Vikan


Vikan - 07.11.1968, Síða 35

Vikan - 07.11.1968, Síða 35
^ Halldór ásamt föður sínum, Pétri Halldórssyni. Pétur var að koma í heimsókn í sveitina, og Halldór, þá 11 eða 12 ára, fór að sækja hann inn fyrir Berserkjahraun. 3—4 tíma reið. í Melrakkaey á Grundafirði. Eyjan lá undir prests- setrið og þar var heyskapur og fuglatekja. Halldór er lengst til hægri, en Ágústa systir hans önnur frá vinstri. 4 Báti ýtt úr vör á Snæfellsnesi. A þessari skektu var róií^ mest til gainr.ns, og aflinn mest smár þaraþyrsklingur. Halldór lengst til hægri. I»essi mynd er tckin um svipað leyti og sú efsta. Gestir út á Snæfellsnes voru sóttir á liestum inn fyrir Berserkja- hraun í veg íyrir Stykkishólmsrútubílinn. -4j[pk gegn daglega. Aldrei kom nokkur skapaður hlutur fyrir okkur, og vor- um við þó ó ferli á öllum tímum sólarhrings. Nei, þó var allt í friði og spekt. Veðráttan í New York er nóttúrlega óþolandi, ofsaheitt ó sumrin og nístingskalt á veturna, og mér sýndist allir kveljast eins, innfæddlr sem aðfluttir. En við fór- um venjulega á sumrin, þegar skólinn var búinn, upp í íþöku, þar er miklu betra loftslag. Þar var eiginlega íslenzk nýlenda á sumrin. Oskaplega fallegt þar og skemmtilegt. Það er oft gaman í svona Islendinganýlendum erlendis. En þær verða gjarnan til þess, að maður kemst ekki eins mikið inn í málið, því umgengnin við innfædda verður minni. Ég eignaðist engan kunningja þarna á skólanum — ekki einn einasta. Þetta var ágætis fólk, og ég talaði við það — annars talaði ég aldrei mik- ið. Það var til dæmis í Danmörku, meðan ég var þar; ég held ég hafi verið búinn með tvo vetur þar, þeg- ar það uppgötvaðist allt í einu, að ég var ekki mállaus! — Svo komstu heim — Ég kom heim 1945. Og byrj- aði þá á þessu, sem ég hef verið að gera síðan. — Og hvað hefurðu verið að gcra síðan? — Æi, það er svo margt, maður. Alltof marnt. Mest hef ég teiknað í bækur og blöð, og svo málað inn á milli. Það var aldrei meiningin hjá mér að fara svona mikið út í þessa „commercial art", þótt það æxlaðist þannig. Það var ekki um marga að ræða heldur, þegar ég kom heim aftur. Það voru senni- lega fimm teiknarar þá starfandi hérna. Það voru Atli og Ásgeir, Jörundur Pálsson og Stefán Jóns- son arkítekt. Svo fóru þeir báð'r út í arkítektúrinn, Jörundur og Stef- án, og þá voru við bara þrír eftir, oq svo náttúrlega Tryggvi Magnús- son. Hann teiknaði alltaf ( Spegil- inn, og eftir að ég byrjaði að teikna ( Spegilinn 1946 eða '7, skiptum við blaðinu á milli okkar, þar til Tryggvi dó. — Manstu hver var fyrsta bókin, sem þú teiknaðir í? — Ég man það ekki alveg, en eftir að ég kom frá Ameríku, held ég að það hafi verið Vísnabókin, sem Símon Jóhann Ágústsson safn- VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.