Vikan


Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 5

Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 5
 bílinn. Það þýðir, að úti á vegum er ekki hægt að fara hraðar en svo sem þrjátíu kílómetra á klukkutíma, ef bíll kemur á móti, til að vera nokkurn veginn viss um að geta hemlað, ef hestur birtist alll í einu framundan eða kyrrstæður bíll. Fyrir nú utan það, að fjórir af hverjum fimm ökumönn- um, sem maður mætir, lækka ekki ljósin fyrr en búið er að blikka á þá með háu ljósunum. Og ef tveir eða fleiri bílar í röð koma á móti manni, er hending sf fleiri lækka ljósin en sá fyrsti. Og ef bíll ekur á eftir manni, þarf hann endilega að keyra með háu-ljósin, svo glampinn úr speglinum snarblindar mann. Segðu mér, Póstur góður, er ekki eitthvert ráð til að koma ofurlítilli umferðarmenningu inn í hausana á þessum þursum, sem halda að þeir kunni að keyra bíl á íslandi? Og vertu nú blessaður og sæll. X — 007. Umferðin virðist ætla að verða eitt að þessum ei- lífðarvandamálum, sem seint ætlar að takast að leysa. Fyrst eftir að hægri- aksturinn gekk í gildi, virt- ist umferðarmenning meiri en áður, en síðan hefur smátt og smátt sigið á ógæfuhliðina aftur, og nú er allt komið í sama horf og áður. Það eru engin ráð til önnur en skynsamar reglur og stöðugur og já- kvæður áróður. HVE MARGIR UNGUNGAR REYKJA? Kæri Póstur! Við erum hér tvö, sem eigum í hræðilegu rifrildi, en höfum sökum hinna frábæru dómhæfileika og ágætu svara, ákveðið að biðja yður um að útkljá málið fyrir okkur. Svo er mál með vexti, að sú spurning hefur vaknað hjá okkur, hve mörg pró- sent unglinga á landinu reyki. Er þá átt við ung- linga á aldrinum 14—20 ára. Við biðjum um svar við þessu sem allra fyrst. Virðingarfyllst, Tvö ósammála. Pósturinn þakkar hólið og þá miklu virðingu, sem honum er sýnd með því að vera „yðraður“, eins og strákurinn sagði. Okkur er ekki kunnugt um, að nein- ar tölur séu til um það, hve nargir unglingar á þess- nn aldri reyki. Því miður iefur alltof lítið verið að því gert að rannsaka ýmis þjóðfélagsleg vandamál okkar. Við mundum gizka á, að 50—60% unglinga á tilteknum aldri reyktu, en höfum sem sagt ekkert við að styðjast nema tilfinn- inguna. ÞAÐ VARSVO GAMAN - EFTIR AÐ ÞÚ FÓRST Kæra Vika! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott og þó sér- staklega fyrir frú Blossom. Hún er æðisgengin. Ég er 16 og y2 og fer sjaldan á böll, því að ég kann varla að dansa. Þótt ótrúlegt megi virðast leið- ist mér oftast á böllum. Ég fer oft í bíó á laugardags- kvöldum eða við vinkon- urnar höngum í bænum og gerum ekkert. Ég verð alltaf að vera komin heim klukkan 12 eða hálf eitt. Ég er elzt af systkinum mínum, og það er eins og foreldrar mínir skilji ekki, að mig langi að vera leng- ur úti. Ef mér er boðið í partí, verð ég að fara heim klukkan 11 eða hálf tólf, svo að ég verði ekki skömmuð. Þá finnst mér svo leiðinlegt, þegar krakkar sem ég þekki eru að segja: O, það var svo gaman eftir að þú fórst! Kæri Póstur! Hvað á ég nú að gera til að koma for- eldrum mínum í skilning um, að mig langi til að skemmta mér. Viltu svara mér núna. Ég hef skrifað þrisvar áður, en aldrei fengið svar. X-M-P Allt er þegar þrennt er, og hérna kemur svarið. Okkur finnst svolítið skrítið, að þér skuli leiðast á böllum og að þú skulir varla kunna að dansa, ef það er þá ekki hara ein- tómt lítillæti. Hins vegar hefurðu sýnilega mjög gaman af að vera í partí- um. Við erum sannfærðir um, að partiin þín fari vel og siðsamlega fram, og þess vegna leggjum við til, að þú segir foreldrum þín- um nákvæmlega hvað ger- ist í þessum svokölluðu „partíum". Vertu hrein- skilin við þá og segðu þeim alltaf, hvert þú ferð hverju sinni. Þá treysta þau þér betur. MAGNÚS KJANAN Umboðs- & heildverzlun Hoover Hoover Hoover Hoover Hoover Hoover Hoover Hoover Hoover Hoover Hoover þvottavélar kæliskópar ryksugur bónvélar rafmagnsofnar straujórn uppþvottavélar hórþurrkur hrærivélar teppaburstar eldavélahimnar 8 gerðir 5 gerðir 8 gerðir 2 gerðir 3 gerðir 3 gerðir Hoover vörurnar fóst í Hoover-kjallaranum, Austurstræti 17, Reykjavlk, sími 14376. Einnig víða í verzlunum úti á landi. Varahluta- og viðgerðaþjónusta að Hverfisgötu 72, sími 20670. Einkaumboð: HeimsliGkht vörumerki HOOVER DE LUXE model 625A Tepparyksuga. Hristir, burstar og sogar teppin. Hentar 4—8 her- bergja íbúðum. HOOVER-KULAN model 1867 Kraftmikil sogryksuga, án hjóla, svífur léttilega yfir teppunum af eigin krafti. HOOVER JUNIOR model 1347 Tepparyksuga. Hristir, burstar og sogar teppin. Er létt og þægileg í meðförum. HOOVER VIKAN—AFMÆLTSBLAÐ 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.