Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 7
—f Iðnþing íslendinga er að þessu sinni haldið undir kjöroðinu ÍSLENSKUR IÐNAÐUR- ÍSLENSK FRAMTÍÐ. Fengnirhafa verið kunnáttumenn bæði úr röðum félagsmanna og aðrir til að fjalla um iðnaðinn í þjóðhagslegu og sögulegu samhengi, spá fyrir um framtíðarhorfur hans m.a. í Ijósi breytinga, sem augljóslega verða á samkeppnisskilyrðum vegna stóraukins viðskiptasamstarfs Evrópuþjóða. Þá mun verða fjallað um hvort og þá hvað stjórnvöld annars vegar og fyrirtækin hins vegar þurfa að gera til þess að beina þróuninni inn á æskilegustu brautir. w I þessu blaði er fjallað um einn stóran þátt þessa máls, breytingarnar í Evrópu. Landssamband iðnaðarmanna hefur ekki látið mikið frá sérfara um þetta „tískumái" eins og margir eru farnir að taka til orða, en með tilliti til hve áhrif þessara breytinga munu verða víðtæk er eðlilegt, að gera þeim nokkur skil á þessum vettvangi. IVIegin tilgangur sameiginlegs innri markaðar Evrópubandalagsins er að styrkja samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja gagnvart sífellt meiri og hatrammari samkeppni frá löndum utan Evrópu, s.s. Japan og Bandaríkjunum. Taka sumir svo djúpt í árinni að tala um endurreisn „gömlu Evrópu", sem hefur að undanförnu smátt og smátt þurft að láta undan síga í samkeppni við nýiðnvæddu þjóðirnar svokölluðu. Athyglisvert er, að til að ná þessu markmiði, vinnur Evrópubandalagið ekki eingöngu að því að fjarlægja viðskiptahindranir, auka innbyrðis samskipti og bæta rekstrarskilyrðin. Fjölmargar ráðstafanir eru einnig fyrirhugaðar til að efla atvinnulífið með beinum hætti. Nægir í þessu sambandi að nefna hina miklu áherslu, sem lögð er ásérstakar ráðstafanir til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki. A,fleiðingin mun alls ekki einvörðungu birtast í breyttum aðstæðum fyrir þá aðila hér á landi og í öðrum löndum utan Evrópubandalagsins, sem flytja vörur eða þjónustu til bandalagslandanna. Bætt rekstrarskilyrði í löndum bandalagsins munu ekki síður hafa afdrifarík áhrif og auka verulega samkeppni hér á heimamarkaði vegna aukinnar ásóknar frá innflutningi. Landssamband iðnaðarmanna hefur í tvennum tilgangi reynt að fylgjast með því sem þarna er að gerast. Annars vegar til að geta tekið þátt í að móta stefnu um viðbrögð stjórnvalda og aðlögun starfsskilyrða hér á landi gagnvart þessum nýju viðhorfum. Hins vegar til þess að geta upplýst aðildarfyrirtækin og aðstoðað þau við að bregðast við á viðeigandi hátt. Hvorutveggja krefst mikillar upplýsingamiðlunar. En til þess að koma í veg fyrir tví- eða margverknað reynir Landssambandið að einbeita sér að ákveðnum þáttum þessa máls og þá helst þeim, sem varða samskipti og hugsanlega samninga milli Evrópubandalagsins og EFTA og ætla má að miklu varði fyrir íslenskan iðnað. Hinum helstu þeirra eru gerð nokkur skil í þessu blaði. Hefur verið leitað til ýmissa manna, sem um þessi mál fjalla og eru sérfróðir hver á sínu sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.