Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 7
sagt vinkonu minni, að hann sé hrifinn af mér. Gefðu mér nú góð ráð, elsku Pósturinn minn! Á.L. P.S. Ég er orðin svo leið á heim- ili mínu og foreldrum og eigin- lega öllu. Hvað get ég gert? Já, svona eru þessir strákar, vilja bara meira og meira. En þú verður að gera upp við þig, hversu hrifin þú ert af strákn- um þinum og hvort þú vilt lifa með honum eða ekki. Eins og þú sjálfsagt veizt eru ýmis ráð til nú á dögum til að koma í veg fyrir, að konur verði barnshaf- andi. Þú skalt leita til læknis og fá ráð hjá honum varðandi það. Þú segir í eftirskriftinni, að þú sért orðin leið á heimili þínu, foreldrum og eiginlega öllu. Ertu kannski líka þegar orðin leið á stráknum? Ef svo er, þá skaltu láta hann eiga sig. Lestur úr skrift og Lúpus Kæri Póstur! Mig langar til að vita, hvort þið hefðuð á ykkar snærum ein- hvern er læsi úr skrift eða ein- hvern stjörnuspámann eins og ykkar sálugi keppinautur Fálk- inn var með á sínum tíma. Og hvernig er það með palla- dómana? Ég er hræddur um, að ef Lúpus semur þá ekki örar verði alþingiskosningarnar löngu liðnar, áður en hann verður bú- inn að sálgreina þá, er sitja á alþingi núverandi kjörtímabil, og ýmsar mannabreytingar orðn- ar. Virðingarfyllst, Framtiðarforvitinn. Rithandarsérfræðing höfum við engan á okkar snærum. En fyrir um það bil tveimur árum birt- um við hér í Vikunni viðtal við Enni Þorsteinsdóttur, Hofsvalla- götu 19, Reykjavík, en hún er einn af fáum rithandarsérfræð- ingum hérlendis. Hún les úr skrift fyrir hvern sem er gegn ákveðnu gjaldi, og þess vegna ætti bréfritari að hafa samband við hana, ef hann vill læra að þekkja sjálfan sig. Þess má geta til gamans, að þegar umrætt við- tal var tekið, Ias Unnur úr skrift fjögurra starfsmanna Vikunnar, að sjálfsögðu án þess að hafa hugmynd um hverjir þeir væru. Og lýsingar hennar áttu að veru- legu leyti mjög vel við viðkom- andi persónur. Stjörnuspámann ágætan höfum við hér innan- borðs, og hefur hann hjálpað margri yngismey, sem hefur ætl- að að festa ráð sitt. Hann segir hreinskilnislega og hiklaust, hvort fólk á vel eða illa saman samkvæmt kokkabókum stjörnu- fræðinnar. — Umkvörtuninni um annan speking okkar og ekki ó- merkilegri, sjálfan Lúpus, skul- um við koma á framfæri og biðja hann að spýta nú einu sinni í lófana. Bækurnar um hana Angelique Kæri Póstur! Hvers vegna heldur Hilmis-út- gáfan ekki áfram að gefa út Angelique-bækurnar? Það eru eflaust margir, sem ekki hafa átt tækifæri til að fylgjast með sög- unni í Vikunni, en séð kvik- myndirnar og langar til að lesa söguna á eftir. Ég hef lesið þær, sem út eru komnar, og haft mjög mikla ánægju af, auk þess sem þær eru lesnar niður í kjölinn af vinum mínum. Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott, en sérstaklega þó Ástir frumstæðra þjóða og vona að meira komi af þeim. Og að lokum vil ég spyrja, hve mörg bréf hlutfallslega þú hefur rúm til að birta af þeim, sem þér berast? G.S. Tvær siðustu bækurnar um hana Angelique blessaða eru í prent- un og koma út einhvern tima á næstunni. En ef bréfritari er al- veg að sálast úr vöntun á fram- haldi sögunnar, þá viljum við benda honum á eina lausn. Hún er sú að bregða sér á lesstofu bókasafnsins í Eyjum, þar sem hann virðist búa, og fá þar að lesa gamla árganga af Vikunni. — Greinaflokkurinn um ástir frumstæðra þjóða hefur notið ó- venjumikilla vinsælda, enda höf- um við leitast við að birta fleira efni af því tagi siðan, — síðast núna í páskablaðinu. — Ætli það láti ekki nærri að þriðja hvert bréf sem Póstinum berst sé birt. Það er aldrei yfir skorti á bréf- um að kvarta, en hins vegar vill oft brenna við, að bréfin séu um of einhæf efnislega. — Þetta finnst mér skrítið. Hana kitlar bara ekki baun. Reynið LIMMITS súkkulaði- og megrunarkexið strax í dag Fæst nú aftur í öllum apótekum Afar bragðgott Heildsölubirgðir: G. ÓLAFSSON, Aðalstræti 4 Úrval Kemur út mánaðarlega Gerizt áskrifendur 15-tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.