hafði farið fram heildarendurskoðun á sjálfri tollskránni. Var þeirri vinnu að mestu lokið, þegar tollalögin tóku gildi, en þar sem ekki lá fyrir, hvernig ríkissjóði yrði bætt það tekjutap, sem af upptöku nýrrar tollskrár hlytist, var ákveðið að slá gildistöku hennar á frest. Niðurstaða náðist síðan eins og áður sagði um áramótin 1987/88 með breytingum á lögum um vörugjald og söluskatt, og tók ný tollskrá gildi í byrjun ársins 1988. Með nýju tollskránni var í fyrsta lagi tekið upp nýtt tollnúmerakerfi sem byggist á svonefndri Brussel-tollskrá, sem Evrópuþjóðir nota nú almennt. í öðru lagi fól nýja tollskráin í sér ýmsar breytingar á tollatöxtum, sem almennt voru til lækkunar. Tollar lækkuðu mest á vörum, sem áður voru flokkaðar sem munaðarvörur, þar sem hæstu tollar lækkuðu úr 80% niður í 30%. Fyrir iðnaðinn og raunar allan atvinnurekstur var hvað mikilvægast, að að mestu leyti voru felldir niður tollar, sem ennþá voru til staðar á vélum, tækjum og hráefni til atvinnurekstrar Var þetta sérstaklega til hagsbóta fyrir ýmsar greinar viðgerða- og þjónustuiðnaðar, sem ekki hafa verið viðurkenndarsem samkeppnisiðnaður. Auk þess voru felldir niður ýmsir tollar á aðföngum til samkeppnisiðnaðar, þannig að þeim tilvikum ætti að fækka, þegar fyrirtæki í samkeppnisiðnaði þurfa að sækja um niðurfellingu eðaendurgreiðslu átollum af aðföngum. Loks fólst í nýju tollskránni niðurfelling eða lækkun á tollum af efni og tækjum til byggingariðnaðar. Má því Ijóst vera, að Landssamband iðnaðarmanna var fylgjandi þessari nýju tollskrá og þrýsti mjög á um, að hún yrði tekin upp. Varðandi ráðstafanir til þess að bæta ríkissjóði tekjutap vegna lækkunar tolla var Landssambandið hins vegar algjörlega mótfallið þeirri leið, sem þáverandi ríkisstjórn hugðist um tima fara, þ.e. að auka verulega tekjur af vörugjaldi með því ekki síst að leggja það á fjölmarga vöruflokka, sem íslensk iðnfyrirtæki ýmist framleiða eða nota sem hráefni. Þessu tókst sem betur fer að afstýra, eins og nánar er lýst í kaflanum um vörugjald. Breytingarnar í tolla- og aðflutningsgjalda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.