Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 9

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 9
uncn KvnsLóom FULLTRÚI UNGU KYNSLÖÐARINNAR VERÐUR VALINN Á SKEMMTUN f AUSTURBÆJARBÍÖI 16. APRÍL. ÞAR KOMA FRAM MARGAR ÞEKKTUSTU POP-HLJÖMSVEITIR LANDSINS, SVO SEM ROOF TOPS, NATTÚRA, ÆVINTYRI OG TILVERA. ÞEKKTASTI UMBOÐSMAÐUR SKEMMTIKRAFTA Á NORÐURLÖNDUM VERÐUR VIÐSTADDUR. ÖLLUM ÁGÖÐA AF SKEMMTUNINNI VERÐUR VARIÐ TIL FRÆÐSLU UM SKAÐSEMI EITURLYFJA. Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1970 verður kosinn á skemmtun, sem haldin verður í Austurbæjarbíói 16. apríl næstkomandi. VIKAN hefur þegar kynnt stúlkurnar sex, sem keppa um titilinn, en á skemmtuninni koma þær fram, sýna meðal annars einhverja af hæfileikum sínum og einnig gefst þá dómnefndinni kostur á að spyrja þær nokkurra spurninga. Eins og áður hefur verið skýrt frá rennur allur ágóði af skemmtuninni til að styrkja baráttuna gegn eiturlyf janotkun. Honum verður varið til fræðslu á skaðsemi eiturlyfjaneyzlu, útgáfu fræðslurita, sýningu fræðslukvikmynda og fleira. Margar af frægutsu pop-hljómsveitum landsins koma fram, eins og til dæmis Roof Tops, Náttúra, Ævintýri og Tilvera ásamt fleiri þekktum skemmtikröftum. Á skemmt- uninni verður viðstaddur þekktasti umboðsmaður skemmtikrafta á Norðurlöndum, Knud Thorbjörnssen. Þess má geta, að strax og hann hefur verið hér, fer hann í ferðalag um Evrópu með Rolling Stones, og má af því sjá, hvers megnugur hann er á þessu sviði. Það gefur auga leið, að hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir íslenzka skemmtikrafta. Skemmtuninni lýkur síðan á kjöri fulltrúa ungu kynslóðarinnar 1970 og að síðustu verður hún krýnd. 18. tbi. vikAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.