Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 46
E1 löl E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 El E1 El E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 E1 El E1 E1 El E1 El NÝR MOSKVICH M412 NÝR KRAFTUR Bifreið með nýrri 80 ha. vél með 300-W „alternator". — Fljótvirkir hemlar með hjálparátaki frá vél og sjálfvirkri útí- herzlu. Nýr gírkassi, samhæfður í alla gíra, með þægilegri og lipurri gírskipt- ingu í gólfi og nýtt og fullkomið tengsli. Nýtt „griH“ og ný gerð Ijósa. Frábærir aksturshæfileikar. VERÐ KR. 215.703,00. Innifalið í verðinu: Ryðvörn, öryggisbelti, aurhlífar, Ijósa- stilling, vindlakveikjari, þjónustueftirlit- og uppherzla eftir 500 km og 2000 km. Auk þess fylgir fullkomið verkfærasett. 6 mánaða eða 10 000 km ábyrgðarskír- teini. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Bifrei Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Suðurlandsbraul U • Hejkjavik - Sími 38600 engin ástæða, ha? Þetta er at- hyglisvert... — Það var ekkert persónulegt. — Ekkert persónulegt elment í þessu? — Nei. — Jæja. Þetta er athyglisvert að líta á það frá þessari hlið. Þú getur sofið hjá konu annars manns og sagt að það sé ekkert persónulegt í því. — Herra Robinson, sagði Benjamín. — Þetta var mín sök. Ég er að reyna að... Hann kom skrefi nær. — Ben, ég held að við séum tvær sæmilega vel gefnar mann- legar verur. Er nauðsynlegt fyr- ir okkur að vera að hóta hvor- um- öðrum? — Ég er ekkert að hóta þér. — Viltu þá gjöra svo vel og hætta að kreppa hnefana? Þakka þér fyrir. — Ég er að reyna að segja þér að ég hef ekkert á móti þér per- sónulega, herra Robinson. Ég hef ekkert á móti þér! — En þú berð ekki óskaplega mikla virðingu fjrrir mér heldur, er það? — Nei. Herra Robinson kinkaði kolli. — Jæja, sagði hann. Ég held ekki að við höfum mikið meira sam- an að tala, Ben. Ég held þó að þú ættir að fá að vita afleiðingar gjörða þinna. Mér finnst rétt að þú vitir að kona min og ég er- um að skilja. — En hvers vegna! hrópaði Benjamín. — Hvers vegna? — Það sem hefur skeð ætti ekki að skipta neinu máli! — Nú? Þetta var heiimikil yf- irlýsing, Ben, sagði hann. — Lít- ur þú virkilega svona á málið? Að það sem þú hefur gert eigi ekki að skipta neinu máli? — Hlustaðu á mig, herra Robinson, sagði Benjamín og kom skrefi nær. — Við — við fórum í rúmið saman. En það var ekkert. Alls ekkert. Við hefðum alveg eins — alveg eins getað tekist í hendur. — Tekist í hendur! sagði herra Robinson. — Ben, ég held að þú sért nógu gamall til að skilja að það er dálítill munur á því að takast í hendur við konu og að ... — En það var enginn munur! — ó? sagði herra Robinson og lyfti brúnum. — Ég hefi alltaf haldið að þegar maður háttar sig, fer í rúmið með konu og hefur samfarir við við hana, að það væri eitthvað örlítið meira en að ... — Ekki þarna! — Ekki þarna, ha? sagði herra Robinson og kinkaði kolli. — Ja, þú gefur konunni minni ekki góða einkunn. — Ha? — Ég er þess fullviss að kon- an min telur sjálfa sig aðeins betri í rúminu en þú gerir. — Þú skilur mig ekki. — Ójú, Ben, sagði hann. — Ég skil þig ákaflega vel. Ég er viss um að tækni frú Robinson mætti laga örlítið. — Þú misskilur allt sem ég segi! — Ekki æpa á mig, Ben. — Atriðið er þetta, sagði Ben, hristi höfuðið og hélt báðum höndum upp yfir höfði sér. — Atriðið er það að ég elska ekki konuna þína. Ég elska dóttur þína. Herra Robinson leit niður fyr- ir sig. — Jæja, Ben, sagði hann. — Ég efa ekki að þú heldur það. En eftir að hafa sofið nokkrum sinnum hjá Elaine tel ég víst að þú munir skipta um skoðun jafn- fljótt og ... — Hvað? — Við höfum talað nóg um þetta, sagði herra Robinson og leit á úrið. — Ég veit ekki hversu langt ég kemst, Ben, en ég ætla mér að reyna að fara í mál við þig. Eftir það sem skeð hefur held ég að mér takist að láta loka þig inni ef þú svo mikið sem lít- ur á dóttur mína aftur. — Hvað? — Ben, sagði hann, — ég vil ekki tala meira við þig. Þú ert eins fyrirlitlegur og nokkur maður getur verið. Þú ert skítur og óþverri. Og hvað Elaine snert- ir, þá vil ég að þú komir henni út úr þessum ógeðslega haus á þér í hvelli. Er það skilið? Benjamín stóð hreyfingarlaus og starði á hann. Herra Robinson starði á móti.' — Ben, sagði hann loks hljóðlega. Mig langar ekkert að leika við þig. Þú gerir það sem þig langar. En ef þig langar í vandræði, þá getur þú verið viss um að fá þau beint í andlitið aftur og það helmingi kröftugri en þau sem þú sendir frá þér. Þegar herra Robinson var far- inn stóð Benjamín i miðju her- berginu og horfði á dyrnar. Hann hlustaði á fótatakið niður stig- ann og svo út. Benjamín hikaði andartak en rauk svo út og skildi dyrnar eftir opnar. Herra Robin- son gekk eftir gangstéttinni i áttina að leigubíl á horninu við hliðina á simaklefanum. Benja- mín beið þar til herra Robinson hafði komið sér inn í bílinn, en þá stökk hann inn í símaklefann og skellti dyrunum á eftir sér. Hann fór í vasann og kom upp með handfylli af smápeningum. Meirihlutinn féll á gólfið en honum tókst þó að halda einum og setja hann í símboxið. Eitt augnablik leit hann á leigubíl- inn og herra Robinson í aftursæt- inu. Hann leit til baka en hallaði sér svo fram á við og sagði eitt- hvað við bilstjórann. Bíllinn tók kipp, lyftist upp að framan og hvarf fyrir næsta horn. Hann vaidi númerið í flýti, þrýsti tólinu upp að eyranu og kreppti hnefann. Þá hringdi Þögn. Hringt aftur. — Andskotinn hafi það! Anz- iði! Klikk. — Wendell Hall, sagði stúikurödd. — Elaine Robinson, sagði Beniamín. — Ég verð að ná i hana strax. Hún er í herbergi tvö hundruð. — Augnablik. Beniamin leit út á hornið þar sem leigubíllinn hafði horfið og kreppti hnefana sitt á hvað. — Halló? sagði stúlkan við símann, — það er á tali hjá henni. — Slíttu sambandinu. — Ha? 46 VIKAN 15- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.