Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 21

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 21
Ef húsbyggjandinn skyldi nú þekkja persónulega einhvern múrara og verða þeirrar náðar aðnjótandi að fá hann til starfa, þá bætir múrarinn við tveimur múrhúsum, öðru utan yfir, hinu innaní. Hús og húsbúnaður Þyrnirósu svetninn í byggingar- tækninni Texti: Gísli Siffurðsson. Ljósm.: Kristján Magniisson. hvers ertu með þennan andsk. meistara, ef hann á ekki að segja þér, hvað þú átt að leggja til“, og mér varð auðvitað svara- fátt. Margir þekkja þessa sögu af sjálfum sér. Ómælt vinnutap og grimmilegur kostnaður verður við hvert einasta hús af þessum sökum. Þegar smiður er fenginn til að setja upp eldhúsinnrétt- ingu, þá þarf maður venjulega að byrja á því að taka leigubíl' eftir skrúfjárni, sem er í ein- hverjum vinnuskúr inn við Ár- bæ og ekki er hann fyrr kominn með járnið en hann vantar skrúf- ur og þær eru í öðrum vinnu- skúr suður í Garðahreppi og lím- ið er kannski vestur á Seltjarn- arnesi. Af öllum þessu orsakast sá seinagangur í byggingum, sem hvergi á sinn líka. Stundum eru hreinir ræningj- ar á ferðinni og fyrir þeim virð- ast menn varnarlausir, hversu ó- trúlega sem það kann að hljóma. Það er að vísu nokkuð langt gengið, ef þarf að hafa menn á kaupi, einungis til að standa yf- ir einhverjum tilvonandi ræn- ingja, en samt getur það marg- borgað sig. Eitt dæmi skal til- greint þar um. Maður nokkur fékk lóð, þar sem svo hagaði til, að hallandi klöpp var í lóðinni og varð hann af þeim sökum að láta sprengja eins og oft kemur fyrir. Hvað gera menn, þegar þannig ber til? Jú, þeir eyða sínum dýrmæta tíma til að leita á eigin spýtur að einhverjum, sem tekur slíkt verk að sér; spyrja Pétur og Pál, hvort þeir þekki ekki einhvern og svo end- ar þetta með því að einhver þekkir mann sem þekkir mann sem sprengir klappir. Þeim hrjáða húsbyggjanda, sem hér um ræðir, var bent á mann, sem hefði þetta að atvinnu og náði hann sambandi við manninn. Húsbyggjandinn fékk spreng- ingamanninn með sér á staðinn og bað hann að segja eftir feng- inni reynslu, hversu mikið það mundi kosta að sprengja það sem með þurfti. Með vinnu, sprengiefni og trukk til að lyfta farginu, mundi það kosta 30 þús- und, sagði sprengingamaðurinn. Þar með var hann látinn um verkið og sá enginn til, meðan hann framkvæmdi það. Svo kom uppgjörið, fékk húsbyggjandinn að vita það, að einhvernveginn öðruvísi og miklu seigara grjót hefði verið í klöppinni, þegar til kastanna kom. Sprengingamað- urinn hafði því miður þurft að bora tvöfalt fleiri holur en hann hafði áætlað og því miður hafði hann orðið að láta tvöfalt eða þrefalt fleiri túpur af sprengi- efni í hverja holu af því að klöppin var svo hörð. Reikning- urinn hljóðaði upp á 100 þúsund krónur. Húsbyggjandinn sagðist hafa sleppt sér af reiði, því hér var augljóslega ótíndur ræningi á ferðinni, en nú var ekkert vitni af verkinu. Húsbyggjandinn tregðaðist við að borga og fékk 10 þúsund króna afslátt, en lög- fræðingur sagði honum, að þýð- ingarlaust væri að fara í mál. Ómögulegt væri að bera brigður á það eftir á, að svo og svo miklu sprengiefni hefði verið eytt. Eitt af því sem gerir húsbyggj- endur gráhærða, eru viðskipti við fyrirtæki þau, sem selja steypu. Þau hafa sama hátt á og iðnaðarmenn: Lofa endalaust upp í ermina á sér og geta. svo ekki staðið við loforðin. Við töluðum við einn húsbyggjanda úr Ár- bæjarhverfi og hann sagði: „Það var svo um samið, að þeir kæmu með steypuna klukkan tvö og þá hafði verið fenginn kranabíll á staðinn til að hífa svo og flokk- ur manna. Sá flokkur fékk að bíða aðgerðalaus til kl. sex, en þá kom fyrsti bíllinn. Svo var steypt í næturvinnu framundir miðnætti. Eftir mikinn reiðilest- ur var mér lofað að þetta kæmi aldrei fyrir aftur. Við nsestu steypu stóðu þeir við orð sín og fyrsti bíllinn kom svo að segja á mínútunni. En svo liðu tveir klukkutímar þar til sá næsti sást og alltaf beið mannskapurinn. Þá voru þeir með miklu fleiri í tak- inu en þeir höfðu möguleika til að afgreiða og dreifðu steypu- bílunum um allt til þess að gera öllum einhver skil. En auðvitað gerðist allsstaðar sama sagan: Mennirnir biðu verklausir og vesalings húsbyggjandinn stóð einhversstaðar álengdar og barði saman hnefunum í réttlátri reiði“. Framhald á bls. 49. VIKAN I. *W. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.