Vikan


Vikan - 07.11.1968, Síða 29

Vikan - 07.11.1968, Síða 29
EFTIR HUNTER DAVIES 8 . HLUTI John var í Liverpool, þegar sonur hans fæddist. Hann var skírður Julian, í höfuðið á Júlíu, móður Johns. Þegar hann heimsótti Cyntiu á spítalann, varð hann að dulbúa sig til þess að hann þekktist ekki. Þetta var í apríl 1963. „Samt þekktist ég,“ segir John. „Eg heyrði stelpu hrópa upp yfir sig: „Þarna er einn af þeim.“ Og þá tók ég til fótanna.“ Eftir enn eitt hljómleikaferðalag um England, kom fjórða plata Bítlanna út, „She Loves You“. Sú plata varð upphafið að hinu svokallaða Bítlaæði. Fjórmenn- ingarnir frá Liverpool voru orðnir frægir um allt Stóra- Bretland. Bítlaæðið gagntók þjóðina og herjaði næstu þrjú árin og breiddist smátt og smátt út um allan heim. „Yeh, yeh“, görguðu óðir táningar, jafnt af háum stigum sem lágum .ITávaðinn var svo yfirgengilegur, að táningarnir heyrðu ekki sín eigin öskur. Þeir misstu alla stjórn á sér. Þeir froðufelldu, þeir brustu í ákafan grát, ef þeir félln þá ekki alveg í yi'irlið .... Um allan heim urðu menn vitni að Bítlaæðinu: Fólk- ið missti fullkomlega taumhald á tilfinningum sínum. Það er í rauninni ekki hægt að ýkja, þegar sagt er frá þessu furðulega fyrirbæri. Enginn gat látið sér detta í hug, að þetta gæti gerzt í veröldinni, og það verður að teljast afar ólíklegt, að þessi saga endurtaki sig. Enda þótt mest bæri á táningunum, greip æðið um sig meðal fólks á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóð- félagsins, hvort, sem það var menntað eða ómenntað. Osköpunum tók ekki að iinna fyrr en eftir rúm þrjú ár. Þá höfðu menn loksins fengið nóg af hamagang- inum; voru orðnir dauðþreyttir og trúðu því varla, að þetta hefði gerzt. Nú hljómar frásögn af Bítlaæðinu eins og hver önnur lygasaga. Æðið hófst í Bretlandi í októbermánuði 1963. Brian Epstein sagði, að það hefði komið sér algjörlega á óvart,. Hann hal'ði að vísu búizt við, að Bítlarnir næðu langt livað vinsældir snerti, en ekki á þann hátt sem raun ber vitni. Platan „She Loves You“ var gefin út í lok ágúst og komst þegar í stað í efsta sæti á vinsældalistanum. 1 júní, áður en plötunni hafði verið gefið nafn, höfðu þúsundir aðdáenda Bítlanna pantað hana. Daginn áður en platan var send á markaðinn, voru hálf milljón ein- taka seld. f september voru vinsældir Bítlanna orðnar meiri en áður hafði þekkzt í Bretlandi. „Please Please Me“ var í efsta sæti á listanum yfir tólflagaplötur. „Twist and Shout“ var í efsta sæti á listanum yfir fjögurralagaplötur. Og „She Loves You“ var í efsta sæti á listanum yfir tveggjalagaplötur. Þetta hafði aldrei gerzt áður. En það var ekki fyrr en 13. október, sem Bítlarnir urðu forsíðuefni allra dagblaða landsins. Kvöldið áður lélcu þeir á skemmtun í Palladium í London. Sjónvarpað VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.