Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 3
15. tölublað - 9. apríl 1970 - 32. árgangur
Ásta Nielsen var á tímum þöglu
myndanna ein frægasta leikkona heims.
Hún lifir enn í hárri elli, er orðin 88
ára gömul, en þó engan veginn af baki dottin.
Hún gifti sig meira að segja ekki alls
fyrir löngu. Við segjum svolítið frá þess-
ari frægu, dönsku listakonu í þessu
blaði, lífi hennar og listferli.
„Heiðindómur í Brasilíu" nefnist grein,
sem fjallar um sérstök brasilísk trúarbrögð,
sem komið hafa fram við blöndun
kristni og afriskra trúarbragða. Þessum
trúarbrögðum fylgja margir sérkennilegir
helgisiðir, þar á meðal blóðfórnir
og særingar.
Einn af kostum Inngöngu okkar i EFTA er
allveruleg lækkun á bifreiðum,
og má þvi búast við, að fleirum en
áður gefist nú kostur á að eignast
nýjan bíí. VIKAN hefur á hverju ári
sagt frá nýjustu bilategundunum
og lætur það ekki hjá liða i ár.
í þessu blaði segjum við frá öll-
um helztu bílunum, bæði stórum og smáum.
í ÞESSARI VIKU
Róbert Arnfinnsson er með beztu
skapgerðarleikurum, sem við eigum.
Hann hefur eins og kunnugt er leikið
hvert stórhlutverkið á fætur
öðru i Þjóðleikhúsinu undanfarin ár
og hlotið frábæra dóma og miklar vinsældir.
í næstu viku birtum við (tarlegt viðtal
við Róbert ásamt myndum af honum
í nokkrum helztu hlutverkunum, sem hann
hefur leikið í á listferli sinum.
Ljósmyndakeppni Vikunnar er lokið og
hefur dómnefnd lokið störfum sinum.
Keppnin heppnaðist með mikilli prýði. Alls
bárust rösklega 300 myndir frá 80
Ijósmyndurum. í næstu viku verða
úrslitin kunngerð og birtar þrjár myndir,
sem verðlaun hlutu og sjö að auki,
sem hljóta viðurkenningu. Myndirnar
verða prentaðar á sérstakan myndapappir.
Táningaþátturinn Heyra má, sem
verið hefur i umsjá Ómars Valdimarssonar
að undanförnu, nýtur mikilla vinsælda,
enda jafnan skýrt frá því allranýjasta
sem er að gerast í poppheiminum. í næsta
þætti verður meðal annars viðtal við
Gunnar Jökul, trommuleikara Trúbrots.
í NÆSTU VIKU
FORSlÐAN Bílar eru eitt af því sem lækkaði við inngöngu okkar i EFTA og
má þvi búast við að æ fleiri eigi þess kost að eignast bil. Við segjum frá helztu bila-
tegundum árið 1970 á fjórum síðum í þessu blaði.
I FULLRI ALVORU
Hunourvaka á uáskum
Páskunum, sem hjá mörgum er lengsta frí
ársins, hafa menn að öllum likindum varið með
ýmsu móti: farið út úr bænum til að njóta heil-
næms fjallalofts i skauti islenzkrar vetrarnáttúru,
eða setið heima í ró og næði i skauti fjölskyld-
unnar og horft á sjónvarpið.
Einn er sá hópur, sem hvorki hefur þeyst út
úr bænum á dýrindis stöðutákni velferðarrikisins,
né setið heima í hægindastól hagsýninnar: Þar
var hópur ungs fólks, sem efndi til hungurvöku
um bænadagana til að sýna hrjáðum þjóðum
samhug og reyna af fremsta megni að vekja
samúð íslenzku þjóðarinnar með vandamálum
þróunarlandanna.
Herferð gegn hungri, sem stóð fyrir hungur-
vökunni, fór strax myndarlega af stað, þegar efnt
var til fjáröflunar með ótrúlega góðum árangri.
Það er sannarlega góðs viti og aðdáunarvert,
þegar pólitísku ungmennafélögin gefa hinum
eldri gott fordæmi með því að sameina krafta
sína í þágu málefnis, sem hafEð er yfir allar
deilur. Skerfur íslands til hjálpar vanþróuðu
rikjunum hefur vakið athygli erlendis. og unga
fólkið er staðráðið í að láta ekki þar við sitja,
heldur halda baráttunni áfram af fullum krafti.
Eitt af markmiðum hungurvökunnar nú um pásk-
ana var til dæmis að fara þess á leit við hæstvirt
alþingi, að sett verði löggjöf um aðstoð íslend-
inga við þróunarlöndin. Verður fróðlegt að sjá
hverjar undirtektir sú málalertan fær og hvort
hinir eldri reynast eftirbátar ungu kynslóðarinnar
hvað mannúð og hugsjónaeld snertir.
Og nú eru menn fyrir nokkru aftur komnir
til náms eða starfs eftir páskafríið. Vonandi hafa
sem flestir hlotið endurnæringu og hressan uppi
á fjöllum eða inni i hlýrri stofu sinni. Og þeim,
sem sýndu hug sinn i verki með því að fasta
um bænadagana til að undirstrika samúð sina
með sveltandi meðbræðrum, líður vonandi ekki
lakar en hinum.
G.Gr.
VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall-
dóra Halidórsdóttir. Auglýsingastjóri: Sigriður Þor-
valdsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og
dreifing: Skipholti 33. Simar 35320 — 35323. Pósthólf
533. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475
kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir
26 tölublöð misserislega. — Áskriftargjaldið greiðist
fyriríram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, maí og ágúst.
VIKAN 3