Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 18
Hís oo hðshúBaðor HVERNIG A Þetta hús fékk fyrstu verðlaun í samkeppni Jóns Loftssonar hf. um hlaðin einbýlishús. Höfundur þess var Ulrik Stahr, arkitekt. Við byggjum mikið á ís- landi, en ekki verður með sanni sagt, að við höfum jafn mikla fjölbreytni i efnisvali til bygginga. Með til þess að gera fáum undantekningum er hússkrokkurinn gerður úr steinsteypu. Sum þessara steinsteypumannvirkja end- ast vel og eru jafngóð eftir áratugi, önnur lakar og grotna niður á skömmum tíma. Aulc þess verður því ekki á móti mælt, að stein- steypt hús krefjast mikillar vinnu og eru dýr; þar við bætist svo að tilkostnaðurinn og vinnan við húsið eftir að það er foklielt er i mörgum tilvikum allt að 60 af hundr- aði. Þó getum við byggt jafn- góð hús — eða betri — úr ódýrara efni með minni til- kostnaði og stvtt bilið milli fokhelds og fullgerðs niður í 30 af hundraði. Þeirrar skoð- unar er að minnsta kosti Jón Kristinsson. arkitekt, sem starfar sem kennari i gerð háhúsa við Tækniháskólann i Delft í Hollandi, en rekur auk jiess sjálfstæða arkítekts og verkfræðistofu ásamt Frcdriku konu sinni, sem er hollenslc og arkítekt eins og hann, og auk þess verkfræð- ingur að mennt. Þótt Jón hafi þannig hasl- að sér völl erlendis er hugur hans löngum heima, og hann tók að velta vöngum yfir fréttum af þeim háa bygg- ingarkostnaði, sem bárust 18 VIKAN 15-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.