Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 10
Hnfir n lniíhr stermntnr Þessar tvær myndir af Helenu, Finni og bömunum tók Páll Pálsson, Ijósmyndari á Akureyri — sú neðri fyrir framan heimlli þeirra í „Þorpinu". í þrettán ár hafa þau skemmt landsmönnum með söng og lúðrablæstri: Hjónin Helena Eyj- ólfsdóttir og Finnur Eydal. Nú búa þau á Akureyri, sem þau hafa og gert í nokkur undan- farin ár, og þar syngja þau og spila fyrir gesti Sjálfstæðishúss- ins, þess sem venjulega er kall- að „Sjallinn". Það mætti kann- ske útfæra þetta á einn veg og kalla þau „Þorpara", því þau búa í einni blokkinni í Glerárþorp- inu — sem í daglegu tali er kallað „Þorpið“ þar nyrðra. Fólk hefur oft furðað sig á hvernig er hægt að halda heim- ili með vinnu sem þessari — þau eiga tvö börn, fjögurra og sex ára gömul, og er ég var á Akureyri nýlega, lagði ég þá spurningu fyrir þau. „Okkur finnst það allt í lagi,“ segir Helena, „en auðvitað væri það ekki hægt nema við nytum góðrar aðstoðar, sem í þessu til- felli er móðir Finns. Hún situr hér yfir börnunum fyrir okkur á kvöldin þegar við förum út að vinna og svo tekur hún þau til sín ef við þurfum einhverra hluta vegna að fara út á lands- byggðina eða til Reykjavíkur. Krakkarnir eru hrifnir af þessu og ég held að það sé gott að þau séu í nánu sambandi við ömmu sína.“ „En það ber ekki að neita því,“ bætir Finnur við, „að þetta er erfitt. Lífið sem við lifum er talsverð andstæða við það sem venjulegt fólk lifir — við förum út að vinna þegar aðrir eru á leið heim, og svo komum við oft og tíðum ekki heim fyrr en aðrir eru á leið í vinnu. Þetta er nokkurs konar öfugur sólar- hringur sem við búum við, og maður á stundum bágt með að fara að sofa þegar maður kem- ur heim af dansleik þar sem hef- ur verið mikið fjör.“ Það fyrsta sem ég man eftir þeim hjúum var að Helena söng „Hvíta máva“ og maður klessti eyranu svo fast við útvarpstæk- ið að við lá að höfuðið færi inn úr eins og það lagði sig. Finns minnist ég fyrst þegar ég sá það auglýst einhvers staðar að hann myndi leika „Bjórkjallarann" í 1000. sinn það kvöldið. Hann hefur verið atvinnu- hljóðfæraleikari í 13 ár, byrjaði 16 ára gamall, eftir að hafa ver- ið í Tónlistarskóla Reykjavíkur í tvo vetur og svo hálfan á Ak- ureyri. „f rauninni hef ég verið stöð- ugt við hljóðfæraleik síðan ég var 13 ára,“ segir hann. „Þá stofnuðum við Ingimar bróðir tríó, og við lékum á hverju laug- ardagskvöldi úti í Vaglaskógi — en það var ekki fyrr en ég var orðinn 16 að ég gat farið að hafa atvinnu af hljóðfæraleik. Síðan hef ég verið við þetta og ætla að halda því áfram svo lengi sem ég get. Hitt er annað mál að maður verður ekki í þessu til eilífðar svo ég fór í Iðnskólann hér í haust og er að læra prent- verk. Mér líkar vel og þó það hafi verið dálítið undarleg tilfinning að setjast á skólabekk eftir all- an þennan tíma, þá vandist það strax eftir fyrstu vikuna." Og góður kunningi þeirra hjóna á Akureyri sagði mér síð- ar að Finnur væri „dúxinn“ í skólanum. Helena hefur verið að syngja síðan hún var 16 ára — með tveimur nokkurra mánaða hvíld- um inn í milli, á meðan hún gekk með börnin tvö, Laufeyju 4 ára og Hörð 6 ára. „Hvítir mávar“ var eitt af því fyrsta sem hún söng inn á plötu.... „ í gamla Landssímahús- inu þar sem nú er Sigtún í Reykjavík. Ég var þá í Tónlistar- skólanum fyrir einhverja rælni, og þegar ég hafði lokið við að syngja inn á plötuna, en undir- leikurinn hafði verið keyptur að utan, urðu skólafélagar mínir og aðrir hljóðfæraleikara hér óðir og uppvægir og hundskömmuðu mig fyrir að vera að syngja inn á svoleiðis nokkuð, og taka þar með af þeim atvinnuna. Auð- vitað vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið, barnung og gerði bara eins og mér var sagt að gera. Þá söng ég í gríðarlega stóran hljóðnema, og var uppálagt að vera alveg upp í honum og syngja veikt. Seinna, eftir að útvarpið var flutt og nýrri og betri tæki komu til sögunnar, vildi ég fá þennan gamla og góða „mígrafón“ aftur, en þá var hlegið góðlátlega að mér og mér tilkynnt að honum hefði verið hent. Svoleiðis forngripir tilheyrðu ekki 20. öldinni! Jú, það kemur enn fyrir að ég syng „Hvíta máva“ — ef fólk biður um það á dansleikjum, og ég hef alltaf gaman af. Það sama má segja um Finn, hann leikur ennþá „Bjórkjallarann" og hefur ábyggilega gert það nokkur þús- und sinnum síðan þessi auglýs- ing, sem þú varst að tala um birtist.“ Við leiðum eitthvað talið að sjónvarpsþætti sem sýndur hafði verið kvöldið áður, og þaðan út í sjónvarpsauglýsingarnar. Mér kemur í hug að lag Finns, sem var á síðustu plötunni sem hljómsveit Ingimars Eydal sendi frá sér, hét einmitt í höfuðið á 10 VIKAN 15- *«•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.