Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 25
3. hluti „Svo snemma?"' stundi Lori upp. „Ef við eigum að fá eitthvað að borða, verður það að vera klukkan sjö, tólf og hálfsjö. En ég skal reyna að fá kaffi og brauð handa þér." „Bara dálítið ristað brauð. Ég borða aldrei mikið á morgnana." „Farðu þá inn í borðstofu og bíddu þar." „Hvar er hún. Ég er búin að gleyma þv[." Þaer hlógu báðar, og Lori leið betur vegna vingjarnleika Peggyar. Hún gekk inn í borðstofuna, þangað sem Peggy hafði bent. Um leið kom í hug hennar ópið sem hún hafði heyrt um nóttina. En Peggy kom fljótlega með ristað brauð, skínandi silfurkaffikönnu og smjör á bakka. „Gamla konan bað að heilsa," sagði hún. „Hún vildi vita, hvort bað- vatnið hjá þér hefði verið nógu heitt. Er þetta nóg?" „Ágætt, Peggy, takk. Ég hlakka til að sjá meira af húsinu og garð- inum. Ætlarðu að sýna mér það á eftir?" „Já, gjarnan. Ég hef sjálf aldrei komið í hliðarálmurnar. Þær hafa ver- ið læstar í mörg herrans ár. Aline frænka hefur lyklana og tekur til þar sjálf. En nú ætla ég að fá lyklana, og þá getum við farið í könnunarferð." Beint á móti bókaherberginu hinum megin ( salnum var ríkulega skreyttur danssalur en með fáum húsgögnum. Þar við hliðina var músik- herbergið, og bar þar mest á stóru píanói úr rósaviði. Lori reyndi að gera sér í hugarlund, hvernig Jim tæki sig út, þar sem hann sæti við hljóð- færið og léki með stórum höndunum. Nótnablaðið, sem efst lá, var „Fantasi Impromptu" eftir Chopin. „Er hann alveg hættur að spila?" spurði Lori. „Jim? Ja, hann hefur ekkert spilað eftir að Mary dó." „Hann hlýtur að hafa elskað hana heitt," muldraði Lori. „Það held ég ekki, en ég segi það bara fyrir mig sjálfa." „Hvað áttu við, Peggy?" „Það er ekkert varðandi Jim," flýtti hún sér að svara. „Ég á bara við, að Mary var ... já, dálítið erfið." Svo erfið, hugsaði Lori, að duglegur og metnaðargjarn maður varð að gefast upp á henni. Sagað hafði verið f þrepin tvö af yfirlögðu ráði, og var ekki hægt að trúa Jim til að hrinda konu sinni niður af svölunum í reiði? Jim hafði ekki skrökvað að henni um sölu föður síns á húsgögnum, því í mörgum vistarverunum, var naumast nokkurt húsgagn. Á þriðju hæð var mikið af svefnherbergjum, en bersýnilega langt slðan þau höfðu verið notuð. „Hvar sefur þú, Peggy? Og Aline frænka?" „Ég hef herbergið við hliðina á eldhúsinu. Það er lítið en vinalegt. Aline hefur herbergi f kjallaranum. Frank sefur í hlöðunni eða einhverj- um skúrnum, eftfr þvf, hvar honum finnst heppilegastur hiti fyrir sig, en inni f húsinu er yfirleitt of kalt fyrir hann. Á hverju ætlarðu að byrja hér í húsinu, Lori?" „Auka við hitann áður en maður króknar úr kulda. Og svo þarf að koma léttari svip á allt heimilið." „Jæja, nú ertu búin að sjá þeta, Lori, og nú er bezt ég fari niður f eldhús og hjálpi til." „Heldurðu, að hún hafi nokkuð á móti, að ég komi með þér til sam- lætis?" „Án efa yrði hún á móti því." „Ég skil ekki, hvers vegna hún hatar mig svona. Ég vil henni ekkert illt. „Ekki það?" „Nei, alls ekki, en hvernig á ég að koma henni í skilning um það, ef við tölum aidrei saman?" „Nei, það er ekki svo auðvelt. En ég skal reyna að mýkja hana dálítið. Hún er farin að venjast mér." Stemningin var dálítið þvinguð við morgunverðarborðið og Lori varð fegin, þegar máltíðin var afstaðin. Hún gekk til herbergis síns, en undi þar ekki vegna umhugsana um það, sem gerðist um nóttina, svo hún brá sér út til að skoða sig um. Hún gekk upp með veginum og upp á hæð, en þaðan var gott út- sýni yfir landareignina. Hún sá gluggann sinn og einnig vindaugað f turninum eða kúpplinum dularfulla. Hún varð að bíta sig í varirnar til að láta ekki óttann ná yfirhöndinni. Áður en hún vissi af var Frank Adler kominn til hennar og virti hana fyrir sér með glotti f skeggjuðu andlitinu. „Þú ert eins og tré," sagði hann og sté nær. „Snoturt tré með litlum rótum, og þegar vorar hreiðra fuglar sig kannske í þér. Allie sagði, að ég ætti að halda mér frá þér, svo ég er fegin, að þú skulir vera komin hingað út til Franks gamla." „Mér datt í hug að taka mér dálítinn göngutúr," svaraði Lori. „Já, auðvitað. Falleg tré eiga að ganga um og skoða það, sem fallegt er. Eftir að Georgia varð veik hafa hér ekki verið falleg tré." „G Georgía?" endutók Lori og hörfaði skref aftur á bak. „Hver er þessi Georgía?" „Hún var fallega tréð mitt, en Allie felldi hana. Og nú vill hún fella þig, ef ég passa gæti þín ekki." Hann gekk mót henni með framréttar hendur og horfði á hana gráðugum og alvarlegum augum. „Nei!" Lori hrökk frá sverum fingrum hans og tók á rás niður hæð- ina. Hún missti af sér báða skóna, en hélt samt áfram. Full angistar kom hún að húsinu og tók í stóra útihurðina; sem var læst. Hún greip þá ( dyrahamarinn og barði með honum, unz hún fann, að hönd var lögð á öxl hennar. Hún gaf frá sér hljóð og vatt sér við. Þetta var Jim Kensington ásamt Framhald á bls. 50. 15. tÞi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.