Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 22
Mfli banda ivðiii iMra vatn leyti dularfullu trúarflokkum, sem halda hátíðir um þessar mundir. Helzt- ir umræddra trúarflokka nefnast Um- handa, Quimbanda og Candomblé. Há- tíðir þær er hér liefur verið lýst eru haldnar af Umbanda-fólki, og eru þær sagðar ósköp saklausar eftir því sem þarna gerist. Það var til dæmis fyrir noklcrum ár- um að annar trúflokkur, sem Macumba nefndist, vakti hneykslan yfirvalda með nokkuð ruddalegu atferli. Hópur Mac- umba-manna hafði undir handleiðslu eineygðs „spámanns“ drepið einn karl- mann og þrjú börn með kylfum og hnífum, á þeim forsendum að þetta fólk væri haldið djöflinum og árum hans. Enn einn trúflokkur fremur árlega nokkuð blóðuga helgisiði, þegar nokkr- ar ungar konur og jómfrúr, sem nefnd- ar eru „dætur hins heilaga“ eða á portúgölskunni, sem er þjóðtunga Brasilíumanna, Filhas de Santo, eru vígðar til prestsþjónustu fyrir guðdóm sinn. Þessar vígslur eiga sér oft stað i samhandi við hátíðahöldin til dýrðar Jemönju. Við getum hugsað okkur nótt í Sal- vador, sem er borg á ströndinni miklu norðar en Rio de Janeiro. Þar hafa safnazt saman í jaðri frumskógarins ineðlimir Candoinblé-trúflokksins. Daufum bjarma frá olíulampa slær yfir hópinn, sem stígur hringdans eftir trumbuslætti og syngur til lofs Filhas de Santo. Sterkur jurtaþefur fyllir loft- ið og blandast svitalykt dansendanna, sem stíga taktinn hraðar og hraðar. Kvenprestur sem ber titilinn „Mae dc Sanlo“ eða Móðir þess heilaga, gef- ur merki. .Tafnskjótt eru sjö ungar kon- ur og stúllcur leiddar inn á hátíðasvæð- ið. Dansfólkið myndar viðan liring um- hverfis þessar útvöldu, sem nú eiga að taka prestvígslu. Þær hafa þá dvalið um sex mánaða skeið í litlum og myrlc- um klefa og búið sig þar undir stóru stundina með föstum og bænahaldi. Prestsefnin sjö taka sér sæti á jörð- inni. Síðan eru höfuð þeirra allra nauð- Borið á borð fyrir vatnagyðjuna á kletti út I læk, með víni og öllu tilheyrandl. Yfirkvenpresturinn deplar höfuð og efri hluta lík- ama þeirra nývígðu með hvítri krít, til merkis um að þær hafi helgað „gyðju allra vatna“ Iíf sitt. fólksins og óskir þess verða uppfyllt- ar. Þeim Brasilíumönnum fjölgar stöð- ugt, sem hallast að hinum að ýmsu '/• ; Stúlka af Umbanda-trúfiokknum vígð til prestsþjón- ustu, meða nsöfnuðurinn stígur dans f kring. rökuð. Þá bregður töframaður, sem titlaður er „babalao“, hvössum hnífi og ristir sjö skurði i hægri liandlegg hverrar stúlku. Verða þær að þola þá aðgerð án þess að æmta eða skræmta. Síðan sker töframaðurinn krossmark ofan í skurðina sjö. Sama aðgerð er síðan endurtekin á vinstri handlegg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.