Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 31
cHljómplötu gagnrýni Þrii í naKi Fyrir þremur vikum síðan sendu S.G.-hljómplötur frá sér tvær stereo-plötur, tveggja laga plötu með Óðmönnum og LP-plötu með söngflokknum „Þrjú á palli“. Báðar plöturnar eru nokkuð sérstæð- ar, en réttast er sennilega að taka þær hvora fyrir sig. Plata Óðmanna er tvímælalaust bezta tveggja laga plata sem kom- ið hefur út á íslandi og fyrsta tveggja laga stereo-platan, hljóðfæra- leikur frábær og upptaka fyrsta flokks. Fyrra lagið er Spilltur heim- ur, eftir Jóhann Jóhannsson, bassaleikara hljómsveitarinnar; skörp ádeila, sönn og rétt, eins og þessar línur benda til: „Við fslendingar erum þjóð, sem þolir ekki blóð, / látum hundraðkall í sjóð og teljum okkur góð ...“ Það eru ekki margar hljómsveitir hér á landi sem hafa á að skipa ljóðskáldum, en Jóhann hefur sýnt það, bæði nú og áður, að hann er til margs fær — semur lög og texta og syngur svo hver gæti verið hreykinn af. Hann hefur skapað sér nokkuð sjálfstæðan söngstíl sem nýtur sín vel í laginu. Gítarleikur Finns Stefánssonar er með því bezta sem maður heyrir — og sérlega er ég hrifinn af bergmálskenndum gítar,,skotum“ hans. Þungur og ákveðinn trommu- leikur Ólafs Garðarssonar er ákaflega heilsteyptur og öruggur. Hitt lagið er Komdu heim, einnig eftir Jóhann. Á margan hátt finnst mér þetta betra lag plötunnar; melódían er fallegri og söng- urinn betri en lagið allt öðru vísi en hitt, svo erfitt er að segja til um hvort er betra. Tvírödduð falsetta Jóhanns er þannig að mér rennur kalt vatn niður á milli skinns og hörunds við að heyra hana. f rauninni á ég ekki nægilega sterk lýsingarorð til að útlista hrifn- ingu mína á plötunni, en ég held að Fálkanum hafi orðið á mikil mistök með því að vilja ekki senda þá félaga út, og S.G.-hljómplötur eiga mikinn heiður skilið fyrir að gera svo, því þessi útkoma hefði aldrei náðst hér. Það eina sem ég hef út á þessa plötu að setja er að ég held að ljósmynd Sigurgeirs á ágætu plötuumslagi hefði notið sín betur í svart/hvítu. Um upptöku þarf ekki að fara fleiri orðum; Derek Wordsworth ætti að vera nægileg trygging fyrir góðri vöru. Ég óska Óðmönnum og S.G.-hljómplötum innilega til hamingju með þessa plötu í okkar spillta heimi. Söngflokkurinn Þrjú á palli (sem ég vildi heldur kalla tríó) varð til vegna leikrits Jónasar Árnasonar. „Þið munið hann Jörund". Leik- ritið er þannig samið að söngflokkurinn kemur fram í því og segir söguna að nokkru leyti, þannig að þó að lögin standi hvort fyrir sínu hlýtur að vera ákaflega mikill kostur að hafa séð „stykkið“ áður en maður hlustar á plötuna. Þau Eðda Þórarinsdóttir, Troels Bendtsen og Helgi R. Einarsson syngja á þessari plötu 13 lög, öll af brezkum uppruna og öll við texta Jónasar. í heild finnst mér platan ekki nógu góð, og vil ég meina að bezta útkoman hefði fengizt með því að taka hana upp að viðstöddum áheyrendum — jafnvel á einhverri sýningunni í Iðnó. Upptakan var hinsvegar gerð í London — nokkuð sem er lítið annað en óþarfa fjárútlát, þar sem sú tækni er ensk stúdió ráða yfir er ekkert notuð, að stereoinu undanskildu. Framhald á bls. 50. Flamingo FLAMINGO: Norður á Sauðárkróki liefur starfaði, undanfarin þrjú ár, hljómsveitin Flamingo. Velunnari þeirra og góðkunningi okkar sendi þessa mynd til okkar, ásamt nokkrum upplýsingum um þá félaga, sem allir hafa verið í hljómsveitinni frá upp- hafi. Því miður vitum við ekki mikið um þá, en minnumst þó að hafa heyrt vel af þeim látið; kallaðir fjölhæfir og skemmtilegir hljóðfæraleikarar. Frá vinstri eru: Sigurgeir Angantýs- son, orgelleikari, og syngur hann öðru hvoru, Geirmundur Valtýsson, gítar- leikari og söngvari, Óli Ólafsson, söngvari, Hafsteinn Hannesson, bassa- leikari og Jónas I»ór Pálsson, trommu- leikari. — f vetur hefur hljómsveitin verið fastráðin við félagsheimilið Bif- röst á Króknum, og gerir það gott þar. — Það er sennilega óþarfi að taka það fram, að við erum alltaf hrifnir af því að fá sendar myndir og upplýsing- ar um hljómsveitir sem ekki eru svo mikið í sviðsljósinu. Simon og Garfunkel Fljótlega tekur Tónabíó til sýninga myndina „The Graduate*4 eða „Frú Robinson“, eins og liún hefur verið kölluð á íslenzku — það er fram- haldssagan, kvikmyndasagan, sem birst hefur hér í Vikunni. Ekki er ætlunin að fara að tala neitt um myndina, nema það að hún er frábær, en við fundum nýlega mynd af þeim félögum Simon & Garfunkel — þeim sem sömdu og sungu tónlitsina í kvik- myndinni. Þar flytja þeir meðal ann- ars lög eins og „Sounds of Silence“_ „Scarbourough Fair“ og auðvitað „Mrs. Robinson.“ 15. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.