Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 5
hann í enska landsliðið gegn
Belgíumönnum, en England vann
leikinn með þrem mörkum gegn
einu.
í september 1967 dæmdi knatt-
spyrnusambandið Docherty í
fjögurra vikna bann og mátti
hann engin afskipti hafa af fé-
laginu þann tíma. Sagði hann þá
upp samningi sínum við félagið
vegna þessa. Var að margra áliti
aðeins um formsatriði af hans
hálfu að ræða, en öllum á óvart
féllst stjórn félagsins á upp-
sögnina og réði í hans stað Dave
Sexton.
Undir sfjórn Sextons hefur
verið haldið sömu stefnu og áð-
ur, þ.e. að ala upp góða leikmenn,
þó að einnig hafi verið keyptir
nokkrir leikmenn til að styrkja
liðið. í þessu sambandi hefur
leiki sinn fyrsta landsleik. Verð-
ur fróðlegt að fylgjast með
hvernig Hudson og John Hollins
gengur í baráttunni um völdin á
miðju vallarins gegn „risunum“
hjá Leeds, þeim Giles og Bremn-
er.
Á leið sinni til Wembley í ár
vann Chelsea Birmingham, 3—0,
Burnley, (2—2), 3—1, Crystal
Palace, 4—1, Q.P.R., 4—2 og
Watford 5—1. Samanlagt fékk
liðið á sig sjö mörk, en skoraði
tuttugu og eitt mark. Sýnir þetta
vel hversu sterk sókn liðsins er,
en í henni taka allir leikmenn-
irnir þátt, nema markmaðurinn
og eru þeir allir jafn hættulegir
þegar þeir nálgast mark and-
stæðinganna. T.d. gerði hægri
bakvörður liðsins, David Webb,
þrjú mörk í leik á móti Ipswich
Lið Lecds. Aftasta röð, frá vinstri: Madeley, O'Grady, Harvey, Sprakc. Charlton,
Hunter. Miðröð: Johannesson, Belfitt, Jones, Hibbitt, Gray, Lorimer, Revie
(framkvæmdastjóri). Fremsta röð: Reaney, Cooper, Giles, Bremner, Greenhoff,
Bates, Cocker (þjálfari). Á myndina vantar Allan Clarke.
félagið keypt þá Alan Birchenall,
frá Sheffield United, David
Webb, frá Southampton, John
Dempsey, frá Fullham, Ian
Hutchinson, frá Nottingham For-
rest og þegar félagið seldi George
Graham til Arsenal, fékk Chelsea
Tommy Baldwin í staðinn. Dýr-
astur þessara leikmanna er Alan
Birchenall, sem kostaði 100.000
pund, en ódýrastur var leikmað-
urinn, sem nú heldur Birchenall
fyrir utan liðið, Hutchinson, sem
kostaði 5000 pund. Af þeim leik-
mönnum sem hafa kostað félagið
hin föstu fimm pund, en þá upp-
hæð fá drengir sem gera samning
við atvinnufélögin, hefur Alan
Hudson vakið mesta athygli, en
hann er aðeins átján ára gamall.
Er þegar farið að tala um að
ekki verði langt að bíða að hann
í vetur og er það einsdæmi að
varnarmanni takist að gera svo
mörg mörk í leik.
LEEDS
Leeds United hefur aðeins einu
sinni áður leikið úrslitaleik bik-
arkeppninnar, það var árið 1965
þegar félagið tapaði fyrir Liver-
pool með tveim mörkum gegn
einu, í framlengdum leik. Árið
1968 vann félagið bikarkeppni
deildanna og Evrópukeppni
borgarliða, en fyrstudeildina á
síðasta keppnistímabili með met-
stigafjölda, hlaut 67 stig.
Undirbúningurinn að þessari
velgengni félagsins hefst árið
1961, þegar Don Revie var ráðinn
framkvæmdastjóri félagsins, en
ári áður hafði það fallið niður í
2.. deild. Revie setti sér strax það
Þessi mynd sýnir vel, hvernig leikmenn misstu gersamlega stjórn á skapi sínu
I hinum sögulega úrslitaleik í deildarbikarnum milli Leeds og Arsenal.
takmark að gera Leeds að topp-
liði á borð við Manchester Uni-
ted og Real Madrid. Eitt fyrsta
verk hans var að breyta búningi
félagsins, sem hafði verið blár
og gulur, í hinn alhvíta búning
Real Madrid. Var þetta gert svo
að leikmennirnir fengju meira
sjálfstraust. En það þurfti meira
til en þetta eitt. Félagið átti ekki
nógu góða leikmenn til þess að
koma því í fyrstudeild og því var
það að Revie ákveð að nota sömu
aðferð og Matt Busby, fram-
kvæmdastjóri Manchester United,
hafði notað með mjög góðum
árangri, að byggja upp nýtt lið
á ungum og efnilegum leikmönn-
um. Aðeins tveir af eldri leik-
mönnum félagsins komust í nýja
liðið, þeir Jack Charlton og Billy
Bremner, en í stað þeirra sem
fóru, komu unglingar eins og
Paul Reaney, Terry Cooper, Gary
Sprake, Paul Medeley, Norman
Hunter, Peter Lorrimer og Eddie
Gray. Þá keypti félagið þrjá
leikmenn fyrir lítið fé, þá Johnny
Giles, frá Manchester United fyr-
ir 40.000 pund, Mike O’Grady,
fyrir 23.000 pund og Bobby Coll-
Framhald á bls. 45
Þrátt fyrir góð tilþrif tókst bakverðinum Webb ekki að hindra Brian Kidd í að
skora mark í leik Chelsea og Manchester United.
«. tbi. vikan 5