Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 12
0—H rO sem þó var lítið gert úr velgengni hennar. Johannes V. Jensen lýsti fegurð hennar á skáldlegan hátt og Georg Brandes kallaði hana eyrar- rós. Broby-Johansen segir frá því þegar hann á tuttugasta áratugnum fór til að sjá kvikmyndina „Bak við grímu gleðinnar", þá hafi hann fyr- irfram verið á móti Astu Nielsen, hélt því fram að hún væri óþolandi og duttlungafull, en hann var alger- lega búinn að skipta um skoðun, þegar hann kom út, hann var yfir sig hrifinn af leik hennar, sem var allt annað en uppgerð og látalæti. Ovenjulegir listamenn eru oft á- sakaðir um duttlunga, sérstaklega í litlum þjóðfélögum. Það er því ekk- ert undarleat að leikkona eins oa Franska skáldið Apollinaire skrif- aði einu sinni um Astu Nielsen, þeg- ar hún stóð á tindi frægðar sinnar: „Hún er allt! Hún er vitrun drykkju- mannsins, draumar hins einmana, hún er eins og hamingjusöm smá- mey, sem hefir hugmynd um hluti, svo viðkvæma og blygðunarsama, að aldrei kemur orð um þá fram á var- ir hennar. Hún er eins og japönsku stúlkurnar á trékistum Utamaros. Þegar hatur gneistar í augum Astu Nielsen, kreppum við hnefana, en þegar hún opnar augun, Ijóma þau eins og stjörnur". Þetta eru ekki smámunir, og þess utan eru þessi orð dómur um listamann, sem stund- ar listgrein, sem þá hafði ekki hlot- ið viðurkenningu, nefnilega kvik- myndirnar. Þannig hefir kvikmynda- stjörnu ekki verið lýst, hvorki fyrr eða síðar. En það var heldur ekki venjuleg kvikmyndastjarna, sem ver- ið var að tala um. En Asta Nielsen var heldur ekki nein venjuleg ,,diva", eins og kvik- myndastjörnurnar voru kallaðar á unglingsárum kvikmyndanna. Hún var og er ennþá, 88 ára gömul, mikill persónuleiki. Hún er mjög greind og hugsun hennar frjó og skýr. Hún var aldrei tízkufyrir- brigði, því síður tákn, eins og nú- tíma kynbombur eru oft. Það var engin tilviljun að hún höfðaði mest til mikilla listamanna og skálda. Það var heldur engin tilviljun að Apollinaire skrifaði þetta sem er skráð hér, eftir að hann sá kvikmynd hennar „Hyldýpið", í litlu kvik- myndahúsi í París árið 1910. Hann sagði þá að töframáttur hennar hefði fylgt sér, eftir að hann kom út úr kvikmyndahúsinu, „skuggi hennar hvíldi yfir París". Eftir það var hún lofsung- in af fjöida listamanna, jafnvel í heimalandi sínu, Danmörku, þar Ásta Nielsen, sem nú er orðin 88 ára, ásamt elelnmanni sínum, A. Chr. Theede, en hann er kunnur forngrlpasall. Asta iék í hverri kvikmyndinni á fætur annarri hin ólíkustu hiutverk, sem hún gerði öllum góð skil og sumum svo vel, að ennþá er £ minnum haft. 12 VIKAN 15 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.