Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 47
— Slíttu sambandinu og leyfðu mér að tala við hana! — En... ég hef ekki leyfi til að... — Þetta er algjört neyðartil- felli, sagði Benjamín æstur og þrýsti tólinu eins fast að eyra sér og hann gat. — Slíttu sam- bandinu og gefðu mér samband við Elaine Robinson! STRAX! Ekkert svar. — Heyrirðu til mín! — Ja, sagði stúlkan loksins, — ég veit ekki hvort ég ætti að gera... — Slíttu sambandinu! Núna! Benjamín heyrði stúlkuna ræskja sig. — Afsakið, sagði hún svo, þannig að hann gat heyrt. — Hér er mjög nauðsynlegt sím- tal við Elaine Robinson, neyðar- tilfelli. Gætuð þér lagt á og beð- ið hana að koma í símann? Benjamín kinkaði kolli. — Hún er að koma, sagði stúlkan. Benjamín beið og hlustaði með eftirtekt. Loks heyrði hann fóta- tak, síðan örlítinn hávaða þegar tólið var tkeið upp og loks' stúlkurödd. — Halló? — Hlustaðu á, mig Elaine. Faðir þinn var að fara héðan. Hann er á leiðinni til þín. Hann er ekki alveg með sjálfum sér og ég veit ekki hvað hann segir eða gerir. En ég vill alls ekki að þú farir neitt með honum án þess að hringja fyrst í mig og segja mér hvert þú ferð. Hérna hef- urðu númerið, skrifaðu það nið- ur, og áður en þú svo mikið sem ferð út úr húsinu, þá ... — Afsakið ... — Ha? —• Þetta er svolítið kjánalegt — ég er ekki Elaine. — Hvað? — Ég er aðeins herbergisfé- lagi hennar. Elaine fór héðan með föður sínum fyrir hálfri mínútu síðan . Það sem eftir var dagsins gekk Benjamín fram og aftur fyrir framan heimavistina, og horfði á alla sem komu út eða fóru inn í húsið. Elaine kom ekki aftur. Nokkrum sinnum varð hann var við að stúlkuhópar birtust í gluggum og horfðu niður á hann, og einu sinni kom ein stúlkan út og spurði hann hvort nokkuð væri að. — Nei, svaraði hann. Hann skeytti ekki um að borða, en hélt áfram að þramma fram og aftur þangað til komið var svartamyrkur, og götuljós höfðu verið kveikt. Rétt eftir miðnætti gekk hann inn í and- dyrið og að afgreiðslustúlkunni. — Mér þætti vænt um að fá að vita hvort það er nokkur möguleiki til að komast hér inn og upp á aðra hæð án þess að koma utan frá, sagði hann. — Hér inni? — Já. — Ja, það væri hægt að nota kjallarann. — Kjallarann, ha? — Já, það er kaffistofa í kjall- aranum, sagði stúlkan. — Hún — það er stúlka sem þér eruð að spyrja um, ekki satt? — gæti hafa tekið lyftuna í kjallaranum og farið með henni alla leið upp. — En hvernig kemst hún inn í kjallarann? — Það eru dyr hinum meg- in . ... — Viltu hringja í Elaine Ro- binson, sagði Benjamín. — Hún er í herbergi 200. -—• Það er orðið of seint, sagði stúlkan. — Eg þarf ekki að tala við hana. Bara að vita hvort hún sé við. — Eg er viss um að hún er við, þær verða allar að vera komnar inn fyrir tólf. — Ertu viss? — Hvar fæ ég að vita í hvaða stofu hún er núna? — Ég hugsa að það sé ekki hægt. — Ég verð. Stúlkan hnyklaði brýrnar. — Þér gætuð reynt matsalinn, sagði hún svo. — Þær borða þar allar eftir á að gizka 10 mínútur. f kjallaranum voru löng göng, vel upplýst og fyrir enda gang- anna voru glerdyr. Það var læst og nokkrar stúlknanna höfðu þegar komið sér fyrir í lítilli röð fyrir framan. Benjamín flýtti sér að dyrunum og leit inn. Eng- inn var inni nema nokkrir starfsmenn, konur og karlar, sem voru að koma stórum pottum fyrir á afgreiðsluborðinu. Hin- um megin