Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 32

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 32
samruni við EB. Því ætti aðstaða okkar til að fylgjast með og marka stefnu í þessum málum að vera góð um þessar mundir. Sú upplýsingaöflun, sem | nú er í gangi hefur þegar leitttil þess, að fyrir liggur að gera þarf ýmsar breytingar hér innanlands í frjálsræðisátt. Það verður að gerast, ef atvinnuvegirnir eiga að standa af sér þær breytingar, sem munu eiga sér stað í hinum fjölmörgu málaflokkum. Ekki hvað síst skyldum við I staldra við og skoða mjög náið hvernig málin þróast hvað varðar S fjármagnsflutninga, búsetu og atvinnurétt. Sér í lagi verðum við að tryggja rétt okkar til fiskveiða og ganga vendilega frá öllu er varðar 1 orkuréttindin. íslenskir orkubrunnar eru og verða einstakir fyrir Evrópu, því virkjun þeirra er án mengunar eða hættu á kjarnorkuslysi. Verðgildi þeirra verður því æ meira og æ eftirsóknarverðara er I að nýta slíka orku. Þróun þessara mála er ótrúlega hröð og því brýnt, I að við höldum vel á spöðunum. Minna má á fund utanríkisráðherra I EFTA-ríkjanna og EB í lok þessa árs. Þau verkefni, sem snúa að okkur og § verðuraðtakaföstum tökum eru mörg. Hvað atvinnuvegina varðar er æ mikilvægara, að létt verði á hömlulajusri miðstýringu ríkisins og gengið í átt til meira frjálsræðis í peninga- og efnahagsmálum. Hætta verður að halda uppi fölskum atvinnurekstri með gjafafé úr opinberum sjóðum. KVENNA- LISTINN ICvennalistakonur telja aðild íslendinga að Efnahagsbandalagi Evrópu ekki komatil greina. Hins vegar er áríðandi að fylgjast mjög vel með þróun mála og búa sig sem best undir þær breytingar, sem óhjákvæmilega fylgja sameinuðum markaði EB-landanna. Þennan sameiginlega markað sjá ýmsir fyrir sér sem paradís stórfyrirtækjanna og verðugt mótvægi við Bandaríkin og Japan. Jafnframt óttast margir, að smáríki eins og ísland standi höllum fæti í viðskiptum við slíkan risa, sem hugsanlega setji upp hindranirtil varnareigin markaði. Sjálfsagt er að vera vel á verði gagnvart öllu slíku, en ekki er síður ástæða til að gera sér grein fyrir kostum kerfisins og nýta þá. Sem dæmi má nefna, að samræmdir staðlar og samræmdar kröfur aðildarlandanna geta augljóslega orðið til mikils hagræðis og brýnt að fylgjast vel með þróun þeirra þátta. Islendingar hafa nú þegar mikil viðskipti við EB- löndin og ekki ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram. Þessi viðskipti þarf að treysta og efna til nýrra, en um leið er skynsamlegt að leggja aukna áherslu á viðskipti við markaðssvæði Bandaríkjanna og Japans og e.t.v. fleiri. Sjávarútvegurinn er og verður undirstaða viðskipta íslendinga við aðrarþjóðirog bæði í þeirri grein og flestum öðrum er aðaltrompið lítt mengað umhverfi, sem verður æ dýrmætara í hrakandi heimi iðnaðarmengunar og ofnýtingarauðlinda. Á þessu sviði standa íslendingar vel að vígi, hvert svo sem viðskiptum er beint. Ómengaðar afurðir úr hreinu umhverfi er það sem leggja ber höfuðáherslu á. í því felast styrkur og möguleikar íslenskrar framleiðslu. Svarið við spurningu tímaritsins er því í stuttu máli þríþætt: Islendingar þurfa að fylgjast vel með undirbúningi innri markaðar EB og hagnýta sér þá kosti, sem hann hefur, en einblína ekki á gallana. Heir verða jafnframt að efla viðskipti við önnur markaðssvæði, einkum Bandaríkin og Japan. Og síðast en ekki síst þarf að leggja mjög aukna áherslu á sérstöðu lands og þjóðar, sem fyrst og fremst er fólgin í hreinu umhverfi. Rétt er svo að minna á og undirstrika, að atvinnulífið er ekkert einkamál fyrirtækjanna og stjórnenda þeirra, heldur ekkert síður starfsfólksins. Umræðan hefur að alltof litlu leyti snúist um þau áhrif sem sameinaður markaður bandalagslandanna hefur óhjákvæmilega á aðstæður og kjör hins vinnandi manns. Aðstæður og kjör eru nú gjörólík í löndunum og augljós aðstöðumunur hinna stærri og ríkari annars vegar og fátækari jaðarríkja hins vegar. Mörg vandamál eru algjörlega óleyst varðandi félagsleg réttindi svo sem lífeyrismál, tryggingamál, atvinnuréttindi, vandamál innflytjenda o.s.frv. Þá er nauðsynlegt að leggja sérstaka áherslu á stöðu kvenna, þegar um þessi mál erfjallað. Staða þeirra er að flestu leyti veikari en karla og verður enn veikari í heimi stórfyrirtækja og auðhringa, þar sem margt bendir til þess, að félagsleg réttindi verði afgangsstærð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.