Vikan


Vikan - 06.01.1966, Síða 39

Vikan - 06.01.1966, Síða 39
þeim nálægt þorpinu Porguessa. Aftur virtust þessar herskáu og elskulegu konur dáleiða þá fyrst í stað. Aftur urðu þeir að nota sína andstyggilegu byssustingi gegn þessum yndislegu skaparans skepn- um. Og aftur hrundu þeir áhlaupi þeirra. Þjáðir af samvizkubiti héldu þeir úr Útlendingahersveitinni göngunni áfram í broddi fylkingar. Liðsfor- ingjarnir reyndu að létta lund þeirra. Þessar skjaldmeyjar voru engar konur í venjulegri merkingu þess orðs, sögðu þeir. Þær voru dýrslegir villimenn, svartir skratt- ar, helvísk sköss, sem engu vildu sinna nema manndrápum. En liðs- foringjarnir trúðu þessu varla sjálf- ir. Því einnig þeir höfðu vegið skjaldmeyjar með byssusting; þeir höfðu séð þær taka banvænum sár- um með æðrulausri ró og milda ásökunina í tilliti þeirra, en þær horfðust í augu við banamenn sína. Þann fimmta október fylgdist da- hómski herinn með þeim franska, en réðist ekki á hann. Næsta morg- un gerðu landsmenn hinsvegar á- hlaup af fullum krafti. Einn her- mannanna úr Útlendingahersveit- inni æpti upp að skjaldmeyjarnar væru að ráðast á þá einu sinni enn. Hversvegna gátu þær ekki ráð- ist á tirailleurs í þetta sinn, svona rétt til tilbreytingar? Hversvegna réðust þær alltaf á þá? Látið þær ekki komast í návígi, hrópaði ein- hver. Þetta þótti mönnum það vit- legasta ráð, sem gefið hafði verið í herferðinni fram til þessa. Þeir hlóðu og skutu af meiri ákafa en nokkurntíma fyrr í lífinu. Þegar Da- hómar að lokum létu undan síga, hafði sú skjaldmeyjan, sem næst komst óvinum slnum, fallið I tutt- ugu metra fjarlægð frá þeim. Níunda október og líka þann tí- unda komu skjaldmeyjarnar nokkr- um sinnum fram úr runnunum og réðust á framverði Frakka með brugðnum sverðum og söxum. í hvert skipti skutu hermennirnir æð- islega á þær og flýðu svo sem fæt- ur toguðu. Liðsforingjarnir hlupu á eftir þeim, bölvandi og ragnandi, og tókst að stöðva þá. Þeir hófu þá á ný ofsalega skothríð og stökktu skjaldmeyjunum þannig á flótta, rétt eins og þeir hefðu gleymt hvernig átti að nota uppá- haldsvopn þeirra, byssustinginn. Liðsforingi einn reyndi að stæla þá með því að mikla fyrir þeim hvílíkar örlagaskepnur Dahómar væru, morðingjar, kvalarar, mann- ætur og svarnir fjendur Frakka. En hermönnunum fannst lítið til um þennan fyrirlestur. Einn þeirra lét svo um mælt, að skjaldmeyjarnar væru naumast dæmigerðir Dahóm- ar, heldur fyrst og fremst hugrakk- ar konur. Þótt svo að mennirnir úr Útlend- ingahersveitinni hefðu til þessa hrundið öllum áhlaupum og stað- ið sig prýðilega sem framvarðarlið, þá hafði Dodds hershöfðingi tölu- verðar áhyggjur út af þeim. Hann kallaði þá saman til fyrirlesturs en forðaðist að minnast á skjaldmeyj- arnar. Hinsvegar hældi hann Út- lendingahersveitinni á hvert reipi; sagði hermenn hennar þá beztu í heimi og að sér hefði aldrei verið sýndur annar eins sómi og nú, er hann stjórnaði nokkrum þeirra. En ekki gat þetta hól vakið hjá hermönnunum hatur til skjaldmeyj- anna né fengið þá til að kætast við að stinga þær byssustingjum. Þó var Dodds mjög í mun að gera þá svolítið vígreifari. Hann