voru aðrar dyr og þar var annar stúlknahópur í röð. Hann reyndi við dyrnar. —- Þetta er aðeins fyrir okk- ur stúlkurnar í þessari bygg- dyrunum og grandskoðaði hverja stúlku sem kom þar inn, en ekki kom Elaine. Hann gekk fram á ganginn og skoðaði röð- ina. — Þekkir þú stúlku sem heit- ir Elaine Robinson? spurði hann eina stúlkuna. Hún hristi höfuðið og færði sig feti framar í röðinni. — Þekkir þú Elaine Robin- son? — Því miður, sagði sú næsta. Hún brosti og færði sig framar. Eftir 10—15 mínútur var mat- salurinn orðinn fullur af stúlk- um sem voru að setjast eða stóðu með bakka sína og leituðu sér að sæti. Benjamín óð um allan sal- inn og leitaði að Elaine en fann hana hvergi. Að lokum stanzaði hann við eitt borðið sem var þéttsetið stúlkum. Hann beið þar til þær voru allar hættar að borða og störðu á hann. LOKSINS! Þó að íslendingar hafi tekið ástfóstri við hin gulifallegu lög Sigfúsar Halldórssonar, þá er það ótrúlegt en satt, að fæst þeirra hafa komið út á hljómplötum. Á hljómplötu þeirri, sem nú er að koma út syngja þau Vilhjálmur og Elly Vilhjálms tólf kunnustu lög Sigfúsar í afbragðs útsetningu Jóns Sigurðssonar. Þetta er svo sannarlega hljómplata fyrir alla. SG. - hliömplötur Stúlkan kinkaði kolli. — Alveg viss? — Já, hún á að vera komin inn. — Allt í lagi, sagði Benja- mín, — þakka þér fyrir. Hann fór ekki að sofa fyrr en í dögun, og vaknaði rétt fyrir hádegi. Hann klæddi sig í flýti, fór út og fékk sér kaffisopa á veitingastofu hinum megin við götuna. Svo fór hann út að heimavistinni og inn í anddyrið. — Viltu kalla á Elaine Rob- inson fyrir mig, sagði hann. — Herbergi tvöhundruð. Stúlkan valdi númerið og bankaði laust á borðið með blý- anti. — Það svarar enginn, sagði hún. — Reyndu aftur. Hún hlustaði örlítið lengur, en hristi svo höfuðið. — Flestar stúlkurnar eru í tímum núna, sagði hún. ingu, sagði sú sem fremst var í röðinni. Hann leit aftur inn en sneri sér svo að stúlkunum. —■ Þekkir einhver ykkar Elaine Robinson? sagði hann. Þær litu þegjandi á hann og sú fremsta hristi höfuðið. Hann reyndi aftur við dyrnar. Ör- skömmu síðar kom eldri kona í hvítum slopp hægt og rólega að dyrunum og opnaði. Stúlkurnar flýttu sér inn og fóru að taka af afgreiðsluborðinu. Benjamín flýtti sér í áttina að hinum dyr- unum, en var stöðvaður af hvít- klæddri konu. — Þetta er aðeins fyrir stúlk- urnar, sagði hún. — Þekkir þú stúlku sem heit- ir Elaine Robinson? —• Nei. Og ég þekki engan sem hefur sagt mér að þú hafir leyfi til að vera hérna. —- Þetta er mjög áríðandi. Hann flýtti sér yfir að hinum — Þekkir einhver ykkar Ela- ine Robinson? — Þær hristu höfuðin, og hann fór yfir að næsta borði. — Elaine Robinson. Þekkið þið hana? — Þær hristu höfuðin. Raðirnar urðu styttri og styttri og smám saman fylltist matsal- urinn. Að lokum voru aðeins tvö eða þrjú sæti laus og raðirnar hurfu. Benjamín leit sem snöggvast yfir salinn en fór svo að borði fyrir enda salarins. — Má ég ekki fá lánaðan stólinn þinn rétt sem snöggvast? sagði hann við stúlku sem sat upp við vegginn. Hún sneri sér við og starði forviða á hann. Hann setti hendurnar á stólbak- ið og hún stóð rólega upp. Benja- mín dró stólinn að veggnum. — Bankaðu í glasið þitt, sagði hann við þá næstu. — Ha? — Svona, sagði hann og tók is. tw. viKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.