Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 62

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 62
62 forgangsverkefni í íslenskum skólamálum á grunnskóla- og framhaldsskóla- stigi, á vegum menntamálaráöu- neytisins. Raðað var í forgangsröð þeim tíu aðaláherslatriðum, sem Landssambandið taldi að þyrfti að vinna að á næstu 10 árum. - Umsögn um reglugerð um löggiltar iðngreinar, námssamninga og sveinspróf og reglugerð um framhaldsskóla. í framhaldi af setningu laga um framhaldsskóla hefur á vegum menntamálaráðu- neytisins verið lögð mikil vinna í að semja tvær reglurgerðir, sem fjalla um iðnfræðsluþátt laganna. Auk þess sem Landssambandið hefur tekið beinan þátt í undirbúningi og vinnu við samningu reglugerðanna, hefur það sentfrá sér ítarlegar umsagnir um þær báðar. Er þar þess getið, sem jákvætt er talið og þess, sem betur má fara. Gagnrýnd eru m.a. atriði eins og að ekki sé tekið á sérhæfingu verkmenntaskóla, mikið sé um kjaratengd atriði, sem eigi heima í kjarasamningum en ekki í reglugerðum og að stjórnkerfi skólanna sé njörfað niður í of þunglamalegt horf ásamt því að námsgagnagerð þurfi að efla stórlega og að virkt kennslueftirlit skorti. KYNNING Á IÐNFRÆÐSLU 0G VERKMENNTUN Eins og fram kom í skýrslu stjórnar Landssambandsins til síðasta Iðnþings hafði stjórnin látið vinna drög að átaki í kynningu á námi og störfum í iðnaði. Voru hugmyndir þessar kynntar fyrir menntamálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti með það í huga, að ráðuneytin veittu fjárhagslegan stuðning, til þess að standa mætti nokkuð myndarlega að því að gefa almenningi og ungu fólki jákvæðari mynd en áður af iðnnámi og þeim störfum, sem það leiðir af sér. Þótt afstaða beggja ráðherranna væri jákvæð til málsins komst það ekki svo langt að til þess væri veitt fé á fjárlögum. Starfshópur Iðnfræðsluráðs um þróun verkmenntunar sem Landssambandið átti fulltrúa í, skipaði síðar vinnuhóp, sem sérstaklega skyldi athuga annan þátt þessa máls þ.e. kynningu á iðnfræðslu. í þeim vinnuhóp var starfsmaður Landssambandsins. Skilaði hópurinn ítarlegum tillögum um að hannaður og framleiddur yrði „upplýsingapakki", sem innihéldi allt það, sem þarf til að kynningarinnar. Landssambandið hefur síðan ásamt Iðnskólaútgáfunni kostað forvinnu þessa verkefnis til að tryggja að það verði tilbúið fyrir næsta vor, en opinber fjárveiting í verkefnið verður ekki Ijós fyrren undirn.k. áramótog myndi því tefja það um ár, ef beðið væri eftir henni. MÁLEFNI IDNTÆKNI- STOFNUNAR IVIálefni Iðntæknistofnunar íslands eru reglulegatil umræðu í stjórn Landssambandsins, bæði þegar sérstök tilefni gefast og svo hefur sú venja skapast, að fulltrúi Landssambandsins í stjórn stofnunarinnar er kallaðurtil skrafs og ráðagerða með vissu millibili. Skipurit og starfsskipulag stofnunarinnar, m.a. stofnsetning sérstaðlaráða, s.s. rafstaðlaráðs og byggingastaðiaráðs, ásamtárlegri umræðu um tillögur til fjármögnunar stofnunarinnar hafa verið ofarlega á baugi frá síðasta Iðnþingi. Einnig hafa hugmyndir um að gera stofnunina að sjálfseignastofnun verið nokkuð ræddar, en engin formlega áætlun hefur verið gerð um það mál ennþá. Nefnd um starfsemi véltæknideildar við Iðntæknistofnun skilaði haustið 1988 ítarlegum tillögum um hvernig skyldi af stað farið með deildina. Landssambandið, sem átti aðiid að nefndinni, lagði til verulegt vinnuframlag í tengslum við starf hennar. Ákveðið var að hefja starf deildarinnar með lágmarksbúnaði og stendur nú yfir uppsetning tölvu- og vélabúnaðar. Er reiknað með að í lok þessa árs verði tilbúin kennslu- og þjálfunaraðstaða í samræmi við markmið deildarinnar. Deildin verður hluti af Rekstrartæknideild Iðntæknistofnunar og kemur hún til með að heita Framleiðslutækni- deild. Iðntæknistofnun íslands óskaði umsagnar Landssambandsins um drög að lýsingu á námskeiði fyrir húsverði, sem undirbúin hefðu verið af Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Fulltrúar Landssambandsins fóru yfir þessi drög, og voru ákvæði iðnaðarlaga höfð að leiðarljósi, og reynt að sjá til þess að með námi þessu yrði ekki á óeðlilegan hátt vegið að starfsréttindum iðnaðarmanna. Var tekið tillit til ýmissa ábendinga Landssambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.