Vikan


Vikan - 07.11.1968, Síða 45

Vikan - 07.11.1968, Síða 45
Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. .EMEDIA H.F LAUFÁSVEGI 12- Sími 16510 hikaði augnablik og horfði á mig í efa. Það gerir ekkert til. Það er bara gott, sagði hún allt í einu og settist hjá mér. — Veiztu það, Gústaf, þú truflaðir mig líka. É'g var hálfnuð með að skrifa brenn- andi ástarbréf, þegar ég lagði af stað áðan, og ég varð að hætta við það. Ég var alltaf að hugsa um þig, og svo gat ég ekki skrif- að meira og kom til þín. — Það er slæmt, anzaði ég kuldalega. — Það er að segja fyrir þann, sem bréfið er stílað til. Nú verður hann máske að bíða einn dag í viðbót. — Gústaf, sagði hún með breyttri röddu og leit biðjandi í augu mér. — Ástarbréfin mín eiga sér ekki lengur neina les- endur. Dapurleiki hennar vakti LÍLUU LILUU LILJU LILUU Liljubindi eru betri. Fást í næstu búS. mér illkvittnislega ánægjukennd og ég sagði: — Höfundur þeirfa hefur kannski verið orðinn of háfleyg- ur? Dalamenn kunna betur að meta frjósemi holdsins en and- ans. — Lofaðu mér því, að stríða mér ekki í kvöld, bað hún. Það liggur illa á mér. Viltu lofa mér því? ■— Nei, svaraði ég. — Ég lærði það einu sinni af þér að fyrirlíta öll loforð. En ef ég hefði gaman af að svikja, skyldi ég ekki láta standa á mér að verða við þess- ari ósk þinni. Hún horfði á mig með þjáningarsvip, en sagði ekk- ert. —■ Trúir þú því, hélt ég áfram, — að þegar ég sé þig í þessari peysu, minnir þú mig á sáningu og uppskeru? Ég er bóndi í eðli mínu og æski eftir að fletta þig þessum græna skrúða, til þess að sjá þig svo liggja bleika og bera fyrir fótum mér eins og sleginn akur á haustdegi. — Hefur þú oft glatt þig við þess háttar sjón, Gústaf? spurði hún þunglyndislega, án þess að hafa af mér augun. — Aldrei. Það verður í fyrsta sinni í kvöld, svaraði ég rudda- lega og kveikti mér í sígarettu. Við þögðum um stund, og ég fann líkamshita hennar seitla gegnum fötin mín, seitla inn í taugar mínar eins og lúmskt eit- ur. — Þú misskilur sjálfsagt komu mína hingað í kvöld, sagði hún loks hugsandi. — Gerðu þér engar áhyggjur út af því, svaraði ég. — En þú mátt ekki misskilja mig, kvartaði hún aftur. —• Hefi ég ekki leyfi til að draga mínar ályktanir, af hverju sem er? spurði ég. — Jú, en — en —■. — Ekki hefir þú gefið mér neina skýringu, greip ég fram í fyrir henni. Hún fálmaði eftir hattinum sínum í ráðaleysi og sleppti honum aftur. — Ó, þú ert kvikindi, Gústaf, þú kvelur mig, stundi hún. — Þeir, sem misst hafa hæfi- leikann til alls annars en að kveljast, þeir hljóta að kveljast, svaraði ég. — Þú ert miskunnarlaus! hrópaði hún. Þú ert að hefna þín á mér! — Lífið er miskunnarlaust og það hefnist á okkur báðum, anz- aði ég. Rauða ljósið skein í gegn- um jarpar hárbylgjurnar og tendraði í þeim gullinn eld. Ég strauk fingrunum gegnum þser, renndi lófanum niður eftir vanga hennar og öxl, niður brjóst henn- ar og síðu, og skynjaði hið ávala form mjaðmarinnar. Ég hafði mikla löngun til að vera henni góður nú, kannski deyja fyrir hana, en ég vissi, að allt var þýð- ingarlaust úr þessu, allt undir lok liðið, sem einu sinni var. Fógaðra postulín fæst ekki í heimi hér. Hi8 skærhvíta postulín, hinn harði glerungur og hið fína gegnsæi, ósamt vinsældum í yfir 90 löndum, sanna ágæti og gæði þess. Margar fróbærlega fallegar skreytingar um að velja. Veljið yV&ri/aÁgs- Það fæst á hagkvæmu verði. Mðpttiiiarkuriir INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhHi- 'Mtihuriir H D. VILHJÁLMSSDN RÁNARGÖTU l 7. SÍMI 19669 V VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.