Vikan


Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 51

Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 51
ir peningunum, en hann sagði: — Bíddu aðeins. Þú átt fimmtíu doll- ara. Farður og borgaðu húsaleig- una! Röddin var gróf og reðileg. — Þú getur ekki keypt neinn með skitnum fimmtíu dollurum. — Ef þú ætlar að kaupa einhvern, skaltu koma með raunverulega peninga og vera fullorðinn. Ég gubba af fólki eins og þér. Þú vilt fá bótinn og ég læt þig hafa hann og komdu bara með hann aftur. Komdu bara með hann aftur. Ég bind hann við end- ann ó bryggjunni og ég set tuttugu hestafla Johnson í hann. Kanntu á Johnson? — Ég kann .... tókst mér að segja. — Gættu hans þó vel, þú veizt hvað svona lagað kostar. Þetta vex ekki ó trjónum. Ég kinkaði kolli. Þorði ekki að reyna að tala. — Og reyndu að nota ó þér haus- inn. Ef þeir vilja fá þig með tíu hestafla rokk út i fenin, hlýturðu að fá eitthvert forskot með tuttugu. Ég veit ekki hvað mikið forskot, en kannski nóg til að koma með drasl- ið hingað aftur. Ég set tíu gallona varatank í botninn ó bátnum með tengdri línu, svo þú þarft ekki að hella á hann í myrkrinu. Varirnar á mér skulfu, þegar ég reyndi að þakka honum. — Fyrir hvað? spurði hann krefj- andi — Fyrir að vera ræfill? Held- urðu að ég hafi gaman af því? — Fyrir að bjarga lifi dóttur minnar. Hann hnussaði. — Jesús minn, einhvern tíma verðurðu að horfast í augu við lífið, Camber, hvenær ætlarðu að byrja? — Leyfðu mér að borga eitthvað? sagði ég. — Hypjaðu þig út héðan, áður en ég fæ vitið og mér snýst hugur. Hann hélt opnum fyrir mér dyr- unum og stóð í þeim uppljómuð- um þegar ég var kominn út, og þegar ég var kominn nokkur skref i burtu kallaði hann: — Camber! Ég sneri mér við. — Það er bara eitt, Camber. í nótt .... - Já? — Slepptu menningunni ( nótt. Hættu að gráta út af sorgum þín- um. Vertu reiður. Ég kinkaði kolli og gekk burtu. 9: SHLAKMANN. Alísa beið mín. Hún sá mig aka heim að húsinu og hafði opnað fyr- ir mér dyrnar, þegar ég kom fram fyrir það, svo var hún í fangi mínu og þrýsti sér að mér. — Johnny, segðu aldrei að ég þarfnist þín ekki eða elski þig ekki. Þú varst svo lengi. Af hverju varstu svona lengi. Við kysstumst og þrýstum okkur hvort að öðru andartak og ég sagð- ist skyldi segja henni það allt. — Fékkstu bátinn? — Já, ég fékk bátinn. — Guði sé lof. Johnny, veiztu að við höfum ekkert borðað, hvor- ugt okkar. — Ég er ekki svangur. Ég gæti ekkert borðað núna. — Bara svolítið af sardínum, ég opnaði dós og svo á ég nokkra niðurskorna tómata. Reyndu að éta eitthvað Johnny. — Nei — nei, ég get það ekki. Hringdi nokkur.... Ég meina . . . — Nei. Það var hringt þrisvar, en ekki þeir. Þú veizt hvað fólk er skrýtið. Það skynjar að eitthvað er að. Ég veit ekki hvernig, en þaö skynjar ef eitthvað er að. Það var Jenny Harris sem hringdi, Freda Goodman og — Dave Hudson. Hún gekk á undan mér inn í eld- húsið og þar sneri hún sér spyrj- andi að mér. — Honum var órótt, Johnny. Hún hafði lagt á borð og eldhús- ið angaði af nýlögðu kaffi. — Seztu. Fáðu þér að minnsta kosti kaffi. — Af hverju var Dave svona ó- rótt? Það var ekki ávísunin, var það? — Nei, það var ekki ávísunin. Ég sagði henni frá byssunni og hún hlustaði til enda og svo hallaði hún sér upp að borðinu og virti mig fyrir sér með þessum stóru augum sinum. — Vesalings Johnny. — Ég þarfnast ekki meðaumkun-' ar, sagði ég óánægður. — Hvað, hefðirðu gert við byss- una, Johnny? — Ég veit það ekki. — Ég hef aldrei getað verið verulega reiður. Hvað sem komið hefur fyrir hef ég alltaf skellt skuldinni á sjálfan mig. Svo hitti ég þennan mann í báta- leigunni — Muligan hét hann, þú veizt það auðvitað. Hefði ég hitt hann undir venjulegum kringum- stæðum hefði ég sagt við sjálfan mig: — Þessi maður er ruddi, það er réttast að forðast hann, tala ekki einu sinni við hann. Ég hef alltaf verið hræddur við menn af hans tagi. Maður segir aldrei neinum hvernig menn gera mann hræddan, vegna þess að maður vill ekki vera eins og hræddur krakki, heldur eins og fullorðinn maður. Konur hafa ekki þann vanda við að stríða; þær þurfa ekki að látast vera það sem karlarnir verða að látast. Þessi Mulli- gan sagði mér að vera reiðan og alla leiðina aftur hingað var ég að hugsa og segja við sjálfan mig. — Camber, hvað ertu? Þú hefur verið sviptur því sem þú unnir meira en nokkru öðru, og þú ert veikur af hræðslu og gagntekinn af vorkunn- semi og hræðslu, með barninu þínu og sjálfum þér. En þú ert ekki reið- ur. Þannig hefur það verið alla ævi, það hefur safnazt innra með mér og aldrei hefur neitt komizt út — skil- urðu mig, Alísa? SkJlurðu mig? Skil- urðu hvað ég er að fara? Hún velti þessu fyrir sér og svo sagði hún hægt og hugsi: — Ég held að ég skilji þig, Johnny, en það var eftir að þú reiyndir að fá lán- aða byssuna hjá Dave. Húsmæður .... Við vitum, að þið kunnið að meta vönduð og falleg heimilistæki — því bjóðum við yður frystikistur, kæliskápa og eldavélar frá Norsk gæðafram- leiðsla byggð á kröfum norskra neytendasam- taka. KPS-frystikist- urnar eru 320 og 500 lítra með körfum, skilrúm- um í botninum, frysta niður í -r 30 °C með Ijósi í loki, öryggisljósi, vandlega ryð- varðar og eru á hjólum. KPS-kæliskóparnir fást i stærðunum 60 — 125 — 210 — 250 litra — einnig sambyggðir kæli- og djúpfrystiskápar. KPS-kæliskáparnir eru fallegir, ódýrir og eru á hjólum. Kynnið yður KPS — spyrjið eftir KPS. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Aðalstræti 18 — Sími 16995 VIKAN—AFMÆl > ISBLAÐ 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.