Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 6
Winther Iríhial fást í þrem stærðum. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. Oniu Spílalastíg 8 - Sími 14161 — Pósthólf 671 AÐEINS KURLASH Heildsölubirgöir: augnabrúnaplokkari með fingragripi, hefiralla þessa kosti: Rennur ekki. Gefur fullkomna yfirsýn. Þér náið auðveldlega öruggu taki Grípur örugglega örsmá hár. H. A. TUUNIUS HEILDVERZLUN Otúrborulegir afdalakarlar Kæri Póstur! Hvernig er það með okkur ís- lendinga? Þurfum við alltaf að vera með útúrboruhátt og sveita- mennsku í öllum hlutum? Þau eru nú orðin alltof mörg asna- legu uppátækin sem eru þjóðinni til skammar. . . . Dansstaðirnir hérna eru aðeins eitt dæmi af mörgum. Maður verður helzt að vera klæddur eins og pabbi eða afi, ef maður ætlar á ball. Manni er yfirleitt ekki hleypt inn, nema maður sé í svörtum jakkafötum, hvítri nælonskyrtu með þvengmjótt bindi, í svörtum lakkskóm og með heila dollu af brillantíni í hausnum. Það er eins og forráða- menn þessara húsa hafi aldrei komið út fyrir landssteinana. Það tíðkast víðast hvar, þar sem regluleg menning er, að menn geta farið inn á svotil hvaða dansstað sem er, svo framarlega sem þeir eru hreinir og þokka- legir til fara. Ungir menn vilja klæðast samkvæmt tízkunni, en ekki eftir reglu viðkomandi húss. Mér þætti'líka gaman að vita, hvaða afdalakarl bannaði lögin Elskaðu náungann og Frelsarinn í útvarpinu. Þetta eru með tveim beztu poplögum, sem komið hafa út hérlendis. Það er talað um misþyrmingu á klassísku verki. Mætti ég þá spyrja, hvers konar reglur það eru, sem banna mis- þyrmingu á klassískum verkum en leyfa misþyrmingu á poplög- um? Mér skilst á þessum háu herrum, að misþyrming á verki í þeirra augum sé þannig, að upphaflegri útgáfu verks sé breytt á einhvern hátt. Ég veit ekki betur en það hafi alltaf ver- ið gert. Allir tónlistarmenn með viti hafa fylgt þeirri stefnu að reyna að fá sem mest og fjöl- breytilegast út úr hverju verki, hvort sem það er klassískt verk, bítlalag eða bara íslenzkt þjóð- lag. Og það er líka rétt stefna, svo framarlega sem útgáfurnar eru vel gerðar. Og svo er ein- mitt í þessu tilfelli. Bæði lögin, sem bönnuð eru í útvarpinu, eru afar vel flutt, bæði hvað söng og hljóðfæraleik snertir, enda valinkunnir menn að verki og þess vegna getur enginn maður sagt með góðri samvizku, að um misþyrmingu sé að ræða, — nema einhver afturhaldsseggur og afdalakarl, sem væri betur geymdur uppi á fjöllum. H.J. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma, sem við fáum slíkan reiði- lestur frá ungum manni, og er það gott vitni um breyttan hugs- unarhátt og ný viðhorf hjá unga fólkinu. Bréfritari notar hið virðulega orð „menning“ yfir ailt það, sem honum þykir mikið til koma. En gömlu mennirnir vilja nú meina, að flibbarnir og fín- heitin séu sú eina og rétta „menning", og þar liggur hund- urinn grafinn. Okkur finnst bréf H.J. nokkuð ýkt, því að ungl- ingamir hafa sina sérstöku staði, þar sem þeir geta komið klæddir eins og þeim sýnist og meira að segja skítugir líka. En til að full- nægja öllu réttlæti, þurfa ,.af- dalakarlarnir" að hafa stað fyrir sig líka. Þannig fer bezt á því, að hver hafi sína „menningu“ í friði, svo að ekki verði neinn allsherjar hrærigrautur úr öllu saman. Mappa utan um oss Kæra Vika! Ég er nýbakaður áskrifandi að yður og langar að spyrja yður að því, hvort ekki séu til möppur undir yður. Ef þær eru ekki til, hvers vegna látið þér þá ekki búa þær til? Ég get ómögulega geymt yður í pappakassa inni í skáp. En einhversstaðar verðið þér að sofa? Jæja, kæra Vika! Nú vil ég þakka yður fyrir allt gamalt og gott og vona að þér haldið áfram lífinu. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna, Litla-Ljót. Vér erum mjög hreyknir yfir þeirri umhyggju, sem þér berið fyrir oss. En því miður verðum vér að hryggja yður með því, að möppur undir oss hafa aldrei verið til, en vér skulum með ánægju hugleiða málið og athuga gaumgæfilega, hvort oss reynist kleift að þóknast yður. Vill bara meira Elsku Póstur! Mig langar til að forvitnast svolítið eins og allir, sem skrifa þér og fá góð svör og ráðlegg- ingar. Ég er sautján ára og er stund- um með strák, sem er tuttugu ára. Ég er mjög hrifin af hon- um, en hann vill endilega fá að lifa með mér. Ég hef lofað hon- um það einu sinni, en hann vill bara meira. Ég er svo hrædd um að verða ófrísk. Getur þú gefið mér góð ráð? Hann hefur 6 VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.