Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 8
VIÐARÞILJUR í miklu úrvali. * Viðartegundir: eik, askur, álmur, beyki, lerki, fura, valhnota, teak, mansonia, caviana. HARÐVIÐUR og þilplötur, ýmsar tegundir. PLASTPLÖTUR, Tliermopal, ýmsir litir. * Harðviðarsalan sf. Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670. 'N Lltið á eigln BARMp karl- mennirnir! ÞÉR ÞURFIÐ EKKI AÐ HAFA SLÖPP BRJÓST - NOTIÐ ARO-LADT. HafiS þcr áhyggjur af lögun og stærS brjóstanna? ARO-LADY gefur ySur fullkomin brjósl, brjósl sem' ySur hefir lengi dreyml um. ARO-LADY er svissneskt áhald, 'senri með djúpvirkum Irlringl hefir áhrif á líkamsslarfsemina og styrkir vóðvana. Þér finnið mun eftir tveggja vikna notkun. LátiS sannfærast — reyniS ARO-LADY strax. Þúsundir kvenna um allan heim bera þess vott að ARO-LADY gefur góðan árangur. Notið það reglulega l‘10—15 mfnútur á dag. Hættið límafrekum æfing- um, slakíð á i góðum stól og látið ARtí-LADY fegra barminn. ARO-LADY ER SÉRSTAKLEGA ÁHRIFAMIKIÐ EFTIR FÆÐINGAR OG BRJÓSTAGJÖF. - ATH.: TÆKI FYR'R VENJULEGT NUDD FYLGIR. AUKA- ÁHÖLD ÓKEYPIS. ARO-LADY kostar aðeins 140.00 nQrskar krónur -f burðargjald, með af- borgunum eða staðgreitt. 2 ára ábyrgð. Þagmælsku heitið. YÐAR TRYGGINGI RÉTTUR TIL AÐ SKILA TÆKINU INNAN 30 DAGA. Pantið í dag eða biðjið um nánari upplýsingar. VENUO IMPOttT CO. A/S, Boks 48, Bestun, Oslo 2. Sendið mér sem fyrst stk>;ARO-LADY með 30 daga skilarétti. (Full endurgreiðsla) □ Grelðl vlð móttöku n.kr. I40.oo-r burðargjaid. □ Óska cftir upplýslngum. NAFN HEIMILISFANG ’ Þér geUð greltt t elgln mynt, pósthúsið reiknar upphieðina fyrlr yéur. Nakin kona í auðu herbergi Kæri, góði draumráðandi! Eg sendi þér hérmeð tvo drauma, sem mig langar svo mjög að fá ráðningu þína á. Af nógu er að taka, því að mig dreymir mikið, og ég tel mig vera mjög berdreymna. Eg les Vikuna oft, og fylgist ætíð með ráðningum þínum, sem £ flestum tilfellum eru mjög snjallar. Fyrri draumurinn er þannig: Eg kem inn í ókunnugt her- bergi. Þar inni stendur kona, sem ég er málkunnug. Konan stendur á miðju gólfi, og er hún klædd í venjulegan greiðslu- slopp. Sloppurinn var blágrænn að lit, en örmjó brydding um barma og fald að neðan var rauð. Eg horfi á hana, en segi ekki neitt. Nú verður mér litið af konunni og skima í kringum mig í herberginu. Tek ég þá eftir, að herbergið er alautt: engin hús- gögn, ekki gluggatjöld, né held- ur gólfteppi. Lít ég nú aftur til konunnar. Er hún þá horfin úr sloppnum og situr á gólfinu, þar sem hún hafði staðið, og er nú allsnakin. Hún heldur höndum í skauti sér og rær sér aftur á bak og áfram, eins og hún sé viðþolslaus. Var svo draumurinn ekki lengri. Síðar sömu nótt dreymdi mig konuna aftur: Var hún þá kom- in aftur í sama sloppinn, en í allt annað umhverfi. Sá ég hana leiða karlmann arm í arm; þau gengu í burtu og hurfu mér þar með sjónum. En nafn karl- mannsins var Oddgeir. Fína. Það er talið fyrir veikindum eða jafnvel dauða að sjá sjálfa sig eða aðra nakta í draumi. Draumurinn hér að framan, sem er mjög einfaldur og sbýr og ágætlega frá honum sagt, tákn- ar því að öllum líkindum alvar- leg veikindi umræddrar konu. Það er athyglisvert, að til und- irstrikunar nektinni hverfur allt innanstokks, svo að þér finnst herbergið vera alautt. Þetta bendir tii þess, að konunni verði vart hugað iíf. Hins vegar er síðari draumurinn merki þess, að hún iifi veikindin af. Hún er aftur kominn í sloppinn og meira að segja karlmaður kem- ur til sögunnar og leiðir hana brott. Mannanöfn eru mjög mis- munandi að merklngu í draumi, eins og kunnugt er, og sama nafnið er ekki öllum fyrir hinu sama. Við getum því ekki ráð- ið niðurlag draumsins á neinn sérstakan hátt. Götóttar buxur Síðari draumurinn frá „Fínu“ er svohljóðandi: Eg er komin inn í hús og með mér er telpa, sem ég á. Húsið var tvær hæðir og alveg nýtt. Mér fannst það vera opinber stofnun, líkt og vistmannaheim- ili. Eg er ráðin þarna sem for- stöðukona. Eg var á fyrstu hæð- inni og var að skoða mig um. Þar voru borðsalir, setustofur, íbúð fyrir mig og svo eitt vist- mannaherbergi, sem var við for- stofuinngang. Eg vissi, að í því herbergi bjó karlmaður, sem ég þekki. En annars voru öll vist- mannaherbergin á annarri hæð- inni. Það vissi ég, þótt ég færi ekki þangað upp. Eg dáðist að þvi, hve allt var fínt, fallegt og vel fyrirkomið. Eg heyri nú, að karlmaður sá, sem býr f her- berginu á fyrstu hæðinni, kem- ur heim og fer inn til sín. Eg vissi, að fólkið var allt úti við vinnu. Telpan mín er þá komin inn til hans. Þau tala mikið sam- an og finnst mér fara vel á með þeim. Þvínæst kemur maður þessi til mín. Hann heldur á taubuxum á handleggnum, sem hann á sjálfur. Hann segir við mig með dálítilli beiskju: — Ber þér ekki að gera við þetta? Síðan réttir hann mér bux- urnar. Eg tek við þeim, fletti þeim í sundur og fer að skoða þær. Sé ég þá, að buxurnar eru mjög snjáðar og illa götóttar. Á meðan ég er að skoða þær, held- ur maðurinn áfram og segir: — Ef þú veizt það ekki, vil ég segja þér, að ég hef ekkert til að klæða mig í, fyrr en þú hefur lokið við að gera við þess- ar buxur. Eg horfði á manninn, en svaraði engu. Eg hélt á buxun- um, en síðan vaknaði ég. Fína. Þennan draum ráffum viff á þann veg, aff þú munir hafa ráff ein- hvers karlmanns í hendi þér. — Hann leitar líklega á náffir þín- ar, hvort sem hann gerir þaff beint effa óbeint. Þótt hann leiti eftir styrk frá þér og draumur- inn gerist á vistmannaheimiii, þá þarf það alls ebki aff tákna, aff hann sé lítilsigldur og lítils megandi. Hins vegar er hann veiklyndur og leitar aff sér sterkari persónuleika til aff styffjast viff á lífslciffinnl. Þú átt meff öffrnm orffum kost á maka, sem þarfnast þín mjög mikiff. 8 VIKAN 15-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.