Vikan


Vikan - 28.08.1969, Page 5

Vikan - 28.08.1969, Page 5
VERÐSTÖÐVUN Á EIGINKONUR Ástralska stjórnin hefur ákveðið að setja á verðstöðvun á verðlag brúða, í austurhluta Nýju-Gíneu, en eyjan er sem kunnugt er, undir ástralskri stjórn. Hefur verið gripið til þessarar ráðstöfunar til að koma í veg fyrir að foreldrar sveina staðarins verði gjaldþrota er piltunum er komið í hjónaband. Nú má ekki borga meira fyrir eiginkonu en 2000 ástralska doll- ara, eða 200.000 íslenzkar krón- ur. Heldur mun sjaldgæft, að summan sé borguð út í hönd í peningum, en afgangurinn fylg- ir venjulega í kúm, hundum, grísum og hundatönnum. Þó eru 200.000 krónur töluverð upphæð fyrir venjulega fjölskyldu, svo verðstöðvunin var alger nauð- syn, þar sem verðlagið á þessum undarlega varningi fór stöðugt stígandi. Metsala var kontór- stúlka, sem fór fyrir 280.500 krónur. • korn • Vor: Þegar tvær ungar manneskjur setjast á nýmálaðan bekk í almenningsgarði, en bara önnur fær málningu á fötin sín. • Áhrif: Það sem menn álíta að þeir hafi, áður en þeir þurfa sjálfir á því að halda. • Þorp: Staður, þar sem prest- urinn veit meira en skólastjór- inn. • Kurteisi: Algengasta aðferð hræsnarans. • Brennuvargur: Maður, sem álítur, að fólk eigi að fá eitt- hvað fyrir brunatrygginguna sína. • Riddaramennska: Hegðun eiginmanns gagnvart konum annarra manna. /----------------------------- STUTT OG LAG- GOTT Einrœði er í landi þar sem gata er skírð eftir manni einn daginn, en svo er hann hengdur í henni dag- inn ejtir. V_________’ • Sjálfsöryggi: Listin að vita um eigin galla og ófullkomleika, en steinþegja yfir þeim og láta ekki nokkurn mann verða vara við þá. • Þolinmæði: Örvænting í dul- arklæðum dyggðar. • Zebra: Hestur, sem kemst ekki úr náttfötunum. • Svikari: Maður í áhrifastöðu, sem ekki getur neitað neinum um neitt. # vísur vikunnar Á hverjum tíma má víst fleira og fleira finna að alls konar röskun á högum vorum og unglingar drekka yfirleitt heldur meira en eldra fólkið gerði í þeirra sporum. Og mikið orð er gert á sukki og sóun sjóðum sem tæmast, dýru víni á skálum, en slíkt er talin algeng og eðlileg þróun á öllum svonefndum þjóðfélagsvandamálum. TÖKU VÖLDIN í SÍNAR HENDUR Hinn 35 ára gamli Djemal Ali var algjörlega útskúfaður í heimabæ sínum í Tyrklandi, og hafði hann gert sér flest til óhæfu: Auðnuleysi, tugthússetu, flæking og hitt og þetta annað, sem kom þorpsbúum til að forð- ast að hafa nokkurt samband við hann. En einn 13 ára gamall dreng- ur vissi ekki hver maðurinn var, né hvað hann var, og því lét hann ginnast af sælgætisboðum Djemals og fór með honum á af- vikinn stað. Þar kom sá skítugi þrjótur fram vilja sínum við varnarlausan drenginn; á þann hátt sem maður hefði haldið að væri aðeins til sem dæmi í gróf- um kennslubókum í sálarfræði. Um leið og drengurinn slapp frá Djemal fór hann heim til foreldra sinna, og sagði þeim, al- gjörlega niðurbrotinn, frá því sem skeð hafði. Faðir hans fór beint í lögregluna. Og það liðu aðeins örfáir tím- ar, þar til Djemal Ali hafði náðst, og komið var með hann til ráð- hússins í Kiitahya. Stór hópur fólks fylgist með. Myndirnar skýra það sem þar gerðist: Lögreglan sló hring um ráðhúsið, en fólkið brauzt í gegn og hertók ráðhúsið. Nokkrir fíl- sterkir menn köstuðu Djemal Ali út um glugga. Síðan var hann barinn til bana með lurk- um. Sjúkraliðar neituðu að sækja lík hans og presturinn af- tók með öllu að lesa bæn yfir honum. 35. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.