Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 7
svo starfsemin var no.kkuð dreifð.
Við stefndum hins vegar að því, að
geta unnið blaðið hér að öllu leyti.
Ég minnist þess, þegar við vorum
að prenta fyrstu kópuna á Vikuna
í lit. Litprentun í svo stórum stfl,
var heldur óvenjuleg hér þá, svo við
notuðum upp allan litfarfa, sem til
var, og þurftum að ganga prent-
smiðju úr prentsmiðju til að snapa
upp þá litarslatta, sem til voru, því
allt þurrkaðist upp í einum hvelii.
Þegar ég keypti Vikuna, var hún
prentuð í 2500 eintaka upplagi, 16
síður. Ég lét prenta 10 þúsund ein-
tök f fyrstu umferð, 28 síður. Upp-
lagið seldist strax upp. í upphafi
höfðum við dálítið aðra takta en
seinna varð, vorum assilegir, sensa-
sjónkenndir, en það var ógerningur
að halda því til lengdar, og
sennilega meira þreytandi fyrir les-
andann heldur en skemmtilegt, fjöl-
breytt og fræðandi fjölskyIdublað,
eins og Vikan hefur síðan verið.
Eitt varð okkur afar erfitt. Vikan
hafði alltaf verið unnin vikunni óð-
ur en hún kom út, en nú, þegar
blaðið stækkaði, var það á mörkum
þess að vera gerlegt. Það var alltaf
mjög spennandi, hvort næsta blað
kæmist út. Svo þegar Gísli Sigurðs-
son tók við ritstjórninni, hófst hann
handa um að koma á því skipu-
lagi, að vinna blaðið á sex vikum,
þannig, að það efni, sem verið er
að vinna við og skipuleggja þessa
vikuna, kemur ekki út fyrr en eftir
sex vikur. Þau blöð, sem komu út
fyrstu sex vikurnar, sem Gísli starf-
aði við blaðið, voru algerlega utan
við hans verkahring, hann vann
eingöngu eftir sex vikna kerfinu.
Þetta var mjög erfitt í upphafi og
kostaði vinnu langt fram á kvöld
og nætur, en það borgaði sig þeg-
ar til lengdar lét, og ég get ímynd-
að mér, að enginn vilji nú breyta
þessu fyrirkomulagi. Enda eru mörg
erlend blöð, þau sem bezt eru rek-
in, unnin þrjá mánuði fram ( tfm-
ann og þykir ekki tiltökumál.
Það var Ifka erfitt að fást við
auglýsingar. Það gefur auga leið,
að ekki var hægt að selja aug-
lýsingar í svona mikið upplag fyrir
ekki neitt, og það var erfitt að
vinna auglýsingamarkaðinn upp. En
það tókst smám saman. Svo þurfti
að skipuleggja dreifingu og sölu
betur en áður var, og breyta þessu
gamla bóksalafyrirkomulagi.
Við náðum góðri sölu í þéttbýli,
þannig að við seldum eitt blað á
hverja tíu íbúa, sem við töldum að
jafngilti því, að helmingur þéttbýl-
isbúa læsi blaðið. Aftur á móti var
salan mun lakari í sveitunum. Þá
stofnuðum við Búnaðarblaðið, sem
áskrifendur Vikunnar f sveitum
fengu ókeypis. Það bar strax góðan
árangur og Búnaðarblaðið varð og
er einkar vinsælt.
Næsta skref var Urval. Það var
langur undirbúningur að útkomu
þess, og stóra hugmyndin að sníða
það að fyrirmynd Readers Digest,
sem er stærsta blað heimsins. Það
átti að flytja úrval innlends og er-
lends efnis, og einnig áttu þar að
vera auglýsingar á standard, sem
ekki var til á íslandi áður. Þetta
gekk þolanlega til að byrja með,
en svo reyndist erfitt að fá auglýs-
ingar, þvf það kostaði mikið að út
búa þær í svona fallegu formi. En
salan var þegar f upphafi mjög góð,
fyrsta blaðið var prentað f 12 þús-
und eintökum og seldist svo ger-
samlega upp, að það var ekki snifsi
eftir af þvf.
Hitt er vert að gera sér Ijóst, að
blöð á fslandi eiga margháttaða
erfiðleika við að stríða, sem hvergi
eru til annars staðar. Aðaltekjulind-
ir flestra blaða erlendis eru auglýs-
ingar, og söluverð blaðanna er ekki
einu sinni fyrir pappírskostnaði.
Auglýsingar f amerískum blöðum
kosta til dæmis þrisvar sinnum meira
á hverja lesenda sfðu en f Vikunni,
svo auglýsingarnar eru óverulegur
þáttur í tekjunum hér, en það er
mjög óraunverulegt i blaðaútgáfu.
Það er ekki mikið meira en að þær
borgi kostnaðinn af sjálfum sér.
Fyrir nú utan, hve erfitt var að ná
þeim. Þetta leiðir af sér, að blaðið
sjálft verður að selja miklu dýrara
en hliðstæð blöð erlendis.
Við verðum líka að horfast f augu
við það, að það má flytja blöð inn
f landið á fínustu tegund af pappír,
og þau eru tollfrjáls. En ef á að
prenta þau á fslandi, eru háir toll-
ar á pappfrnum og þeim prentvél-
um sem nauðsynlegar eru. Þetta
vekur mann til umhugsunar um
ákvæði stjórnarskrárinnar um prent-
frelsi: Hvar byrjar það og hvar end-
ar það? Það jaðrar við höft, þegar
vissar tegundir af ritfrelsi eru bein-
línis skattlagðar, en aðrar sambæri-
legar eru frjálsar. Ég hef aldrei skil-
ið þá menningu, sem stuðlar að
innflutningi á erlendum blöðum og
vinnur hreinlega á móti íslenzkri
blaðaútgáfu. Annað er mjög athygl-
isvert í sambandi við þetta. Viss
blöð eiga að borga 9% söluskatt
(viðtalið fór fram f desember 1967)
en önnur blöð eiga ekki að borga
9% söluskatt. Með þessu er að-
stöðu manna og ritfrelsi gífurlega
mismunað. Ég álít það stjórnarskrár-
brot, að blaðaútgáfu skuli þannig
mismunað. Það er líka vert að undir-
strika það, að sú prentaðferð, sem
hér er almenn notuð, ,,letterpress",
þarf góðan pappfr, en „djúptrykk"
og offset þola miklu verri pappír.
— Þú hefur ekki lokið við að
segja frá allri þinni blaðaútgáfu . . .
— Meinarðu ævintýrið stóra? Ég
álít alltaf, að Dagblaðið Mynd hafi
verið stórkostlegur sigur, jafnvel
þótt það hafi brugðizt. Það sem ég
tel orsökina fyrir, að það fór sem
fór, var prentunin. Vegna fjárhags-
þrengsla ætlaði ég að leika aftur
þann leik, sem ég hafði áður leikið
VIKAN—AFMÆLTSBLAÐ 7