hafði nefnilega frétt að óvinirnir hefðu búizt mjög rammlega urn við Kota, mikilvægt þorp á leiðinni til Abóm- ey. Atlagan að Kota skyndi greidd næsta morgun, þann fjórtánda októ- ber. Og Útlendingahersveitin, sú harðasta í heimi, skyldi vera í fylk- ingarbrjósti. Það var ekkert nýnæmi fyrir Út- lendingahersveitina að berjast ( fylkingarbrjósti franskra herja. En allt öðru máli gegndi ef barist var gegn konum. Hermennirnir bölsót- uðust og nöldruðu sín á milli og sögðu þetta strfð það sóðalegasta, sem þeir nokkru sinni hefðu tekið þátt í. Liðsforingjarnir reyndu að manna þá upp á þann hátt, sem slíkir hafa plagað í öllum stríðum, minntu þá á frægð hersveitarinnar og erfðavenjur og svo framvegis. Næsta morgun nálgaðist herinn svo Koto í sveittri, nöldrandi fylk- ingu. Dátarnir þrömmuðu hægt á- fram ( gegnum landslag, sem minnti á trjágarð, og í eyrum þeirra buldi trumbusláttur óvinanna. Von bráð- ar komu þeir fram ( rjóður og sáu þá framundan hálmþökin í Koto og þyrnigerðið umhverfis þorpið. Að baki þeim tóku smáfallbyss- urnar tvær, sem þeir höfðu með- ferðis, að þruma. Hermennirnir runnu fram hálfbognir og riffil- skeftin strukust við læri þeirra. Staðar nem og skjótið! Fellið byssu- stingina! Áfram! Óstöðug skothríð- in frá þyrnigerðinu olli þeim litlu tjóni. Þeir ruddust inn í gerðið og í gegnum það og stóðu þá einu sinni enn augliti til auglits við blessaðar skjaldmeyjarnar. Ein þeirra skaut spjóti að her- manni. Þá óð hún að honum með brugðið sax. Þegar hún hjó til hans, bar hann af sér höggið með riffl- inum og saxið hrökk úr hendi henn- ar. Þegar hún laut niður til að taka það upp, steig hann ofan á það. Um leið hefði honum verið í lófa lagið að gera út af við hana með því að keyra byssuskeftið ( háls hennar að aftan, en hann gat með engu móti fengið sig til þess. Hann þrýsti skeftinu næstum því bliðlega að hálsi hennar og hélt henni þannig fastri niðri við jörð. Og svo æpti hann, eins og sam- kvæmt skyndilegum innblæstri: „Abandonnezvouz"! Sjálfsagt voru þetta fyrstu frönsku orðin, sem skjaldmærin heyrði. Hún braust um á hæl og hnakka og gat undið sér við á bak- ið, en riffilskeftið hélt henni samt sem áður niðri. Hún blés og más- aði af áreynslunni og leit til hans ^ANCASTER CREAM TISSULAIR: Er næturkrem sem allar konur hafa beðiS eftir. CREAM TISSULAIR: Hefur alla eiginleika sem krafizt er af fyrsta flokks næturkremi. CREAM TISSULAIR: Mýkir húSina og minnkar hrukkur og drætti. CREAM TISSULAIR: Gerir húSina matta og er ósýnilegt eftir aS þaS er boriS á hörundiS. CREAM TISSULAIR: Gefur yndislega ferskan og frískandi ilm. CREAM TISSULAIR: Smitar ekki og kemur ekki í veg fyrir aS þér kyssiS barniS ySar góSa nótt. CREAM TISSULAIR: Er næturkrem sem eiginmenn mæla meS. Útsölustaðir í Reykjavík: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Mirra, Orion, Skemmuglugginn, Holts Apotek, Tjarnarhárgreiðslustofan. Útsölustaðir úti á landi: Drífa, Akurcyri. Verzlunin Ása, Keflavík. Verzl. Ó. Jóhannsson, Patreksfirði. Skúlagötu 26, Reykjavík. Sími 21670. VIKAN 1. tbi. gg

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (06.01.1966)

Gongd: