Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Side 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Side 7
—f Iðnþing íslendinga er að þessu sinni haldið undir kjöroðinu ÍSLENSKUR IÐNAÐUR- ÍSLENSK FRAMTÍÐ. Fengnirhafa verið kunnáttumenn bæði úr röðum félagsmanna og aðrir til að fjalla um iðnaðinn í þjóðhagslegu og sögulegu samhengi, spá fyrir um framtíðarhorfur hans m.a. í Ijósi breytinga, sem augljóslega verða á samkeppnisskilyrðum vegna stóraukins viðskiptasamstarfs Evrópuþjóða. Þá mun verða fjallað um hvort og þá hvað stjórnvöld annars vegar og fyrirtækin hins vegar þurfa að gera til þess að beina þróuninni inn á æskilegustu brautir. w I þessu blaði er fjallað um einn stóran þátt þessa máls, breytingarnar í Evrópu. Landssamband iðnaðarmanna hefur ekki látið mikið frá sérfara um þetta „tískumái" eins og margir eru farnir að taka til orða, en með tilliti til hve áhrif þessara breytinga munu verða víðtæk er eðlilegt, að gera þeim nokkur skil á þessum vettvangi. IVIegin tilgangur sameiginlegs innri markaðar Evrópubandalagsins er að styrkja samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja gagnvart sífellt meiri og hatrammari samkeppni frá löndum utan Evrópu, s.s. Japan og Bandaríkjunum. Taka sumir svo djúpt í árinni að tala um endurreisn „gömlu Evrópu", sem hefur að undanförnu smátt og smátt þurft að láta undan síga í samkeppni við nýiðnvæddu þjóðirnar svokölluðu. Athyglisvert er, að til að ná þessu markmiði, vinnur Evrópubandalagið ekki eingöngu að því að fjarlægja viðskiptahindranir, auka innbyrðis samskipti og bæta rekstrarskilyrðin. Fjölmargar ráðstafanir eru einnig fyrirhugaðar til að efla atvinnulífið með beinum hætti. Nægir í þessu sambandi að nefna hina miklu áherslu, sem lögð er ásérstakar ráðstafanir til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki. A,fleiðingin mun alls ekki einvörðungu birtast í breyttum aðstæðum fyrir þá aðila hér á landi og í öðrum löndum utan Evrópubandalagsins, sem flytja vörur eða þjónustu til bandalagslandanna. Bætt rekstrarskilyrði í löndum bandalagsins munu ekki síður hafa afdrifarík áhrif og auka verulega samkeppni hér á heimamarkaði vegna aukinnar ásóknar frá innflutningi. Landssamband iðnaðarmanna hefur í tvennum tilgangi reynt að fylgjast með því sem þarna er að gerast. Annars vegar til að geta tekið þátt í að móta stefnu um viðbrögð stjórnvalda og aðlögun starfsskilyrða hér á landi gagnvart þessum nýju viðhorfum. Hins vegar til þess að geta upplýst aðildarfyrirtækin og aðstoðað þau við að bregðast við á viðeigandi hátt. Hvorutveggja krefst mikillar upplýsingamiðlunar. En til þess að koma í veg fyrir tví- eða margverknað reynir Landssambandið að einbeita sér að ákveðnum þáttum þessa máls og þá helst þeim, sem varða samskipti og hugsanlega samninga milli Evrópubandalagsins og EFTA og ætla má að miklu varði fyrir íslenskan iðnað. Hinum helstu þeirra eru gerð nokkur skil í þessu blaði. Hefur verið leitað til ýmissa manna, sem um þessi mál fjalla og eru sérfróðir hver á sínu sviði.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.