Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 11
velþekktri sjónvarpsauglýsingu,
„Hvítur stormsveipur“. Þá er
annað lag á efnisskrá hljóm-
sveitarinnar, einnig eftir Finn,
og heitir „Fresca-bylur“. Hann
þrætir fyrir að vera með sjón-
varpssýki, en uppástendur að
þetta sé bara að gamni gert.
„Hvítur stormsveipur var
fyrsta lagið sem ég samdi, og
það er ekki meira en 6—7 mán-
uðir síðan. Já, það er von að
það hljómi ótrúlega, en ég hef
alltaf haft á tilfinningunni að
ég geti ekki samið lög. Svo kom
að því að okkur vantaði ein-
leikslög í prógrammið, og ég
settist niður og samdi lag. Neyð-
in kennir naktri konu að spinna,
segir máltækið, ekki satt, svo ef
til vill má segja að hún hafi
kennt mér að semja. Þessi tvö
lög, „Stormsveipur" og „Fresca“
eru bæði í svipuðum dúr, sam-
in fyrir klarinett og með smá-
söngköflum inn á milli. Eg hef
saman af þessu og finnst ég
hafa gott af því.“
„Nú eruð þið bræðurnir tveir
í þessari hljómsveit og þar að
auki konan þín; er ekki erfitt
að vinna í svona fjölskyldufyr-
irtæki? Þið eruð saman svo að
segja tuttugu og fjóra tíma á
dag, og því hefur oft verið hald-
ið fram að það sé ekki heppilegt
fyrir hjón — og skyldmenni yf-
irleitt — að vinna sarnan?"
„Nei, alls ekki,“ segir Finnur
og Helena tekur strax undir það.
„Það er ákaflega þægileg til-
breyting frá heimilinu að fara
í betri fötin og gera eitt-
hvað sem maður hefur jafn
mikla skemmtun af og þessi
hljómsveit er okkur. Hér heima
erum við hjón, með öllum þeim
réttindum og skyldum sem því
fylgir, en um leið og við erum
komin upp á svið, hvort sem það
er á æfingu eða dansleik, þá
erum við fyrst og fremst vinnu-
félagar og vinir.“
„Annars er félagsvitundin í
hljómsveitinni ákaflega góð,“
bætir hún við. „Það kemur oft
fyrir að við förum út saman og
skemmtum okkur hinir taka
þá konurnar með, og ef einhver
á afmæli koma allir saman. Síð-
an Bjarki (Tryggvason) kom í
hljómsveitina hefur að vísu
komið upp örlítið vandamál;
hann og Finnur eiga afmæli sama
daginn, svo við vitum ekki al-
mennilega hvar við sláum til.“
„Það væri vonlaust að vera í
þessari vinnu ef maður hefði
ekki góða félaga í kringum sig,“
segir Finnur. „Þessu starfi fylg-
ir alls konar áhætta, eins og við
töluðum um áðan í sambandi við
öfugan sólarhring, og svo er
mikil hætta á því að þeir sem
eru í þessu leiðist út í alls kon-
ar óreglu og leiðindi.“
Við erum stödd á ákaflega
vistlegu heimili þeirra, og sitjum
yfir kaffibolla og meðlæti. Bæði
börnin eru heima og eru önnum
kafin við að hafa skipti á film-
stjörnusmámyndum. Öðru hvoru
kemur Laufey til mín og spyr
mig hvort þessi og þessi sé ekki
„sætur“ og auðvitað get ég ekki
neitað því — þó svo að mér
finnist Presley ekkert sérlega
sætur. Sú litla segir mér að
Brigitte Bardot sé uppáhalds-
leikkonan sín og auðvitað get ég
ekki verið neinn afturkreisting-
ur svo ég samsinni því.
Hörður litli nær í félaga sinnn
og þeir fara að ,,býtta“. „Ætlar
þú að fara í hljómsveit þegar þú
verður stór?“ spyr ég.
„Ne-hei“, svarar hann. ,.Ég
ætla að verða flugmaður."
„Einu sinni sagðir þú mér að
þú ætlaðir að verða „bítl“ og
hafa sítt hár,“ segir móðir hans.
„Þú ætlaðir meira að segja að
fara i sjónvarpið og spila á gít-
ar.“
Hann svarar ekki miklu og
þeir kumpánar hverfa inn í eitt
herbergið og halda áfram að
„býtta“.
„Ég er ekkert hrifinn af þeirri
hugmynd að þau færu út í það
sama og við,“ segir Finnur. —
„Hætturnar eru svo margar, að
ég myndi alls ekki hvetja þau
til þess. Hitt er annað mál að
ef þau fyndu hjá sér þörf til að
syngja eða spila, þá gæti maður
ekki dregið úr því, þar sem mað-
ur hefur reynsluna af því hversu
slæmt það er að geta ekki notið
fullnægju af því að spila sjálfur.
Ég segi fyrir mig, að ef ég hef
ekki blásið í nokkra daga, þá
er ég alveg orðinn ómögulegur
maður. Maður fær algjöra útrás
á því að blása í sitt hljóðfæri —
nærist á þvi rétt eins og maður
borðar og sefur."
„Ég er alveg sammála,“ segir
Helena. „Eitt sumar bjuggum
við í húsi hér á Akureyri, og ég
var hálf einmana á kvöldin. Ég
var orðin svoleiðis, að ég spilaði
plötu, hafði eins hátt og ég gat,
og svo söng ég með af öllum lífs
og sálar kröftum.“
Það er farið að rökkva og líða
að því að þau Finnur og Helena
eigi að mæta til að skemmta
gestunum í „Sjallanum" — um
leið og þau leysa úr læðingi
innri pressur og álög. Svona eiga
listamenn að vera.
ó. vald.
w.tbi. viKAN 11